Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1994, Side 45

Skinfaxi - 01.08.1994, Side 45
HSÞ - harðir í horn: Skutust upp í 1. deild - helgina eftir líflegt héraðsmót Einar Ingi Hermannsson kastaði sleggjunni lengt á héraðsmótinu. Konráð Erlendsson sveif léttilega yfir rána í stangarstökkinu. Frjálsíþróttamenn í HSÞ una glaðir við sitt þessa dagana. Þeir gerðu góða ferð til Reykjavíkur á dögunum, þar sem þeir tóku þátt í bikarkeppni FRI. Þar náði liðið þeim langþráða árangri að vinna sig upp úr 2. deild og keppir því í l. deild að ári. Helgina fyrir bikarkeppnina hélt HSÞ héraðsmót í frjálsum íþróttum að Laugum. Fór mótið vel fram og þátt- taka var með ágætum. Samhliða hér- aðsmótinu fór fram aldursflokkamót HSÞ, svo og sérstök öldungakeppni. Kepptu öldungamir til stiga á mótinu í flestum greinum. Fjögur héraðsmet Feðgarnir Kristján og Ólafur eftir að þeir höfðu lokið við að hlaupa 99. lýðveldishlaupið. Stefán Jakobsson að koma í mark, en hann setti þrjú héraðsmet í piltaflokki. voru sett og átti Stefán Jakobsson, Ei- lífi, þrjú þeirra. Hann setti héraðsmet í 300, 400 og 1000 m hlaupum í pilta- flokki. Heiðrún Sigurðardóttir, Bjarma, setti héraðsmet í þrístökki í telpna- flokki. Völsungur sigraði stigakeppn- ina með talsverðum yfirburðum, en í 2. sætið varð Mývetningur. Kristján Yngvason og sonur hans, Olafur, notuðu tækifærið og luku sínu 99. lýðveldishlaupi um leið og þeir kepptu í 3000 m hlaupinu. Varð Kristján í 2. sæti í þeim spretti, þannig að hann steig upp á verðlauna- pall um leið og hann lauk lýðveldis- hlaupinu. Skinfaxi 45

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.