Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.08.1996, Blaðsíða 6
Iþrótta "stúfar Flautaöur af! Flauta þurfti leik Dalvíkur og Cróttu af í síðustu umferi 3. deildar karla i knattspyrnu. Gróttumenn sem féllu í 4. deild œstu sig of mikið þegar þriðja mark Dalvíkur leit dagsins Ijós og fengu fjórir þeirra rauða spjaldið í kjtilfarið. Samkvœmt reglum KSI er liði með aðeins sjö leikmenn óheimilt að klára leikinn og flautaði dómarinn því leikinn af. Dalvík stóð því uppi sem sigurvegari og leikur í2. deild að ári á meðan spjaldaglaðir Gróttumenn leika í þeirri fjórðu. Oddabikar Bikarkeppnin í handknattleik gengur ná undir nafninu Oddabikarinn þar sem prentsmiðjan Oddi verður styrktaraðili hennar. Fyrsta deildin verður áfram kölluð Nissan-deildin en Ingvar Helgason hf. er aðalstyrktaraðili hennar. Keflavík tapaði Það var hart barist um Islandsmeistara- titHinn í 3. flokki karla en þar áttust við Þórsarar frá Akureyri og Keflavik. Þórsarar hafa verið mjög sterkir í vetur og töpuðu ekki stigi. Keflvíkingar létu þá hins vegar finna vel fyrir sér en urðu að sœtta sig við 2-1 tap. Handboltakappi féll á lyfjaprófi Ungur handboltamaður féll ná nýlega á lyfjaprófi sem tekið var á frjálsíþróttamóti sem hann tók þátt í fyrir skömmu. Mikið magn amfetamíns fannst og verður leikmaðurinn frá keppni nœstu tvö árin. Stjörnustelpur meistarar Stjarnan tryggði sér titUinn meistarar meistaranna en þar léku þœr við Islandsmeistara Hauka. Liðin léku eftirminnilega úrslitarimmu sl. vetur þar sem Haukar höfðu betur en nú sýndu Stjörnustelpurnar að þœr eru bestar á landinu. Sigurður þjálfari Breiðabliks Sigurður Þórir Þorsteinsson var nýlega ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks fyrir nœstu leiktíð. Sigurður hefur verið aðstoðarmaður Vöndu sem nœsta tímabil tekur að sér önnur verkefni. UMFI-iréttir Ungmennafélaginu Aftureldingu úr Mosfellsbœ var nú nýlega spáð sigri í Nissan-deildinni í handknattleik. Lið Aftureldingar kemur mjög sterkt til leiks í vetur undir stjórn fyrrum landsliðsmarkvarðar Einars Þorvarðarsonar. Bergsveinn Bergsveinsson er enn í markinu og Bjarki Sigurðsson, Páll Þórólfsson og Sigurður Sveinsson verða án efa áberandi í vetur. Liðið krœkti sér lika i eina sterkustu skyttu landsins sem undanfarin ár hefur ekki náð sér nœgilega vel á strik með Selfyssingum. Þarna er að sjálfsögðu á ferðinni Einar Gunnar Sigurðsson en það verður gaman að sjá hvort hann komi sér í gott leikform i vetur og leiði lið Aftureldingar að titlinum. Aftureldingu spáð sigri @ BÚNAÐARBANKINN -Traustur banki Vítið sem kom Skallagrím í 1. deild UR& SKART Bankastræti 6 • Sími 551 8600 Hún var dýr vítin sem fór forgörðum hjá Þrótturum í 16. umferð þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Skallagrím. Ef Þróttarar hefðu skorað úr vitinu vœru þeir nú i 1. deild í stað Skallagríms. 6 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.