Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1996, Síða 27

Skinfaxi - 01.12.1996, Síða 27
Hvað eru margir taflmenn á borðinu? Það var heima í stofu hjá pabba sem Jón Áki Jensson tefldi sína fyrstu skák og ef hann man rétt lék hann fram kóngspeðinu eins og hann gerir yfirleitt að eigin sögn. I dag er Jón Aki einn efnilegasti taflmaður Norðlendinga og Það getur verið rosalega erfítt að halda einbeitningunni frá upphafí til enda hann gerði sér til dæmis lítið fyrir og sigraði í Akureyrarmótinu í skák í fyrra. „Það fer mikill tími í skákina en ég skipulegg tímann vel og það hefur ekki bitnað neitt á skólanum," segir Jón Áki. Hann byrjaði að tefla ellefu ára gamall og æfir hjá Skákfélagi Akureyrar einu sinni í viku og tekur þátt í mótum þar, en er eitthvað annað hægt að gera en að tefla til að verða góður skákmaður? „Það er hægt að undirbúa sig með því að lesa bækur og fara yfir skákir hjá öðrum." Fer mikill tími í æfingar? „Ég æfi með Skákfélagi Akureyrar einu sinni í viku og tek þátt í mótum hjá þeim en fyrir ungmennafélagið Æskuna keppi ég aðallega á Landsmótunum. Hvernig hefur þér gengið í skákinni? „Á seinasta ári vann ég Akureyrar- mótið og ég held að ég hafi yfirleitt bara staðið mig ágætlega." Er ekki erfitt að halda einbeitingunni í hverri einustu skák? „Það getur verið rosalega erfitt en ef maður er ekki einbeittur frá upphafi til enda verður maður aldrei góður." Nú sagðir þú að pabbi þinn hefði kveikt áhuga þinn á skákinni, en vinnur þú hann ekki alltaf í dag? „Hann var aldrei keppnismaður í skák en honum hefur alltaf fundist gaman að tefla. Pabbi kenndi mér margt af því sem ég kann í dag og það sýnir best hversu góður kennari hann er að í dag vinn ég hann yfirleitt." Ein lokaspurning, hvað eru margir taflmenn á borðinu? „Margir taflmenn á borðinu? Þrjátíu og tveir."* HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTÍG 36 PÓSTHÓLF 225 260 NJARÐVÍK SÍMI 421 5200 FAX 421 4727 UMFÍ Skinfaxi 27 WpÁjtji

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.