Skinfaxi - 01.02.1990, Page 16
Afrekaskrá UMFÍ
í frjálsum íþróttum 1989
Við samanburð á afreka-
skrám UMFÍ 1988 og 1989
kemur í ljós að framfarir eru
litlar ef einhverjar. Fram-
undan er hinsvegar betri tíð
með blóm í haga, því margt
efnilegt ungt fólk er að koma
fram og mun vafalítið láta til
sín taka á næstu árum. Þá
fagna ég því að unnið er að
betra mótafyrirkomulagi um
land allt sem skilar sér í betri
árangri hjá öllum sem á
annað borð dvelja á Islandi á
keppnistímabilinu. Nýr og
glæsilegur íþróttavöllur í
Mosfellsbæ er sérlega kær-
kominn og seint verður
stjórnvöldum í Mosfellsbæ
fullþakkaður stórhugurinn.
Karlar
Spretthlaup
Einhverra hluta vegna gengur
okkur illa að eignast frambærilega
spretthlaupara. Jón Arnar er
heldur hægari en í fyrra, en þó lang
bestur í 100 og 200 metrum.
Gunnar Guðmundsson bætir sig
jafnt og þétt í 400 metrunum.
Vonandi koma nýir menn fram á
sjónarsviðið í sumar.
Gunnlaugur Skúlason, UMSS.
Gunnar Guðmundsson, UÍA
Millivegalengdahlaup.
Brynjúlfur og Erlingur eru bestir
en Guðmundur virðist hafa lagt
skóna á hilluna. Arngrímur og
Daníel bæta sig, en Friðrik Larsen
átti við meiðsli að stríða en verður
örugglega sterkur í sumar. Alla
breidd vantar í millivegalengda-
hlaupi. Fullkomin innanhúss-
aðstaða gæti lyft þessum greinum
á hærra plan.
Langhlaup
Arangur í langhlaupum virðist
vera að skána hægt og bítandi, en
breiddin er lítil, líkt og í milli-
vegalengdunum. Mestum fram-
förum tók Gunnlaugur Skúlason.
Hann og Már hlaupa trúlega niður
á 14:30 í sumar.
Boðhlaup
Boðhlaupin voru léleg að venju,
en þó má ef til vill undanskilja
4x100 mhlaupHSKmanna. Efað
líkum lætur verður árangur í boð-
hlaupum mun betri í sumar, því
flestir vilja mæta með góðar sveitir
á Landsmót.
Grindahlaup
Arangur í stuttu grindinni hefur
líklega aldrei verið betri. Athygli
vekur að Hjörtur er á ný genginn í
raðir ungmennafélaga. Tug-
þrautarmennirnir Jón Arnar og
Olafur virðast loksins vera að ná
tökum á þessari lykilgrein. Fimm
af sjö fyrstu mönnum eru
tugþrautarmenn.
I löngu grindinni er Egill
langbestur, en tók ekki framforum.
Arangur næstu manna verður að
teljast slakur, enda keppa þeir ekki
í greininni nema í „neyðar-
tilvikum”, svo sem í bikarkeppni.
Daníel er bestur í hindruninni, en
þeirri grein er lítill gaumur gefmn
hérlendis.
Stökk
Arangur í stökkgreinum er í
heildina litið sorglegur. Flestir sem
koma við sögu í hástökki, lang-
stökki og stangarstökki eru tug-
þrautarmenn. Aðrir svo sem
Hjörtur Ragnarsson og Ólafur
Þórarinsson virðast gæta þess
vandlega að eyða ekki tíma sínum
í æfingar.
Sigurður Matthíasson, UMSE.
16
SKINFAXI