Skinfaxi - 01.08.1994, Side 14
Freygarður Þorsteinsson skrifar um úrslit í skákinni:
Keppni með breyttu sniði
Alls tóku 12 lið þátt í skákkeppni
landsmótsins að þessu sinni. Keppnin
var með eilítið breyttu sniði frá síðustu
landsmótum, nú voru aðeins tefldar 5
umferðir eftir Monradkerfi í stað 6 um-
ferða eins og á undanförnum landsmót-
um. Þessi breyting þýddi að keppnin
varð enn harðari og hver vinningur gat
skipt miklu um endanlega röð sveita.
Fyrir mótið var búist við að baráttan
um 1. sætið stæði á milli UFA, sem
sigraði á landsmótinu 1990 og UMSK,
sem þá hlaut 2. sætið. Einnig var ljóst
að sveitir Umf. Geisla og HSB mættu
að venju sterkar til leiks. Allar þessar
sveitir byggja á sterkum 1. deildar lið-
um í skák. Sveitir USAH og UMSE
voru einnig taldar geta blandað sér í
baráttuna, en aðrar sveitir voru nokkuð
óþekktar stærðir.
Strax frá upphafi var ljóst að sveit
UMSK ætlaði sér ekkert annað en sig-
ur. Eftir 4:0 sigur á Keflavík í 1. um-
ferð, og 2,5:1,5 sigur gegn HSB í 2.
umferð, mætti UMSK sveitin UFA í 3.
umferð. UMSK vann stórsigur, 4:0, og
lagði grunninn að sigri á mótinu. Umf.
Geisli tryggði sér 2. sætið með góðum
endaspretti og UMSE hlaut 3. sætið
eftir harða baráttu við HSB og UFA.
Lokastaðan í skákkeppninni varð
annars sem hér segir:
1. UMSK 15,5 v.
2. Umf. Geisli 13 v.
3. UMSE 11,5 v.
4. HSB 11,5 v.
5. UFA 11 V.
6. UÍA 10,5 v.
7. UDN 9,5 v.
8. HSK 9 v.
9. HSS 8 v.
10. USAH 7,5 v.
11. Keflavfk 6,5 v.
12. UMSB 6,5 v.
Sigursveit UMSK skipuðu þeir
Sævar Bjarnason, Róbert Harðarson,
Jónas P. Erlingsson og Jón Þór Berg-
þórsson.
Bestum árangri á hverju borði, af
þeim sem tefldu 4 skákir eða fleiri,
náðu:
Á 1. borði: Sævar Bjarnason,
UMSK, Guðmundur Gíslason, Umf.
Geisla og Jón Kristinsson, HSS, allir
með 4 vinninga úr 5 skákum.
Á 2. borði: Róbert Harðarson,
UMSK, með 4,5 vinninga úr 5 skák-
um.
Á 3. borði: Jónas P. Erlingsson,
UMSK, og Jóhann Þorsteinsson, UÍA,
með 4 vinninga úr 5 skákum.
Á 4. borði: Guðmundur Freyr Hans-
son, UMSE, Guðmundur Daðason,
HSB og Unnar Þór Guðmundsson,
UMSB, allir með 3 vinninga úr 4 skák-
um.
er þmn
sparisjóður
Þrír £fóðir ávöxtunarkostir
TRIIMDRIÍK ) fyrir Þá sem viiía 9°&a ávöxtun en vilja jafnframt
inumraun geta gengi& að sparifé sínu hvenær sem er.
nnví»í»l0nni/ 5'r,r ba sem viiÍa binda sparifé sitt til ávöxtunar.
UKiUuIuDuK Ávöxfun sparifjár á Öryggisbók veitir alltaf sama
öryggi og verötrygging.
i • i 24 mána&a reikningur fyrir jbó sem vilja njóta
« ‘ hagstæðustu ávöxtunarkjara hjá sparisjóðnum.
Innstæða er undanþegin eignaskatti.
Gaflnkv&mt traust
Þeir njóta trausts hjá sparisjóðnum sem ávaxta fé sitt á Trompbók,
Öryggisbók eða Bakhjarli. Þeim opnast ýmsar leiðir hjá spari-
sjóðnum til hagsbóta fyrir sig og sína.
Komdu í sparisjóðinn
Sparisjóður Mýrasýslu býður ekki einungis sömu þjónustu og sömu
kjör oa aðrar peningastofnanir í landinu, heldur nýtur þú þess að
við þekkjum okkar heimafólk, þarfir þess og aðstæður. Þess vegna
er Sparisjóður Mýrasýslu þinn sparisjóður.
SPARISJOÐUR MYRASYSLU
•er þinn sparisjóður
Góðnr lilliiinaijiir fnrir
fæfmnuninn
SERSMIÐAÐIR SKOR
VARMAHLÍFAR
ÍÞRÓTTASKÓR
HALSKRAGAR
HLAUPASKOR
BARNASKÓR
INNISKÓR
BAKBELTI
INNLEGG
SPELKUR
Sendum í póstkröfu
um allt land
SK0ST0FAN OSSUR
HVERFISGÖTU 105 • SÍMI: 91- 62 63 53
14
Skinfaxi