Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 28
Gluggað í gamla Skinfaxa Konur mega líka stunda íþróttir Það hafa að sjálfsögðu orðið miklar breytingar á tímaritinu Skinfaxa þau 90 ár sem hann hefur komið út. Það kennir ýmissa grasa í efnisvalinu og hér á eftir koma nokkrar gamlar góðar greinar sem birst hafa í blaðinu á síðustu áratugum. Skinfaxi fyrir 90 árum Eftirfarandi auglýsing birtist í 2. tölublaði Skinfaxa fyrir 90 árum. Skinfaxi mánaðarblað UMFÍ kemur út í Hafnarfirði og kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi Sambands- stjórn UMFÍ. Ritstjórn Helgi Valtýsson, Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist afgreiðslu Ski- nfaxa Hafnarfirði. íþróttir og listir Þá hafa ung- mennafélögin tekið íþróttirnar með. Þau vilja efla skíðafæri, skauta- hlaup, glímur og aðra fimleika, einnig sund. Alt þetta er ágætt. íþrótt- irnar styrkja heilsuna, efla fegurðartilfinning, auka sjálfstjórn bæði til sálar og líkama. Þær gera manninn fimari og fótvissari. Og þá um leið færari til að komast úr ýmsum örðugum leikum, já bjarga sér úr hættum. Og er því sundnámið ekki síst áríðandi. Kynnu fleiri sund, þá druknuðu færri. Og sund venur á böð. En allir ættu að baða sig eða þvo allan líkama sinn einu sinni í viku að minsta kosti, annaðhvort úr köldu vatni eða hlýju, eftir því sem heilsan býður. Meira um þau seinna ... ... Kappreiðar telja margir með íþróttum. Lítið er um þær að segja nema þetta: Blessaðir hlífið hestunum þá xxx., í. Apríi SltxnSaxi Tírmirlt U. M. F. L Kitotjórl: Analstclnn Sig:mundiMion. BFNI: Jónus A. HolKnson: TIJ ínlandw ............................ J SlKurBur I»órarin*son: HJftuwtu forviift. (Mynd) .......... ÍJ StcfAn Jóntson: Iþróttlr ng coaka. (10 myndir) ............ m Ilulldór KrisljAusson; ltugvjoulr aauiviiia ............... 2-1 IluUgrímur J’óitMon: UiíUaugur. (Myiidí ................... 2H Jón Jónsson fró LjArskóKuni; SóIr«nK« niiuni .............. 32 Aöatsleínn Sifmiundsson; Heilsuvernd ..................... 34 Jón Muif uii hsmii : Árni fftftnrUuMÍ ................. 37 Slffnrftur IIcl«H»on; Heuedlkt HUiiidal. (Mynd) ........... 39 T>óró1fur SiKurftsson; Hcnedlkt Jóimaon frú AuSnum. (2 niyndlr) ............................................... 41* Aflulstciiin SlduiumlsMoa: I'jórnkrtún. (2 luyudir) ....... Ö2 Uoi'Hur ViBrÚBsoii; FMrfuKl»Iireyfinu:ln korain til iHlands . 37 Kiiii] Asuuírstioii: IlaukadulMmkólinn .................... (Kí Sluurftur Grelpsson: Mótlft 1940 ........................... 07 Duulel Adústluusson: Frú fúluiiHHtMrllnu ................... 09 Fúlaammðl ................................................. 7 U Mmkuús Jóuhsoii: HtrvneJum fiiuur h«lt ..................... 71 A. S.: Hwkur ............................................... 70 ........................................ BAMHAND UNCMTÍNNAFÉI.AOA ISI.ANDfl: SHmhnndfstJórl: Kirikur J. Klriksson, sóknarorestur. Niipl ) DýraflrBi. — Hltari: Dunlel AKÚatinusson. konnurt. StykkU- hólmf. — GjMldberi, »tnrf*raaður, nf«reið»Iunj. Sklnfaxa: Hnnn- volg PorstelnsdAttlr, AuOurstrwtl 9. siml 4507, RcykjHvfk. ekki síður en endranær! Það er Ijótt að ofreyna þá, ekki síst á sunnudögum. Hestarnir eiga rétt til hvíldardaga eins og mennirnir... ... Æskumenn! Gleymið ekki að fara vel með skepnurnar, sem við lifum á, og bætið kjör þeirra eins og þið getið. Og farið annars vægilega og drengilega með öll dýr, þó ekki sé nema mús eða padda. Drepið aldrei, nema þegar þarf, og gerið það þá svo kvalalaust, sem auðið er. íþróttir og áfengi Tvö gagnstæð hugtök er hafa svo lítið saman að sælda, sem hugsast getur. Og þó héldu menn fyrrum, að beint samband væri milli þeirra. Menn reyndu að auka íþróttaafrek með áfengi, og bæði leikfimi og skotfélagaskemtisamkomur vóru fjörgaðar með áfengi. Eg man eftir því frá íþróttasamkepni einni, sem eg tók þátt í, kappróðri, að við fengum kampavín, rétt áður en við fórum á stað; þá var haldið, að það yki kraftana og þolgæðið. Við urðum auðvitað síðastir. Það eru um 20 ár síðan. Nú veit sérhver íþróttamaður, að hann er „úr sögunni” ef hann neytir áfengis á undan samkepni, og meira að segja, ef hann neitar sér eigi algerlega um áfengi allan æfingatímann, því aðeins með því móti er líkami hans fær um að láta sitt ítrasta í té, hvort sem maðurinn er leikfimismaður eða sundmaður, glímumaður eða fjallgöngumaður. Áfengi getur aldrei framleitt afl í vöðvunum, áhrif þess verða aðeins hiti i líffærunum, aldrei dugnaður eða afl. Þegar menn geta einsog „lifnað upp” við dálítinn skamt af áfengi til augnabliks áreynslu - samsvarandi máttleysi kemur ætíð eftir á - þá verður þessa í raun og veru eigi vart, nema þegar líkaminn er þreyttur, eða maður er í þungu skapi; áfengið hvetur þá manninn til að beita sér og taka á öllu sínu allra snöggvast. En áfengi er alls eigi nauðsynlegt við þessháttar tækifæri, söngur, til dæmis hvatarhljóð, getur gert alveg sama gagn. Helgi Valtýsson

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.