Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 20
Fyrrverandi formaöur UMFÍ ***? Pálmi Gíslason Einn af fyrrverandi formönnum UMFÍ heitir Pálmi Gíslason en hann var formaður hreyfingarinnar frá árinu 1979-1993. Jóhann Ingi Árnason fékk hann í stutt spjall. Pálmi er 61 árs gamall og útibússtjóri í Landsbankanum. Eiginkona Pálma heitir Stella Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn, Gísla Pétur, Guðmund Atla og Elísa- betu Helgu - Hver voru þín fyrstu kynni af ungmennafélagshreyfingunni? „Ætli ég hafi ekki verið 13 ára þegar ég var eínn af stofnendum Ungmenna- félagsins Húna í Torfalækjarhreppi í Húnavatnssýslu. Þetta kom þannig til að allt unga fólkið í sveitinni stofnaði félag og ég held að mér sé óhætt að segja að það hafi engin verið undanskilinn í þeim efnum.” - Hver var helsti tilgangurinn með stofnun félagsins? „Fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri til að hittast. Það voru oft haldnar samkomur þar sem fólk skemmti sér á ýmsa vegu. íþróttir voru þó einnig hluti af starfinu og félagið státaði meðal annars af einum mjög góðum íþróttamanni sem var Pálmi Jónsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður. Það var keppt á héraðsmótum 17. júní sem voru geysivinsælar samkomur þar sem fólk fjölmennti úr sveitinni. Mjólkurbíllinn safnaði fólki á bílpallinn þar sem líklegustu úrslitin voru rædd.” - Fyrstu kynni þín af hreyfingunni hljóta að hafa verið góð þar sem þú ert í dag, 48 árum seinna, enn að starfa fyrir hreyfinguna. „Já, ég hef alltaf verið félagi í einhverju ungmennafélagi og haft mikla ánægju af öllum þessum árum innan hreyfingarinnar. Ég hef gegnt hinum ýmsu störfum hjá hreyfingunni og þá bæði hjá félögum innan samtakanna og svo hjá UMFÍ. Ég sat til dæmis í varastjórn UMFÍ í fjögur ár á árunum 1969-1973 en hætti þá og settist í framkvæmdastjórn Landsamtaka íslenskra samvinnustarfsmanna og var þar í sex ár. Arið 1979 kom ég svo aftur inn í stjórn UMFÍ og þá sem formaður samtakanna.” - Þú hefur sagt skilið við formennskuna en starfar samt enn fyrir samtökin? „Já, ég sit í nokkrum nefndum á vegum UMFÍ. Ég hef mjög gaman af þessu starfi og hef oft sagt að á meðan hreyfingin vill nota mig er ég reiðubúinn til að starfa fyrir hana. Ég verð ekkert fúll þegar mín verður ekki lengur þörf. Ég lít á þetta sem skemmtilegt félagsstarf sem hefur gefið mér ákaflega eftirminnilegar og góðar stundir.” - Af hverju telur þú að fólk vilji starfa í samtökum eins og Ungmennafélagi íslands? „Það er félagsskapurinn númer eitt. Ungmennafélagshreyfingin býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf. Það skiptir ekki máli hvort fólk hefur áhuga á íþróttum, umhverfismálum, félagsmálum, leiklist eða einhverju öðru. Það er svo margt sem ungmennafélögin út um allt land eru að gera og þess vegna er svo auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi.” Ég held nú að Landsmótin séu eftirminnilegust þegar ég lít til baka

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.