Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.08.1994, Blaðsíða 16
Kristján Halldórsson skrifar um úrslit í handbolta: Rigning háöi leikmönnum Handknattleikskeppnin á lands- mótinu fór fram úti við á malbiki við frekar slæmar aðstæður. Rigning var og háði það leikmönnum töluvert þar sem boltinn blotnaði og varð þungur og háll. Mikið var rætt um meðal þjálf- ara og leikmanna, að tímabært væri að fara að spila handboltann inni í fram- tíðinni, þar sem leikurinn er mjög háð- ur því að hann sé spilaður við góðar aðstæður. Urslit leikja komu engum á óvart. Gengið var að því sem vísu að lið UMSK kæmi sterkt til leiks og sú varð raunin. Liðið gekk í gegnum þetta mót án teljandi erfiðleika. UMSK vann A- riðil og Keflavík kom þar á eftir, eftir stórsigur á UÍA. í B-riðli vann HSK án teljandi erfiðleika, en þeirra lið var skipað ungum stúlkum úr liði Selfoss. Lið UMFG lenti í öðru sæti eftir sigur á HSÞ. í leikjunt um sæti vann UÍA HSÞ sannfærandi og var gleðilegt að sjá að á Austurlandi eru margar efnilegar stúlkur sem spila handbolta og væri það mjög gott fyrir greinina að þær færu að taka þátt í Islandsmótinu, því þar hafa þær fullt erindi. Baráttan um 3. sæti Leikurinn um 3. sæti stóð á milli ná- grannanna Keflavíkur og UMFG. Áhorfendur fengu að sjá spennandi leik sem lauk með sigri Keflavíkurliðs- ins 15-13. Var óneitanlega gaman að fylgjast með þessum leik og í báðum liðunum eru körfuboltaleikmenn sem eiga fullt erindi í handbolta. Leikurinn um 1. sætið stóð milli UMSK og HSK, en ungu stúlkurnar úr HSK áttu á brattann að sækja gegn reyndum leikmönnum UMSK, sem voru allar úr meistaraflokksliði Stjöm- unnar. Þrátt fyrir ójafnan leik var gam- an að sjá til leikmanna og í liði HSK voru nokkrir ungir og efnilegir leik- menn, sem gaman verður að fylgjast með í náinni framtíð. Lið UMSK spil- aði vel á mótinu og þarf mikið að koma til ef UMSK á ekki eftir að vinna handboltamót á landsmóti í náinni framtíð. Markahæstu leikmenn á mótinu voru Laufey Sigvalda, UMSK, sem skoraði 24 mörk, Björk Tómasdóttir, HSK, sem skoraði 21 mark og Brynja Hafsteinsdóttir, Keflavík, sem skoraði 20 mörk. Það er von mín að í framtíðinni fari handboltakeppnin fram innanhúss á landsmóti UMFÍ, því munurinn á gæð- um boltans er mikill eftir því við hvaða aðstæður er leikið. Sjáumst í Borgarnesi. JAROVARMI ÍSLANDS Látið SET einangrun vernda varmann Eyravegi 43 - 800 Selfossi nf|| Box 83 - Sími 98-22700 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.