Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 31

Skinfaxi - 01.08.1991, Side 31
FRJÁLSAR í Þ R Ó T T I R á allra seinustu árum og ætla má að geti miklu meira er Friðgeir Halldórsson í USAH. Hann er fjölhæfur, sigraði í langstökki og varð annar í spjótkasti, 110 m grindahlaupi og stangarstökki í 2. deild. Það er enginn vafi á því að Frið- geir getur með markvissum æfingum orðið góður tugþrautarmaður. Skagfirskur sigur í 200 m og 400 m hlaupi karla Annar efnilegur frjálsíþróttamaður sem á að geta mikið betur er Friðrik Steins- son, UMSS. Hann er búinn að vera efnilegur í 7-8 ár en vantar að því virðist um tveggja ára stífa þjálfun til að verða rneðal þeirra bestu hér á landi. Friðrik sigraði örugglega í 200 m og 400 hlaupi í 2. deildinni. Hann hleypur vel og ætti að hafa góða möguleika á að hlaupa vel undir 50 sek. í 400 m hlaupi. Birgitta gaf ekkert eftir Birgitta Guðjónsdóttir, UMSE, sigraði örugglega í spjótkasti og kúluvarpi í 1. deild auk þess að vera í verðlaunasæt- um í 400 m grindahlaupi og 800 m hlaupi. Birgitta er búin að keppa í rúm- lega 10 ár, lengst af rneð HSK, og sýnir alltaf sömu keppnisgleðina. Hún þyrfti áreiðanlega ekki mikið meiri æfingu til að komast aftur í sitt besta form í sjö- þrautinni sem var hennar aðalgrein fyrir nokkrum árum. Birgitta er jafnframt á- gætur blakspilari, en undanfarna vetur hefur liún æft þá grein með KA á Akur- eyri. Auöunn bætti sig í stöng- inni Eftir frekar dauft keppnistímabil framan af mætti Auðunn Guðjónsson, HSK, í Bikarkeppnina í hinu ágætasta keppnis- formi. Hann varð annar í 400 m grinda- hlaupinu og þriðji í stangarstökkinu með persónulegt met 4,50 m. Auðunn á að hafa alla burði til að bæta sig verulega í tugþrautinni, en virðist ekki enn vera búinn að ná nægilega góðum tökum á öllum greinunum. Hann sýndi á Is- landsmótinu í atrennulausum stökkum árið 1990 að hann getur náð upp góðurn styrk. Iris Grönfeldt, Þórdís Gísladóttir og Marta Ernstdóttir náöu allar lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið íTokyo í sumar. Islendingar Itafa ekkifyrrátt þrjá fulltrúa kvenna á stórmóti sem þessu. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.