Skinfaxi - 01.02.1990, Page 35
Körfuboltaknall á
Egilsstöðum
Fréttir frá UÍA
Iþróttastarf á Austurlandi, á sam-
bandssvæði UIA, er allgott, enda
félögin fjölmörg með margar deildir
og ráð hvert.
Af helstu viðburðum á líðandi stund
mætti nefna Skógargönguna, sem
er hluti af íslandsgöngu SKI og fór
hún fram í Egilsstaðaskógi 18.
mars. Atta þátttakendur gengu 20
km, en nítján fóru 10-15 km
trimmgöngu. íþróttafélagiðHöttur
sá um framkvæmd göngunnar.
I Neskaupsstað er áhugi mikill fyrir
blakíþróttinni og áttu t.d.
Bikarmeistarar Þróttar í Reykj avík
fullt í fangi með að merja sigur á
liði heimamanna fyrir stuttu, en
blaklið Þróttar í
Neskaupsstað er
nú skipað
ungum og efni-
legum leik-
mönnum sem
lofa góðu fyrir
framtíðina.
Urslit í ein-
stökum hrinum
voru: 15 : 13, 13
: 15, 9 : 15 og 8 :
15.
Körfuknattleiksrað
UÍA stóð fyrir körfuboltaknalli á
Egilsstöðum helgi eina í
marsmánuði. Amerískirleikmenn
úrvalsdeildarliðanna sýndu snilli
sína í gamni og alvöru fyrir fullu
húsi áhorfenda. Fyrirtæki keyptu
miða og buðu öllum nemendum
grunnskólans á knallið. Gestirnir
komu á föstudag og heimsóttu þá
Eiðaskóla, Eskifjörð og Egilsstaði,
kynntu körfuboltann og stjórnuðu
æfíngum á hverjum stað.
Laugardeginum lauk með hljóm-
sveitakeppni og dansleik í
Valaskjálf á vegum körfuknatt-
leiksráðs.
Meistaramót UIA í frjálsum
íþróttum innanhúss fara fram um
hverja helgi á þessum tíma auk
skíðamóta. Sunnudaginn 18. mars
kepptu um 75 þátttakendur frá 9
félögum á innanhússmóti UIA í
frjálsum íþróttum á Egilsstöðum.
Andri Snær Sigurjónsson, Hetti
setti UIA met í hástökki sveina 15-
17 ára, stökk hann 1,81 metra.
Hér á eftir fara nöfn sigurvegara í
einstökum greinum.
Tvö íþróttafélög fatlaðra starfa á UÍA
svæðinu þ. e. Iþróttafélagið Örvar á
Egilsstöðum og Iþróttafélagið Viljinn
á Seyðisfirði. Ágætt íþrótta- og
félagsstarf er nú á vegum þessara félaga
og samstarf þeirra á milli, en bæði áttu
félögin fimm ára starfsafmæli í
marsmánuði.
Hermann Níelsson
Lákamsræktar-
stöð opnuð í
Vík
Fréttir frá USVS.
Ungmennafélagið Drangur í Vík í Mýrdal
opnaði um miðjan mars líkamsræktar-
stöð að Víkurbraut 26, 2. hæð.
Tækjabúnaður er nokkuð góður og
aðstaða öll ágæt. Þar er lyftingabekkur
með ýmsum aukahlutum til líkams-
þjálfunar og ljósabekkur fyrir alla þá
sem vilja fá lit á kroppinn.
Kveikjan að þessu er meðal annars sú að
félagið er 20 ára á þessu ári og einnig er
fjárhagurinn mjög góður um þessar
mundir.
Iþróttaæfingar eru stundaðar í
Pélagsheimilinu Leikskálum, en þar er
mjöglítill salur ogekki löglegur völlur í
neinni hópíþróttagrein. Húsið er samt
mikið notað og má segja að það sé alltaf
einhver hópur í salnum fimm daga
vikunnar, frá kl. 17:00 á daginn til kl.
23:00 ákvöldin.
Skíðadeild var stofnuð í félaginu á síðasta
ári og var þá keypt notuð 300 metra
toglyfta. Hún var sett upp á Sólheimajökli
síðasta sumar, en núna eftir áramót hefur
hún verið staðsett í svokölluðu
Suðurvíkurtúni hjá Vík.
Fyrsta skíðamótí Vík a. m. k. síðustu80
árin var haldið 19. mars. Þátttaka var
góð og stjórn skíðadeildarinnar sem er
skipuð áhugafólki á miklar þakkir skildar
fyrir framtakið og þá miklu vinnu sem
þau hafa innt af hendi.
Frjálsíþróttaþjálfari hjá
usvs
Gengið var frá ráðningu þjálfara í vetur
hjá USVS fyrir komandi keppnistímabil,
heitirhann Stefán Jóhannsson. Margir
frjálsíþróttamenn þekkja Stefán vegna
starfa hans undanfarin ár og hefur hann
þjálfað marga af okkar þekktustu
frjálsíþróttamönnum.
Skólamót USVS ogUSÚ, var haldið fyrir
stuttu á því kepptu nemendur allra
grunnskóla í Vestur- og Austur-
Skaftafellssýslu. Þetta var geysilega
skemmtilegt mót og þátttakendafjöldinn
vel á annað hundrað krakkar. Þetta mót
hefur bætt og aukið samskipti milli
skólanna og lífgað upp á vetrarstarfið.
Ungmennasambandið á einnig 20 ára
afmæli á þessu ári og verður væntanlega
gert eitth vað til þess að halda upp á það
í sumar og næsta haust. Þó að þessi félög
séu ung að árum er ungmennafélags-
starfið rótgróið í sýslunni og var fyrsta
félagið stofnað árið 1908, hét það
Ungmennafélagið Garðarshólmi. Elsta
starfandi félagið í dag er
Ungmennafélagið Meðallendingur
stofnað árið 1908.
Páll Pétursson.
35
SKINFAXI