Skinfaxi - 01.08.1994, Qupperneq 26
og náði þeim stigum sem dugðu Þing-
eyingum til að sigra í karlakeppninni.
Róbert Sigurðsson er nýliði eins og
aðrir liðsmenn UIA en er allgott
glímumannsefni. Hann skellti m.a.
Yngva Ragnari og var það vasklega
gert. Pétur Eyþórsson glímdi létt og
lipurt og kom vel frá glímunni þó hann
hlyti ekki vinning.
Karlar -84 kg flokkur-úrslit:
1. Arngeir Friðriksson HSÞ 7 v.
2. Olafur Sigurðsson HSK 5,5 v.
3. Kristján Yngvason HSÞ 4,5 v.
4-5. Sigurður Kjartansson IJSÞ 4 v.
4-5. Lárus Kjartansson HSK 4 v.
6. Stefán Bárðarson UV 2 v.
7. Arni Friðriksson UMSS 1 V.
8. Kjartan Kárason HSK 0 v.
Hér var Arngeir Friðriksson, hinn
knái bóndasonur úr Aðaldalnum, hinn
öruggi sigurvegari. Arngeir glímdi að
vanda af drengskap og karlmennsku og
sýndi enn hin ótrúlegu hábrögð sín, en
það er með ólíkindum hversu hátt jafn
lágvaxinn maður sveiflar stærðar
mönnum í klofbragði og lausamjöðm.
Hinn hávaxni og fjaðurmagnaði
Ólafur Sigurðsson kom næstur. Ólafur
glímdi ekki af fullum styrk vegna
meiðsla en var þó öruggur um annað
sætið. Gerði jafnglími við Kristján en
lagði aðra fyrir utan Arngeir.
Hinn gamalreyndi Kristján Yngva-
son hefur þrívegis sigrað í þessum
flokki á fyrri landsmótum og varð nú í
þriðja sæti. Hann var farinn að glíma á
landsmótum áður en flestir keppendur í
flokknum fæddust! Kristján fer varlega
í glímunni og bíður þess að andstæð-
ingurinn missi þolinmæðina og sæki of
langt. Þá er Kristján fljótur til með sitt
langa, lága klofbragð og skilar mönn-
um örugglega í gólfið.
Jafnir í næstu sætum urðu þeir Lárus
og Sigurður. Lárus er, ásamt Ólafi
Sig., talinn efnilegasti glímumaðurinn
af yngri kynslóðinni en hann er aðeins
16 ára, stór og stæltur. Honum tókst að
fella Kristján á glæsilegu klofbragði og
stóð vel fyrir sínu.
Stefán Bárðarson var eini fulltrúi
Reykjavíkur að þessu sinni og náði sér
ekki vel á strik þrátt fyrir ágæta til-
burði. Stefán er frísklegur glímumaður
en virðist skorta úrslitabrögð.
Skagfirðingar hafa verið lítt við
glímu kenndir undanfarna áratugi en
nú hafa nokkrir ungir menn á Sauðár-
Lárus Kjartansson og Arni Friðriksson eig-
ast við.
króki hafið glímuiðkun þrátt fyrir ó-
hæga aðstöðu því það væri synd að
segja að forystumenn íþróttamála bæj-
arins hafi greitt götu þeirra. Þessir
ungu menn hafa enga aðstöðu til æf-
inga og því kom þeirra maður, Arni
Friðriksson, illa æfður á mótið og lenti
neðarlega. Það var leitt því Arni er
vasklegur maður og gæti með góðum
æfingum orðið hinn liðtækasti glímu-
maður.
Kjartan Kárason er aðeins 15 ára,
ekki stórvaxinn, og hefði í raun átt að
keppa í léttasta flokki. Hann var þó
skikkaður til að keppa í milliflokknum
og átti þar ekki mikla möguleika þó
hann sé léttleikamaður og prýðilega
glímandi.
Karlar +84 kg flokkur-úrslit:
1. Jóhannes Sveinbjörnsson HSK 6 v.
2. Eyþór Pétursson HSÞ 4+1 v.
3. Benedikt Matthíasson UÍA 4+0 v.
4. Pétur Yngvason HSÞ 3,5 v.
5. Arngrímur Jónsson HSÞ 2,5 v.
6. Kolbeinn Sveinbjörnsson HSK 1 V.
7. Davfð Jóhannsson UÍA 0 v.
8. Kristinn Guðnason HSK
hætti keppni
Hér mættust ekki færri en þrír fyrr-
verandi glímukóngar og var hraustlega
tekist á, enda burðarmenn miklir í
flokknum. Jóhannes Sveinbjörnsson
sem varð að sjá á eftir Grettisbeltinu til
Hafnarfjarðar í Islandsglímunni í vor,
var nú í mun betri æfingu en þá og
sýndi það og sannaði að í góðri æfingu
skáka honurn fáir. Jóhannes sem er
manna stærstur og sterkastur, glímdi
yfirvegað og var sigur hans aldrei í
hættu.
Eyþór Pétursson, hinn lipri og fjöl-
brögðótti Þingeyingur, fékk byltu fyrir
Ingveldur Geirsdóttir og Heiða B. Tómas-
dóttir hefja úrslitaglímuna.
Pétri félaga sínum og varð að glíma
um annað sætið við Benedikt, og sigr-
aði.
Benedikt Matthíasson kom á óvart
með því að komast á milli Þingeying-
anna og ná þriðja sætinu. Benedikt er
nýliði í glímunni, stór og stæltur en
nokkuð stífur og glímir of mikið af
kröftum.
Pétur Yngvason, hinn keppnisreyndi
Þingeyingur, sem tvívegis hefur sigrað
á landsmóti, varð nú að láta sér fjórða
sætið lynda, og var hann síst ánægður
með það enda mikill keppnismaður.
Pétri kom á óvart hörkusókn Benedikts
og hlaut þá umdeilda byltu, en lagði
aftur á móti Eyþór félaga sinn. Jafng-
lími við Arngrím réði þó úrslitum um
endanlega úrkomu Péturs, sem að öðr-
um ólöstuðum er reynslumesti glímu-
maður á Islandi og hefur unnið mikið
starf til eflingar glímunni norðanlands.
Arngrímur Jónsson, sem verið hefur
að sækja sig að undanförnu, náði sér
ekki vel á strik og varð fimmti maður.
Hann glímir ágætlega en hefur til þessa
skort afgerandi brögð til úrslita.
Kolbeinn bróðir Jóhannesar er stór
og stæltur, en skortir lipurð og á-
kveðni. Hann hlaut aðeins vinning á
móti nýliðanum Davíð sem átti litla
möguleika gegn jötnunum.
Sigur Skarphéðins
Heildarstigin voru vitaskuld reiknuð
úr keppni beggja kynja og sigruðu
Skarphéðinsmenn með 56 stig. Næstir
komu Þingeyingar með 42 stig, Aust-
firðingar með 5 stig og Strandamenn
og Víkverjar hlutu sitt stigið hvor. AIl-
ir keppnisaðilar hlutu síðan 2 stig hver
fyrir þátttökuna.
26
Skinfaxi