Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 12

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 12
S L Y S í í Þ R Ó T T U M fótbolti og körfubolti, þannig að það er meiri hætta á meiðslum. I körfubolta reka menn hnén í lærvöðva hvors ann- ars og þannig kremjast vöðvarnir og slíkt leiðir af sér blæðingar inn á vöðv- anum og geta þær skemmt hann á margan hátt. í fjórða lagi má nefna ýmis álagsein- kenni sem geta komið fram þegar æf- ingar verða of einhæfar. Þegar æfingin hefur ekki verið nægilega vel útfærð þannig að skrokkurinn virki sem ein heild geta menn reynt um of á ákveðin líffæri. Það er allt of mikið gert af því að þjálfa ákveðna líkamsparta meira en aðra. Auðvitað þurfa sumir íþrótta- Slitin hásin. menn, eins og t.d. kúluvarparar, að vera með sterkar hendur. En þeim hættir til að leggja of mikla áherslu á þjálfun handleggjanna og skilja hinn hluta lík- amans eftir og þar geta þá myndast veikir hlekkir. Ég hef oft fengið til meðferðar fólk sem hefur farið þannig að. Ég hef líka rekið mig á það að þegar fótboltamenn eru að undirbúa keppnis- tímabilið á vorin þá hlaupa þeir oft langar vegalengdir á hörðu malbiki. Það er ekki ráðlegt að fara of geyst af stað í byrjun og ekki gott að hlaupa langt á hörðu malbikinu sem fæturnir þurfa að venjast. Þar af leiðandi geta menn fengið álagsverki í hásinar, kálfa- vöðva, lærvöðva, aftan í lærvöðvafest- urnar, rasskinnavöðva og upp í bak. Það væri nær að dreifa æfingunum eða byrja undirbúninginn fyrr og þjálfa sig þannig rólega upp.” „Eitt það mikilvægasta sem menn eiga að gera til að koma í veg fyrir meiðsli og ég rek mig á að margt íþróttafólk gleymir, eða gerir með hangandi hendi, er að teygja sig vel eftir æfingar. Þjálf- arar þurfa að koma íþróttafólkinu í skilning um að teygjuæfingar eru hluti af þjálfuninni og ef menn ætla að halda heilsu þá verða menn að teygja. Undir- staða þess að menn haldi heilsu sinni og losni við slys er að þeir hafi skilning á því hvers vegna ákveðnar æfingar eru gerðar.” Af hverju eru teygjuœfingar nauðsyn- legar? „Þegar þú ert að þjálfa þá stækka vöðvarnir, en lengjast ekki að sama skapi og heldur vilja þeir dragast sam- an. Ef við tökum sem dæmi hlaupara sem lyftir yfir veturinn og teygir ekki þá vilja vöðvamir styttast. Ef hlaupar- inn teygir ekki í takt við styrkæfingarn- ar þá eru vöðvarnir hreinlega orðnir of stuttir þegar hann fer að spretta úr spori og hann verður fyrir langvarandi álags- meiðslum í vöðvafestum, sérstaklega þeim sem eru á stóru baklagsvöðvunum og festast upp við mjöðm. Það er einnig mikilvægt að æfa snerpu- æfingar því aðstæður geta verið þannig að hægt er að sjá vandann fyrir og með snöggu viðbragði er hægt að koma sér undan og forðast slys.” Klæðnaður og skór skipta miklu „Allur klæðnaður íþróttamanna skiptir mjög miklu máli og getur komið í veg fyrir meiðsl. Skórnir þurfa að henta þeirri íþróttagrein sem menn eru að stunda og verða að passa vel á fótinn og mega ekki hindra eðlilegar hreyfingar. Ef menn eru með einhverjar fótaskekkj- ur þarf skórinn að vera sérsmíðaður eða innleggið í skónum þannig að skórinn leiðrétti ranga stöðu fótarins. Þannig er hægt að koma í veg fyrir vissa álags- verki. Hælar þurfa að vera stíf- ir til þess að hællinn sé í góðri stöðu og dansi ekki í skónum. Ef skór eru mjúkir í hælkapp- ann reynir það á hælinn og ökklaliðinn. Ef hællinn er laus í skónum getur það líka leitt til þess að hann ertir hásinina og myndar hásinabólgur. Ef í- þróttamaður ber lélega skó á fótum þá leiðir það til þess að hreyfingin á ökklanum verður vitlaus og þá þurfa kálfa- vöðvarnir að bera sig öðruvísi að og þannig leiðir hvert af öðru og meislin geta leitt alla leið upp í bak.” Hvar fá menn ráðleggingar varðandi skóhúnað? „íþróttalæknar gefa mönnum ráðlegg- ingar en eru ekki með sérstaka ráðgjöf varðandi skóbúnað. Skókaupmenn eru orðnir mun fróðari um skóbúnaðinn, sérstaklega þeir sem eru í íþróttabúðun- um, þó er það ekki algilt. Iþróttamaðurinn notar ekki sömu föt í rigningu og í frosti og kulda. Menn verða að klæða kuldann af sér. Það er talið best að vera í nælonfötum næst sér eða fötum úr gerviefni sem hleypi svit- anum í gegn um sig og þar næst eiga að vera bómullarföt sem taka svitann í sig. Gerviefnið veitir einangrun á milli lík- amans og blauta bómullarefnisins og þannig finnur einstaklingurinn ekki eins fyrir kuldanum og á þá ekki eins mikið á hættu að meiðast. Frá því ég fór að stunda þessar lækn- ingar fyrir átta árum finnst mér hafa orðið mikil breyting, slysum hefur frek- ar fækkað en hitt vegna þess að menn eru betur meðvitaðri um búnaðinn.” Gervigrasvellir orsakir frekari slysa? Ertt meiðslin sem koma mi upp af öðr- um toga en áður? „Já, ég hef rekið mig á að gervigras- vellirnir, t.d sá sem er í Laugardalnum, er svo harður og stamur að hann leiðir af sér mörg álagsmeisli. Þegar menn hlaupa og eru að snúa sér þá er eins og fóturinn festist og togni. Ég hef rekið mig á mörg ný meiðsli á þessunt velli 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.