Skinfaxi - 01.08.1991, Síða 7
ÍÞRÓTTASKÓLAR
Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur á Laugarvatni skrifar:
íþróttaskólar fyrir börn -
hvernig og hvers vegna?
íþróttaskólar fyrir börn hafa rutt sér
til rúms í 8 nágrannalöndum okkar
undanfarin ár og hafa nokkrir slíkir
verið starfræktir hér á landi.
Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræð-
ingur á Laugarvatni er lesendum
Skinfaxa að góðu kunnur, en hann
hefur skrifað allnokkrar lærðar
greinar í blaðið. í grein Þráins sem
hér fer á eftir segir hann að allar lík-
ur bendi til þess að börn sem fá fjöl-
breytta íþróttakennslu frá unga
aldri hafi meiri möguleika til þess að
ná langt í afreksíþróttum heldur en
þau sem fá einhæfari þjálfun. Þrá-
inn segir að jákvæð reynsla af
íþróttum skipti sköpum hvað áfram-
haldandi íþróttaástundun viðkemur.
Þráinn fjallar hér á siðunum um
iþróttaskóla fyrir börn, markmiðin
með starfrækslu þeirra og undir-
búning að stofnun og starfrækslu
slíkra skóla.
Markmiðin - hvers vegna
íþróttaskóli?
Markmiðið með íþróttaskóla fyrir
börn er að gefa þeim tækifæri til að
kynnast íþróttum á jákvæðan og fjöl-
breyttan hátt. Annars vegar á þann
hátt að þau hafi góðan hreyfifærni-
grunn til að byggja sérgrein sína á og
hins vegar að vekja hjá þeim varan-
legan áhuga á íþróttum.
Hvernig verður markmið-
unumnáð?
Allar líkur benda til þess að þau börn
sem fá fjölbreytta íþróttakennslu á
unga aldri hafi meiri möguleika á að
ná lengra í afreksíþróttum heldur en
þau sem fá einhæfari þjálfun hafa. Þá
bendir allt til þess að börn sem hafa
jákvæða reynslu af íþróttum á unga
aldri séu mun líklegri til þess að
stunda þær fyrir lífstíð, heldur en þau
sem fóru á mis við slíka reynslu. Til
að tryggja þessa víðtæku hreyfir-
eynslu er námskeiðum eða þjálfun
barnanna gefið nafnið íþróttaskóli. 1
því orði felst að stundaðar skulu
íþróttir af ýmsu tagi sem tryggja betur
fjölbreytilega íþróttalega undirstöðu,
en þjálfun einnar íþróttagreinar gerir.
Að berjast gegn straumn-
um
Ekki fer á milli mála að síðustu tvo
áratugi hefur verið sterk tilhneiging
til þess að mun yngri börn en áður
sérhæfi sig sem fyrst og þjálfi sig
meira og meira í íþróttum. Hald
manna var að því fyrr sem börn og
unglingar æfðu eins og fullorðnir því
meiri líkur væru á að þau yrðu fram-
úrskarandi afreksmenn. Nýjustu
rannsóknir benda hins vegar afdrátt-
arlaust til þess að þessu sé öfugt farið.
Niðurstöður benda til þess að fjöl-
breytt, skemmtileg þjálfun í formi
leikja leggibesta grunninn að framtíð-
arafrekum barnanna. Hingað til hefur
sú þjálfun því miður ekki verið nægi-
leg. Með öðrum orðum, það vita ekki
nægilega margir hverskonar íþrótta-
iðkun er best fyrir barnið í upphafi.
Það má því búast við verulegu mót-
læti þeirra sem ekki hafa kynnt sér
þann árangur sem slik þjálfun hefur í
för með sér. Verið viðbúin því að
berjast gegn straumnum, gegn þeim
sem eingöngu mæla íþróttauppbygg-
ingu barna í sigrum, metum og verð-
launapeningum.
Hvað er íþróttaskóli fyrir
börn?
íþróttaskóli fyrir börn byggir á þeirri
grunnhugmynd að kynna þátttakend-
um sem flestar íþróttagreinar til að
gefa þeim möguleika á að kynnast
hreyfimynstri einstakra greina og
auka þannig hreyfiþroska þeirra. Eft-
ir að slíkur grunnur hefur verið lagður
getur sérhæfing í hinum ýmsu íþrótta-
greinum komið til. Iþróttaskólinn á
að hafa þarfir og óskir barnsins í
fyrirrúmi og hann á að leggja verk-
efni í íþróttum þannig upp að leikur
og gleði séu ávallt í öndvegi.
Iþróttaskólinn á að halda keppni milli
einstaklinga í lágmarki, en leggja
Hástökk á frjálsíþróttamóti Gogga galvaska í Mosfellsbœ.
Skinfa.xi
7