Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 5
Fyrsta fjölnöta íþróttahúsið reist Verið er að reisa fyrstu knattspyrnuhöllina á íslandi og var hún reist í Reykjanesbæ. Valdimar Kristófersson ræddi við formann Keflavíkur um þessa byggingu. Ef allt gengur að óskum verður fyrsta fjölnota íþróttahúsið á landinu vígt í Reykjanesbæ 18. febrúar á næsta ári. Framkvæmdir hafa gengið vel og það er jafnvel búist við að vígslan fari fram mánuði fyrr en það eru íslenskir aðalverktakar sem sjá um framkvæmdirnar sem hófust í júní í ár. Húsið er á landamörkum Njarðvíkur og Keflavíkur við Flugvallarveg og mun sjálfsagt breyta knattsþyrnulífinu mikið í bænum. Skinfaxi ræddi við Einar Haraldsson formann Keflavíkur um húsið. Hver sér um rekstur hússins? „Það er bærinn sem sér alfarið um rekstur hússins og úthlutar okkur tíma í húsinu en það eru íslenskir aðalverktakar sem eiga húsið og leigja það til Reykjanesbæjar.” Hvert er markmiðið með þessari byggingu? „Það er kannski fyrst og fremst að hlúa betur að íþróttafólki hér í bæ og stuðla að betri íþróttaiðkun. Þetta bætir aðstöðuna mikið fyrir knattsþyrnuiðkendur og aðrar íþróttagreinar sem gætu nýtt sér þá möguleika sem húsið hefur upp á að bjóða.” Húsið verður kannski fyrst og fremst markaðssetja húsið og ég held að það sé búið að leigja það til næstu þriggja ára.” Hvað fá knattspyrnuliðin Keflavík og Njarðvík marga tíma í húsinu á viku? „Ég held að Njarðvík fái 15 tíma á viku en Keflavík fær 25 tíma á viku.” íslenskir aðalverktakar eiga húsið og leigja það til Reykjanesbæjar notað fyrir knattspyrnuiðkendur tii að byrja með en hvernig verður húsið rtýtt yfir sumartímann? „Við höfum lítið með nýtingu hússins að gera. Það er bærinn sem úthlutar okkur ákveðnum tíma í húsinu en síðan er ákveðið markaðsráð í gangi sem markaðssetur húsið þannig að ég veit ekki hvort við höfum einhverja tíma í húsinu yfir sumarið en það gengur vel að Eru það eingöngu Keflavík og Njarðvík sem fá aðgang að húsinu? „Nei, alls ekki. Við fáum úthlutað samtals 40 tímum á viku þannig að það er fullt af lausum tímum sem önnur félög geta sótt um. Ég veit að Knattspyrnusamband íslands hefur óskað eftir að leigja húsið og þeir hafa t.d. sótt um húsið fyrir 88 leiki í deildarbikarnum. Þá óska þeir eftir langtímasamningi við Reykjanesbæ fyrir æfingar hjá landsliðinu. Það gefur augaleið að þetta hús verður mikil lyftistöng fyrir íþróttalífið í Reykjanesbæ.” 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.