Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 32
Hvað er svo til ráða Hvað sem stjórnmálablöðin segja um viðhorfið í landhelgismálum, flokkar leggist svo lágt að freista þess að fegra sig og gera aðra flokka tortryggilega, mundi óhætt að fullyrða, að engum íslenskum stjórnmálamanni detti í hug að þrengja landhelgina frá því, sem hún hefur nú verið ákveðin. En mundi ekki hugsanlegt, að íslendingar gætu fengið liðstyrk voldugra þjóða til að ná lokatakmarkinu tiltölulega fljótt? Höfuðveldi heims eru nú - eins og allir vita - Rússland og Bandaríkin. Rússar hafa fyrir mörgum árum ákveðið tólf mílna landhelgi fram með öllum ströndum síns mikla veldis, og hafa í samræmi við það viðurkennt tólf mílna fiskveiðilandhelgi íslendinga. Hins vegar hafa Bandaríkin ekki fært út sína landhelgi og eru andstæð því, að tólf mílna fiskveiðilögsaga verði viðurkennd almennt.... ... Og hvað sem öðru líður: Þeir, sem ungir eru, verða að gera þá kröfu til forystumanna íslendinga, að þeir alltaf og alls staðar haldi fram rétti þjóðarinnatil alls landgrunnsins, því að þar halda þeir fram rétti hennar til sjálfs lífsins Guðmundur Gíslason Hagalín Skinfaxi fyrir 30 árum PR - nýtt hugtak! Á síðari árum hafa komið fram í heiminum ýmis ný hugtök. Eitt þeirra er „PR” sem farið hefur sem eldur um sinu um heim allan og valdið miklum straumhvörfum á mörgum sviðum og breyttum hugsunarhætti og viðhorfi manna. „PR”, skammstöfun á ensku orðunum Public Relations, er notað um hverskonar kynningarstarfsemi á hlutum eða viðhorfum, ýmist innan takmarkaðs hóps manna eða út á við til alls almennings. Starfsemi þessi byggist á auglýsingum og útskýringum jafnt á rituðu máli sem töluðu, bókum, bæklingum og blaðagreinum, útvarps- og sjónvarps- erindum, kvikmyndum og auglýsingamyndum í sjón- varpi sem og kvik- myndahúsum og getur ef öfluglega er starfað nálgast að geta kallast áróður. íþróttastarfsemi er full þörf mikillar og vinsamlegrar kynningar, bæði út á við sem innan eigin áhrifahóps. Því miður er því of oft svo farið, að mönnum er ekki gefið að geta kynnt starfsemi sína eða eru hræddir um, að ef þeir gerðu það, þá yrðu þeir ásakaðir fyrir að vera að trana sér fram. Áhrifamesta kynning íþrótta er auðvitað sú sem blöðin, hljóðvarp og sjónvarp flytja.En þar sem aðalhlutverk þeirra er að flytja fréttir, þá verður útkoman oftast sú, að mest er sagt og ritað um mót og keppnir en starfsemin sem liggur að baki, er ekki talin frásagnarverð, þar sem hún er svo sjálfsögð. En án hennar færu engin mót eða keppni fram og þá yrði ekkert um að rita. Því miður fyrir íþróttahreyfinguna vill kynning þeirra oft verða neikvæð fremur en jákvæð, þar sem þeim, sem um málin fjalla, hættir til að draga fram óhöpp eða misgjörð eins einstaklings í leik eða keppni, og gera það að aðalfréttinni en geta lítið sem ekkert um annað, sem fram fer eða fyrir kom, þar sem það gat ekki fallið undir heitið frétt, helzt rosafrétt... ... Með breyttum þjóðháttum hafa mörg ný vandamál skapast. Sumt hefur tekist að leysa en öðru virðist vera erfitt að útrýma enda þótt lausn vandans sé fyrir hendi og afar einföld. Lífeðlisfræðingar ýmissa landa hafa á síðustu árum veitt athygli sífellt örari aldursbreytingum manna. Einkenni sem áður komu ekki oft í Ijós eða þá seint á æfinni, koma nú fram fyrr og eru miklu mun algengari. Eftir langar rannsóknir og flóknar og miklar umhugsanir hafa margir þeirra getað gert heyrinkunna þá skoðun sína, að margar af aldursbreytingum mannslíkamans stafi að mestu leyti af hreyfingarleysi og vegna þess að taugakerfi líkamans starfi ekki nógu vel. Hreyfingarleysið eigi svo rót sína að rekja til velferðarríkis nútímans, með sínum auknu vélakosti og viðeigandi breytingum á vinnu og vinnuaaðferðum fólks ... ... En því er nú ver að á því sviði er erfitt um vik. Fólk velferðarríkisins virðist því miður meta allt til fjár nú til dag, og það græðir ekkert áþreifanlegt með því að leggja þessa hreyfingu á sig, nema ef til vill nokkurra ára lengra líf, ár sem eru þó langt inni í ókominni tíð, að flestra áliti. Þeir öðlast líka vellíðan stundarinnar og þá gleðikennd sem hún veitir, og allir þeir, sem aldrei hafa upplifað, geta ekki (myndað sér að til sé, og sækjast þar af leiðandi ekki eftir... ...Hvað getum við gert til úrbóta? ... Við eigum að sameinast um að skapa fólkinu möguleika til að „motionera”. Skapa því tækifæri til að safnast á íþróttavöll, við sundlaug, íþróttahús eða jafnvel búningsherbergi gufubaðstofu til hollustusamlegrar hreyfingar og endurnærandi baðs á eftir. Þarna gæti fólkið safnast í minni eða stærri hópa, eiginlega hvenær sem væri eftir því hvernig tíma þau hefðu til þess. Sumir hefja starf síðar en aðrir og gætu byrjað daginn með því að „motionera”.Frúrnar gætu notað miðjan daginn, þegar þær hefðu minnst að gera, en aðrir gætu komið eftir vinnu o.s.frv. ... Þessi starfsemi yrði góð kynning á íþróttunum, starfi félagsins og skref í áttina að takmarki okkar, sem er og verður: íþróttir fyrir alla. Guðmundur Þórarinsson fíehband \ / Rehband Hitahlífar Rehband hitahlífar íyfir 30 mismunandi gerÖum fyrir flesta liði og vöðva líkamans. lífxSWÐ AlhliÖa stoötækjasmíöi Trönuhraun 8 • Hafnarf • Sími 565 2885 Söluaðilar; Lyfja - Frísport - Útilíf

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.