Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 9
r Ibókinni Ræktu lýðs og lands sem kom út í tilefni 75 ára afmælis UMFÍ tók fyrrum ritstjóri Skinfaxa, Gunnar Kristjánsson, saman góða grein um sögu Skinfaxa. Við gluggum hér aðeins í það helsta úr þessari skemmtilegu bók. Blaðamáli hreyft Það var þegar á stofnþingi samtakanna 1907 sem „blaðamáli" var hreyft. Sambandsstjórn ásamt „þriggja manna nefnd var falið að athuga hvort sambandið myndi vera fært um að svo stöddu að gefa út Ungmennablað, félagsskapnum til styrktar, og ef svo væri, annast framkvæmda þessa máls.“ í þessa nefnd voru kosnir Helgi Valtýsson, Jón Helgason og Þórhallur Bjarnason. Ekki verður úr útgáfu fyrsta árið í sögu samtakanna. Á þeim tíma nægir ekki eitt ár til þess að hrinda jafn viðamiklu máli í framkvæmd. Annað sambandsþing UMFÍ sem fram fer bæði á Akureyri og Reykjavík árið 1908 tekur málið upp á ný. Þar nyrðra var kosin 5 manna nefnd: Helgi Valtýsson, Erlingur Friðjónsson, Þórhallur Bjarnason, Jóhannes Jósefsson og Árni Jóhannsson en Reykjavíkurþingið sem hafði sitt hvað við gjörðir Akureyrarþingsins að athuga, samþykkti aðeins þrjá þá fyrst töldu en í stað þeirra tveggja síðast töldu kaus Reykjarvíkurþingið Þorkel Klements og Karl Sveinsson. Hvort þá þegar hefur verið kominn skriður á málið er ekki vitað en víst er að rúmu ári síðar í október 1909 kemur 1. tölublað Skinfaxa út. „Skinfaxi heitir hann, og sól og sumaryl vill hann breiða yfir land allt. Bera kveðju milli ungmennafélaganna. Og færa þeim fréttir af starfi voru víðsvegar um land.“ Þannig ritar Helgi Valtýsson, þá kennari við Flensborgarskólann í Hafnarfirði, inngangsorð að þessu 1. tbl. Hann ásamt Guðmundi Hjaltasyni mynda ritstjórn blaðsins en meginþungi útgáfunnar hefur hvílt á herðum Helga sem einnig var Sambandsstjóri UMFÍ en Guðmundur Hjaltason var mikið í fyrirlestrarferðum um landið. Hann ritar þó greinarbálk í hvert tölublað fyrsta árgangs er hann nefnir „ætlunarverk ungmennafélaganna." Upphafið Skinfaxi kemur út mánaðarlega 8 blaðsíður í senn og það er prentsmiðja Hafnarfjarðar sem sér um prentunina í fyrstu, og árgangurinn kostar 1 krónu. Ætlunin var að annar árgangur hæfist í október 1910 en ýmsar tafir, m.a. vegna ferðalags hjá prentaranum og veikinda hjá fjölskyldu Helga, urðu þess valdandi að 2. árgangur hefst við ársbyrjun 1911. Með níunda tölublaði annars árgangs kveður Helgi Valtýsson en við ritstjórn tekur Jónas Jónasson frá Hriflu. Með Jónasi starfar ritnefnd skipuð Ágústi Jósefssyni, Guðbrandi Magnússyni og Tryggva Þórhallssyni. í inngangsorðum sínum að tíunda tölublaði skrifar Jónas um Skinfaxa: „Hann er tunga okkar og boðberi. Hann flytur út um dali og allar strendur, það sem við hugsum og áformum sjálfum okkur og þjóðinni til gagns og heilla." í þessu sama blaði þakkar Guðbrandur Magnússon nýorðinn sambandsstjóri Helga Valtýssyni störf hans og segir m.a.: „Skinfaxi væri líklega ekki til, ef Helga hefði ekki notið við, og allt sem hann hefur fyrir hann unnið, hefur hann gert endurgjaldslaust." í lok annars árgangs 1911 skrifar Jónas. „Með þessum árgangi er öðrum árgangi Skinfaxa lokið. Hann er enn lítill, á tæpa 600 kaupendur, en ef við hjálpumst öll að, ungmennafélagar, þá ætti hann að geta tekið bráðum þroska, stækkað, fjölgað tölublöðum og um leið betur náð tilgangi sínum, - tilgangi Ungmennafélaganna. Næsta ár hugsar Skinfaxi sér að reyna að fylgja áætlun, ná í allar póstferðir. Útvegið sem flesta nýja og áreiðanlega kaupendur og sendið afgreiðslumanni." Björn Þórhallsson sá þá um afgreiðslu Skinfaxa og prentun hans, var flutt í Félagsprent- smiðjuna í Reykjavík. Fyrstu myndirnar í Skinfaxa Frá og með fyrsta tölublaði fimmta árgangs 1914 er aukin áhersla lögð á myndefnið í Skinfaxa. Við það tækifæri ritar Guðbrandur Magnússon. „Sá veldur miklu sem upphafinu veldur, segir máltækið, og er það jafnsanna hvort heldur er um gott eða illt. Þess vegna þykir Skinfaxa það við eiga er hann tekur nú að flytja myndir, að skipa í öndvegið upphafsmönnum Ungmennafélaganna, en það eru þeir Jóhannes Jósefsson og Þórhallur Bjarnason." Reyndar hafði ein mynd birsti í 10. tölublaði 1. árgangs. Myndefni verður þó áfram af skornum skammti eða allt fram til ársins 1930 en upp úr því verða myndir mun algengari í Skinfaxa. Það er fleira sem breytist með þessum fimmta árgangi. Blaðið stækkað í 16 blaðsíður og er aftasta blaðið tekið undir auglýsingar. Um þessar auglýsingar segir: „í ráði var að hafa kápu með auglýsingum á blaðinu en það virðist vafasamt gróðafyrirtæki, því illkleift er að fá auglýsingar. En til vonar og vara fjár- hagsins vegna er ráðist í að hafa aftasta blaðið auglýsingar. Sjálfir þurftum við að auglýsa og verður þess að leita þar.“ Þetta aftasta blað var ekki tölusett og til þess ætlast að bókbindarar skæru það frá er bundið væri inn. Stórtækt útbreiðsluáform Sambandsþing UMFÍ hið sjöunda í röðinni sem haldið var í Reykjavík í júní mánuði árið 1924 var hið starfsamasta og margar veigamiklar ákvarðanir teknar. Þar á meðal var samþykkt þingsályktun varðandi Skinfaxa sem var á þann veg, að hverju félagi innan UMFÍ yrði gert að skyldu að kaupa jafnmörg eintök af Skinfaxa og félagar þess 16 ára og eldri voru í upphafi árs. Þá var í reglugerð fyrir Skinfaxa breytt klausunni að Skinfaxi væri mánaðrrit. Þar skyldi standa. „Skinfaxi skal vera ársfjórðungsrit og arkatala á ári sú sama og verið hefur síðustu ár.“ Samþykktir þessar skyldu koma til framkvæmda frá og með árinu 1925. Árið 1925 rennur upp og í fyrsta tölublaði þessa árgangs er svohljóðandi tilkynning: Fyrstu ritstjóri Skinfaxa, Helgi Vaitýsson „Til formanna ungmennafélaga“ „Samkvæmt samþykkt síðasta sambandsþings UMFÍ, ber afgreiðslu Skinfaxa að senda ungmennafélögum jafn mörg eintök af ritinu, og félagar hvers ungmennafélags, innan UMFÍ eru margir. Ákvæði þessu er nú fullnægt í fyrsta sinn, með sendingu heftis þess, sem hér birtist. Formanni hvers félags er sendur eintakafjöldi sá er félagi hans ber að veita móttöku, verður aðferð þessi framvegis notuð. Sambandsstjórn UMFÍ treystir því, að allir ungmennafélagsformenn sjái um að félagar fái ritið með góðum skilum, og svo fljótt sem auðið er. Ennfremur er þeim treyst til að útbreiða ritið meðal utanfélagsmanna. Ekki hefur Skinfaxi neina aðra útsölumenn en ungmennafélög í þeim héruðum, sem sambandsfélögin starfa. Árgangurinn af Skinfaxa kostar kr. 1.50 til félagsmanna, en kr. 3.00 til utanfélagsmanna. Ritið kemur út fjórum sinnum á ári. Ritstjórn og afgreiðsla er í Bergstaðarstræti 51. Skrifið þangað, ef þið fáið ekki ritið með skilum. Sími 1417 pósthólf 516.“ Þegar þessi samþykkt kemur til framkvæmda eru ungmennafélagar innan UMFÍ 3000. Skinfaxi er því prentaður í stærra upplagi en nokkru sinni áður árið 1925. Jafnframt því er brot hans minnkað í „Eimreiðabrot". Árið 1927 þegar þetta fyrirkomulag hefur varað í liðlega tvö ár skrifar Gunnlaugur Björnsson ritstjóri um reynsluna af því og þær vonir sem voru við það bundnar. Telur hann að þær hafi „ræst sæmilega vel.“ Helst eru það innheimtu- 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.