Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1996, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.08.1996, Qupperneq 25
Okkur hefur liðið mjög vel li - segir Viðar Þorkelsson fyrrum landsliðsmaður í kn Það er frekar skrítinn ferill sem Viðar Þorkelsson, fyrrum knattspyrnumaður, á að baki. Flestir muna eftir honum í bláa Frambúningnum og kannski aðrir í bláa landsliðsbúningnum. Viðar var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins þegar hann allt í einu hætti og fór til útlanda í nám. Flann sneri svo heim aftur, tók við útibússtjórastarfi Landsbankans í Neskaupstað og lék um skeið með Þrótturum í 2. deild en hefur nú lagt skóna á hilluna. En hvenær hætti hann að spila? „Ég hætti árið 1994 að spila en er frá þeim degi búinn að vera í stjórninni hjá Þrótti." Hvernig atvikaðist að þú komst hingað í Neskaupstað? „Ég fór út í nám árið 1991 og spilaði þá minn síðasta leik með Fram í 1. deildinni. Ég var í tvö ár í MBA-námi í Bandaríkjunum og kom svo beint hingað og tók við sem útibússtjóri Landsbankans. Ég fór þá að spila með Þrótturunum þrátt fyrir að hafa verið algjörlega æfingarlaus í tvö ár. Þeir voru þá í 2. deild og héldu sér uppi það ár en féllu svo árið eftir og þá hætti ég að spila." Var ekkert skrítið að flytja í svona lítið bæjarfélag eftir að hafa alist upp í Reykjavík? „Okkur hefur liðið rnjög vel öll þessi ár þrátt fyrir að þetta hafi að sjálfsögðu verið mikil viðbrigði. Það tók tíma að venjast og hérna er allt annar taktur en t.d. í Reykjavík en það eru líka mjög margir kostir við það að búa úti á landsbyggðinni - það er engin spurning." Hvernig er staðan hjá Þrótturum í dag? „Þetta er vaxandi hérna og við erum í dag með mjög þorl<elsson er i dag útibusstjóri góða þjálfara bæði í Landsbankans f Neskaupstað, yngri flokkunum og í meistaraflokki. Öll stjórnun hefur batnað mikið og liðið verður sterkara á næstu árum." Er aðstaðan góð hjá ykkur? „Það er mjög erfið aðstaða hjá okkur og aðallega vegna grasleysis. Við höfum einn keppnisvöll sem er um leið æfingasvæði fyrir nánast alla flokka. Menn eru að skoða möguleikana á að fá meira grassvæði og það má segja að það sé verið að vinna að því." • UIMFÍ Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.