Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1996, Side 26

Skinfaxi - 01.08.1996, Side 26
defldfnni leik Fyrir þremur árum sam- einuðust tvö lítil knattspyrnulið sem hétu Austri og Valur. Bæði þessi lið áttu orðið erfitt með að ná í lið og fjárhagurinn var orðinn ansi erfiður svo ákveðið var að sameinast undir nafninu KVA. KVA hefur sýnt stöðugar framfarir í 4. deildinni og í sumar gerði liðið sér lítið fyrir og sigraði í deildinni án þess að tapa einum einasta leik. Formaður knattspyrnudeildar KVA er Indriði Indriðason sem kallaður er guðfaðir KVA en við hjá Skinfaxa litum inn hjá honum og tókum eftirfarandi viðtal á leið okkar um Austfirðina. „Ég var beðinn um þetta í upphafi en síðan hefur þetta allt undið upp á sig." Af hverju voru félögin Valur og Austri sameinuð? „Ég held að aðalástæðan hafi verið sú að kostnaðurinn hafi verið að sliga bæði þessi lið og svo áttu þau bæði orðið erfitt með að ná í lið. Metnaðarleysið var orðið algjört og því kominn tími á einhverjar breytingar sem urðu svo þær að KVA var stofnað." Var ekkert erfitt að koma þessu í gegn? „Það voru auðvitað einhverjir á móti þessu eins og gengur og gerist. Stór hluti bæjarbúa hér og á Eskifirði mætti ekki á völlinn fyrst eftir sameininguna og maður heyrði nú suma kalla ofan úr brekku hvatningarorð til andstæðingsins." Eru allir orðnir sáttir í dag? „Ég held að flestir séu nú orðnir sáttir við þetta." Er ekkert erfitt að reka fótboltalið í tveimur bæjarfélögum? „Það getur stundum verið erfitt. Það þarf að skipta niður leikjum og æfingum á báða vellina en það er svo stutt hérna á milli að ég held að flestir hafi verið fljótir að venjast þessu." Hvernig standa peningamálin hjá KVA? „Þetta er allt annað mál og miklu auðveldara að reka eitt lið. Kostnaðurinn hefur samt aukist verulega hjá okkur í ár en það þýðir bara það að við verðum að ná í meiri tekjur." Er stefnan sett hærra næsta sumar? „Það er auðvitað að vinna 3. deildina."* sigraðl í 4. iess að tapa Varst þú eitthvað í fótbolta á yngri árum? „Það var nú eitthvað örlítið." Hvernig vildi það til að þú tókst að þér formennsku KVA? IiV kJ \ooo BASF HD disklingar 69,- Myndaalbúm 144 mynda 430, - 200 mynda 480, - að við höfum skólavörur í úrvali Zig Zag fyllt pennaveski 695,- Pílot Töskur 3900,- Trélitir 149,- Skólatöskur 2870, - 26 Skinfaxi UMFÍ

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.