Skinfaxi - 01.08.1991, Blaðsíða 35
ÍÞRÓTTAKENNSLA
er fyrri sendandi eða seinni sendandi
leikinn út í gegn. Það getur breyst í
hvert sinn er lið fær sendiréttinn. Mun-
ið að á meðan lið vinnur stig heldur sá
áfram að gefa upp sem hafði síðustu
sendingu. Undantekning frá því að
seinni sendandi fái að gefa upp er þegar
lotan hefst. Þá fær það lið sem byrjar
lotuna aðeins fyrri sendanda í það skipt-
ið, en eftir það er ávallt fyrri og seinni
sendandi. í tvíliðaleik er lotan alltaf 15
stig óháð því um hvaða flokk er að
ræða.
Mynd 11.
Fyrirsætan á myndunum er Broddi
Kristjánsson landsliðsmaður í
badminton.
Söluaðili Yonex
badmintonvaranna
er Tennis- og
Badmintonfélag
Reykjavíkur,
Gnoðarvogi 1
104 Reykjavík
sími 91- 812266
Fax 687622
Mynd 12.
Upphækkun
Undantekningar eru stundum á því að
leikið sé í 15 eða 11 stiga lotum. Sé
staðan 13:13 má sá leikmaður (eða lið í
tvíliðaleik) sern var fyrri til að ná 13
stigum framlengja lotuna í 18 stig og
vinnur þá sá lotuna er fyrri verður til
þess að ná 18 stigum. Ef staða er jöfn
14:14 má sá leikmaður (eða lið í tvíliða-
leik) sem var fyrri til að ná 14 stigum
framlengja lotuna í 17 stig. Munið að
aðeins í fyrsta sinn sem staðan er 13:13
eða 14:14 má nota valið um upphækk-
un. Athugið að ef neitað er vali á upp-
hækkun í 13:13 má aftur velja í 14:14
verði sú staða uppi. Ef neitað er í 14:14
endar lotan 15:14þ Ef leikið er í 11 stig
má velja um hækkun í 9:9 eða 10:10, en
í báðum þessum tilfellum má einungis
hækka í 12 stig.
I þessari grein minni um badminton hef
ég farið í nokkur atriði sem ættu að
koma byrjendum og jafnvel lengra
komnum að góðu gagni þegar badmint-
onvertíðin hefst nú í haust. Þegar rit-
stjóri bað mig að setja nokkra punkta
niður á blað um badmintonkennslu varð
mér strax Ijóst að erfitt yrði að vera
stuttorður. Það sem hér hefur komið
fram kann sumum að finnast tormelt, en
ég vil minna á að það getur tekið nokkur
ár að ná mjög góðum árangri í þessari í-
þrótt. En aðalatriðið er auðvitað að hafa
gaman af þessu í góðunt félagsskap og
fá útrás á líkama og sál. Að lokum vil
ég hvetja sem flesta til þess að taka sér
spaða í hönd og spila badminton.
Góða skemmtun.
Skinfa.xi
35