Skinfaxi - 01.02.1990, Page 36
Fréttir frá Oðni,
Vestmannaeyjum
Ungmennafélagið Óðinn hélt
innanhússmót í frjálsum íþróttum
þann 10. febrúar síðast liðinn.
Þar voru slegin 16 Vestmanna-
eyjamet, en keppendur voru á aldrinum
7-21 árs.
Kvöldið eftir fór fram verðlauna-
afhending og einnig fengu tveir stiga-
hæstu einstaklingarnir bikara til
varðveislu í eitt ár. María Rós Friðriks-
dóttir reyndist vera stigahæst í lang-
stökki án atrennu og þrístökki án
atrennu. Er þetta í fyrsta skipti sem
sami einstaklingurinn er stigahæstur
í tveimur greinum.
Fjórar stúlkur sáu um skemmtiatriði
og voru m. a. með tískusýningu í gaman-
sömum dúr. Bornar voru fram veit-
ingar og farið í ýmsa leiki. Mótið og
skemmtunin voru tekin upp á
myndband. Laugardaginn 17. febrúar
var svo öllum boðið á myndasýningu,
sem reyndist hin besta skemmtun,
enda auðséð að fæstir höfðu haft
hugann við myndatökumanninn
meðan á töku stóð.
Kveðja,
Hólmfríður Júlíusdóttir.
María Rós.
Styrktarlínur Húsavík Egilsstaðir
Fiskiðjusamlag Húsavíkur Trésmiðja Fljótsdalshéraðs
Kópavogur *
Vélsmiðja Sigurðar H. Akureyri Isafjörður
Þórðarsonar Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur s /f íshúsfélag ísfirðinga
Skemmuvegi M16 Brekkugötu 5
36
SKINFAXI