Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.08.1991, Qupperneq 14
SKOBUNAÐUR Ert þú í réttum skóm? Það er mjög mikilvægt að vera i skóm sem passa. Þreyttir fætur þurfa betri skó. Skinfaxi aflaði sér upplýsinga um réttan skóbúnað hjá Sólveigu Þráinsdóttur sjúkraþjálf- ara, en hún starfar hjá Össuri h.f. í Reykjavík. Við hlaup eða skokk getur áreynslan á liði líkamans orðið mjög mikil eða sem svarar allt að fimmfaldri þyngd hans. Ef tekið er dæmi um 60 kg þungan ein- stakling, þá þarf líkami hans að standast 400 til 450 kg þunga við hlaup eða skokk. Vegna þessa álags á alla liði líkamans þá þarf allur útbúnaður að vera góður. Hér er m.a. átt við skó, innlegg og varmahlífar. Ef þú átt vanda til að fá verki í tær, tá- berg, hæla, ökla, hné eða bak við íþróttaæfingar þá getur ástæðan verið sú að skórnir sem notaðir eru séu ekki þeir réttu fyrir þig. Framboð á íþróttaskóm er mikið og margvíslegt. Sérstakir skór eru fram- Ieiddir fyrir göngu, hlaup, þolfimi, tennis, veggtennis, blak, körfubolta, handbolta og stökk. Allir eru skórnir miðaðir við misjafnlega hart undirlag, mismunandi notkun og einnig er reynt að útbúa skóna með tilliti til mismun- andi lögunar og gerðar fótanna, mis- munandi þyngdar notenda o.s.frv. Það sem sérhæfingin er orðin svona mikil er engin von til þess að almenn- ingur átti sig á því hvað hentar best. En rétt val á skóm er mun mikilvægari þáttur í heilsufarslegu tilliti en margir renna grun í. Val á skóbúnaði Skór eiga að vera eins léttir og mögu- legt er. Þeir eiga að vera nógu rúmir, en ekki of rúmir, þannig að eðlileg lög- un fótarins haldist. Fóturinn á að vera um I cm styttri en innanmál skósins, þegar staðið er í hann. Það er mjög mikilvægt að fylgjast vel með skóbún- aði barna sem eru að vaxa. Ef bilið milli stórutáar og fram í tána á skónum er aðeins 1/2 cm þá eru skómir of litlir fyrir bamið. Góðir skór eiga að styðja undir holfót og táberg fótarins og veita góðan hælstuðning. Oft er það hins vegar svo að venjulegir og góðir skór henta ekki öllum og við- komandi finnur þá til ýmissa óþæginda samanber þau sem talin voru upp hér að framan. Margar ástæður geta legið að baki þessum einkennum og er því fyllsta ástæða til þess að leita á náðir þess fólks sem þekkinguna hefur. Þá er gott að taka með sér gömlu íþrótta- skóna, inniskóna, spariskóna og einnig, gömlu góðu uppáhalds skóna sína. Ástæðurnar eru þær að útlit þeirra getur hjálpað til við greiningu á gallaðri fóta- stöðu, gölluðu göngulagi og þar með eru líkur til þess að hægt verði að koma í veg fyrir meiðsli og óþægindi í fram- tíðinni. Lögun fóta Það er mikilvægt að lögun fótanna sé skoðuð. Ef viðkomandi er með ilsig, öðru nafni lága rist, þá koma innlegg að góðum notum og styðja við holfótinn, en gefa jafnframt stuðning svo þyngdin kemur jafnt niður á allan fótinn og ökklastaðan verður rétt. Holfótur eða há rist er einnig algengt vandamál hjá mörgum, en í flestum tilvikum eru not- uð mjög svipuð innlegg og við ilsigi. Til að komast fyrir óþægindi í fótum er einnig mikilvægt að láta athuga hvort um tábergssig er að ræða eða hvort staða mjaðma, hnjáa og ökkla sé rétt. Fagmanneskja greinir líka hvort göngu- lagið er rétt. Hentugir skór eru svo fundnir með tilliti til allra niðurstaðna. Fólk með háa rist eða mikinn holfót fær oft eymsli undir tábergið eða hælinn. Við þessu er reynt að finna skó sem dreifa álaginu, þannig að það jafnist á allan fótinn. Það er gert með því að setja innlegg í holrúmið og það tekur þar með á sig hluta álagsins. Leiðréttingarbúnaði er komið fyrir í skóm með föstum eða lausum innlegg- um, á milli innri og ytri sóla eða undir sóla. Innleg með höggdeyfi og varmahlífar Fólk sem hleypur mikið á hörðu undir- lagi getur fengið verki þó svo að fóta- staða þeirra sé rétt, en það gerir álagið sem myndast í hverju skrefi og leitar upp, frá ökklanum í hnén og bakið. Örþunn innlegg eiga að draga mjög mikið úr þessu álagi og það á að vera auðvelt að koma þeim fyrir í hvaða skóm sem er. Ef einhver eymsli eru þegar farin að gera vart við sig geta varmahlífar einnig haft góð áhrif á þá liði sem verkir stafa frá. Varmahlífar einangra og veita þannig vörn gegn hitatapi líkamans og örva jafnframt blóðstreymið til vöðvanna. Auk þess eykst teygjanleiki, sveigjanleiki og styrkur í vefjum líkamans. Vegna hit- ans eru minni líkur til þess að notand- inn hljóti skaða af, svo sem slit á lið- böndum, liðpokum, sinum og vöðvum. Ört blóðstreymi leiðir ennfremur til þess að uppbygging á sködduðum vefj- um verður hraðari, hvort heldur er í hvíld eða þjálfun og það án allra auka- verkana. Varmahlífamar eru einungis 3 til 6 mm að þykkt og hindra ekki eðli- legar hreyfingar og eiga að notast þegar líkaminn er undir álagi og einnig í end- urhæfingu. Það kemur ætíð niður á mönnum síðar ef ekkert er að gert til þess að koma í veg fyrir meiðsli. Besta ráðið er að verða sér úti um aðstoð, en láta ekki þar við sitja. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.