Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1994, Page 27

Skinfaxi - 01.08.1994, Page 27
Flemming Jessen skrifar um sundkeppnina: Átta landsmótsmet Það kom í minn hlut að undurbúa og stiórna sundkeppni á landsmóti UMFI 1994. Það var ánægjulegt, en um leið mikil vinna. Sem betur fer voru allir sammála unt að gera keppn- ina sem skemmtilegasta og það tókst að mínu viti ágætlega. Vil ég þakka keppendum, þjálfurum, fararstjórum og ekki síst starfsfólki við sundmótið, fyrir samstarfið. Án samheldni og já- kvæðni þessa hóps hefði lítið orðið úr starfi mínu. Þegar bera á saman árangur frá síð- asta landsmóti og þeim fyrri verður að hafa ýmsa þætti í huga. Það sem mér gremst mest við yfirlestur úrslita frá síðasta móti 1990, er hve margir af þeim sem stóðu í verðlaunasætum á landsmótinu í Mosfellsbæ, eru ekki með nú, fjórum árum seinna. Ekki er gott að segja hver ástæðan er, en mín skðun er sú, að ekki sé staðið nægjan- lega við bakið á íþróttafólki almennt og l.d. framhaldsskólinn taki ekki til greina þegar nemendur þurfa frí vegna þjálfunar eða keppnisferða. Við eigum að gefa þeim, er stunda vilja íþróttir, möguleika á að ljúka nárni, segjum til dæmis á fimm árum. Þjálfunin er tíma- frek og það á að taka tillit til þeirra sem vilja leggja á sig þá rniklu vinnu sem henni fylgir urn leið og við gerum kröfur til þeirra um góðan árangur. Einnig ber að hafa í huga aðstöðu, veð- ur og ýmsa aðra þætti. Góður árangur Árangur sundfólksins á þessu móti var góður. Um það vitna átta lands- mótsmet, sem nánast öll féllu í hlut HSK. í ellefu greinum af tuttugu synti sigurvegarinn á betri tíma en fyrir fjór- um árum. Þá er árangur í heild mun jafnari sem segir mér að sundkeppni landsmótsins í Borgarfirði verði mjög spennandi, svo fremi sem þeir, sem nú voru með haldi áfram og gott sundfólk, sem ekki var með nú, taki sundfötin fram að nýju. Keppendur Héraðssambandsins Eðvarð Þór Eðvarðsson var bœði stigahœsti rekið samkvœmt alþjóðlegri stigartöflu. Skarphéðins komu mjög vel undirbúnir til leiks og hafði sambandið einnig fengið í sínar raðir mjög sterka ein- staklinga. Nægir að nefna margfaldan meistara, Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem stóð sig með prýði, góður sundmaður, fyrirmynd í framkomu allri og sýnir að það er hægt að ná árangri, þó svo að maður nálgist þrítugsaldurinn. Þá var einnig garnan að sjá móðurina, Hug- rúnu Ólafsdóttur, með á ný og spræka mjög. Góð samheldni einkenndi HSK- liðið og það er nokkuð sem önnur hér- aðssambönd eiga að taka sér til fyrir- myndar. Einnig er rétt að minnast á feðgana úr Njarðvík. Þar fóru skemmtilegir drengir sem settu svip sinn á mótið og sýndu um leið að það, að vera með án tillits til aldurs, er öll- um hvatning, stigin skipta ekki megin- rnáli, heldur það að vera með. Mikil uppbygging Annars má segja að árangur sant- banda eins og USVH, UMSB og UMSK hafi verið góður og eins eru sambönd sem eru að byggja upp og karlinn í sundinu og vann þar að auki besta af- nægir að nefna UÍFK (Keflavík), HHF, HSÞ og sjálfsagt fleiri. Því miður hafa önnur dalað nokkuð og er þá helst að nefna HSB, en þar var mjög líflegt starf fyrir nokkrum árum. Af 23 eða 24 héraðssamböndum sem þátt tóku í 21. landsmóti UMFÍ 1994 voru aðeins 12 með í sundi. Ljóst er að mun fleiri geta verið með. Með samvinnu grunnskóla og héraðssambanda er hægt að ná langt í þessari grein sem og öðrum. Gleyrn- um því ekki að sund er námsgrein sem lögboðin er og því stunduð allan þann tíma sem einstaklingur gengur í grunn- skólann. Maður skildi því ætla að sú kennsla skilaði sér að einhverju leyti til ungmennafélaganna ef þau halda vöku sinni. Ég hef nú í stuttu máli lýst sundinu á síðasta landsmóti og þó aðallega látið hugann reika og sett niður á blað það sem flogið hefur um í kolli mínum. Ur- slit verða birt í blaðinu en með þau og úrslit annarra landsmóta, sem birt eru í bókinni Saga Landsmóta UMFÍ 1909- 1990, geta lesendur borið saman ár- angur sundfólks á hinum ýmsu lands- mótum. Skinfaxi 27

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.