Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Síða 16

Skinfaxi - 01.12.1996, Síða 16
Frá og með 1. febrúar verður bannað að framleiða, flytja inn eða selja fínkorna munn- og neftóbak. En hvaða efni eru þetta sem herjað hafa aðallega á íslenska unglinga og af hverju er ástæða til að banna þau. Þuríður Backman, fræðslufulltrúi Krabbameinsfélags Islands, útskýrir fyrir okkur þennan vágest sem leikið hefur lausum hala undanfarin ár hér á Islandi. Það eru rúm þrjátíu ár frá því að það fékkst staðfest að reykingar valda lungna- krabbameini. Rannsóknir á tóbaksneyslu hafa þennan tíma aðallega beinst að áhrifum tóbaksreyks á heilsu manna. í dag eru þekkt yfir 4000 efni og efnasambönd í sígarettureyk. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur malað og pakkað neftóbaki um langan tíma Þetta sem við neftóbak „gömlu karlanna” og hefur neysla þess minnkað árlega. Það má með sanni segja að eindreginna tilmæla landlæknis og fleiri aðila. Síðustu árin hefur fínmulið, lyktarblandað neftóbak (dry snuff, lyktsnus) þó verið sérpantað fyrir tóbaksverslun í Reykjavík og um skeið einnig munntqbak í grisjum (moist snuff, fugtig snus). Utsölustöðum fjölgar stöðugt og dæmi er um sölu í sjoppu menntaskóla. Á árinu 1987 var innflutningur 45 kíló en 1993 var magnið baki um langan tíma. i „gamla góða" neftóbak við öll þekkjum er með því að nota reyklaust tóbak „Snuffii þá mengar maður ekki fyrir öðrum, en það er ekki þar með sagt að viðkomandi geti verið áhyggjulaus vegna sinnar neyslu því nikótín er mjög ávanabindandi og í nef- og munntóbaki eru auk þess krabbameinsvaldandi efni. „Gamla góða neftóbakið"er það veikt að skammturinn þarf að vera stór til að hafa örvandi áhrif. Tóbakstaumar höfða ekki til ungs fólks í dag og því er lítil hætta á að það ánetjist nikótíni af þessari tóbakstegund. En öðru máli gegnir um fínkornótta neftóbakið, sem er tiltölulega nýtt á markaðnum hér á landi. Þessar nýju tegundir höfða sérstaklega til karlmanna á aldrinum frá fermingu til þrítugs. Munn- og neftóbak hefur tíðkast lengi í Noregi og Svíþjóð og kallast þar SNUS. Þar er notkunin svo algeng að yfirvöld hafa ekki treyst sér til að banna sölu á þessum tegundum, frekar en sígarettum. Þar hefur líka verið tekið strangar á reykingum á vinnustöðum en hér og margir reykingamenn því farið í reyk- laust tóbak. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins flutti inn þessar tóbakstegundir fyrir nokkrum árum en hætti því vegna er vinsœlt hjá sumu íþróttafólki, segir í greininni. 1475 kíló sem er 11% af heildarnef- tóbaksnotkun. Að bera saman neyslu þessara tveggja neftóbakstegunda eftir vigt er svipað og að meta neyslu hass og kókaíns eftir sömu aðferð. Hvers vegna er þetta fínkorna nef- tóbak og nýja munntóbak svo varasamt? I fyrsta laqi vegna þess að það höfðar til ungs fóíks og þar með nýrra nikótínista. Rannsóknir sýna að þeir sem nota reyklaust tóbak byrja frekar að reykja og öfugt. I þetta tóbak eru notaðar dökkar og sterkar tóbakstegundir. I það er blandað salti, pottosku og bragðefni. I munn- tóbakið er auk þess blandað vatni. I tóbakinu eru ýmis efni sem geta valdið krabbameini, svo sem fjölhringlaga kolvetnissambönd og nítrosamin. Þegar er farið að bera á aukinni tíðni krabba- meina í munni í þeim löndum þar sem neyslan hefur aukist mest. Spáð er faraldri munnholskrabbameina hjá bandarískum körlum eftir um 20 ár, því munntóbak er vinsælt hjá vissum hópum og sérstaklega innan ákveðinna íþrótta- grema. Sem dæmi má nefna að 25% hornaboltaleikara nota efnið í dag. Tóbakið er sterkt alkalískt efni eða lútur (ph= 8-9,5) og verkar því ætandi á slímhúðina. Slímhúðin þykknar, bólgnar og dregst saman. I fyrstu verður æðanetið áberandi, sprungur koma í slímhúðina, síðan kemur hvít skán, sem gulnar og veður brún með tímanum. Við notkun á munntóbaki dregst tannholdið frá tönnunum og þær losna eftir lengri tíma notkun. Munnvatnsframleiðsla eykst, munnvatninu þarf stöðugt að kyngja eða spýta út úr sér og er þar komin skýringin á stöðugri spýtingu sumra íþróttamanna. Ammoníaksandremma er oft sterk. Nikótínmagnið er hátt. I munntóbaksskammti sem vegur 2,5 g eru 32-61 mg nikótín. Meðalmagn nikótíns úr reyk einnar sígarettu er um 1 mg. Nikótínið sogast gegnum slímhúðina og berst með blóðrásinni um allan líkamann. Áhrif nikótíns á líkamann eru margþætt og sama í hvaða formi það er tekið. Æðar dragast saman af völdum nikótíns. Það veldur hækkuðum blóðþrýstingi og auknu álagi á hjarta og þol verður því minna. Blóðstreymi er almennt lélegra og finnst best á köldum höndum og fótum. Svimatilfinning getur einníg verið ábending. Nikótín er einn af megináhættuþáttum æðakölk- unar og þar með æðaþrengingar. Taugakerfið er næmt fyrir efninu og „nikótínkikkið" sem fólk sækist eftir er dæmi um það og eins hversu ávana- bindandi efnið er. Taugaviðbrögð verða hægari og slysahætta eykst að sama skapi. Hvernig á að bregðast við þessari nýju neyslu? Við þurfum öll fræðslu um skaðsemi þessa tóbaks og láta okkur það varða hvort unglingarnir séu að fikta með efnið. Staðbundnir neyslufaraldrar hafa komið upp, svo okkur foreldrum og uppalendum kemur það við hvort verið sé að dreifa efninu í okkar heimabyggð. Alþjóðahcilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur varað við þessari neysluþróun og hvatt aðildarríkin til að bregðast mjög hart við henni, jafnvel með því að banna allt reyklaust tóbak þar sem því verður við komið. • 16 Skiní’axi UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.