Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 26
Hörður S. Oskarsson var á sínu
síðasta þingi sem starfsmaður
UMFI. Hann hættir störfum í
þjónustumiðstöðinni um
áramótin
*
v
I
41. sambandsþing
Ungmennafélags Islands
Það var á Tálknafirði sem 41. sambandsþing UMFÍ var haldið í lok október
mánaðar. Jóhann Ingi Árnason var á staðnum og fylgdist með umræðunum þar
Þórir Jónsson fomaður UMFÍ setti þingið og
starfsmenn þingsins voru kosnir:
Þingforsetar: Jónas Þór Jóhannsson og
Sigurður Viggósson.
Ritarar: Þröstur Guðnason HSK, Helga
Jónsdóttir HHF, Helga Einarsdóttir UMSK,
Ásdís Helga Bjarnadóttir UMSB, Steinn
Jóhann Jónsson HSÞ og Garðar Svansson
HSH.
Kjörbréfanefnd: Árni Þorgilsson HSK,
Jósavin Arason UMSE, Ester Jónsdóttir
UMSK.
Kjörnefnd: Engilbert Olgeirsson HSK,
Hildur Aðalsteinsdóttir UMSE, Björn
Ármann Ólafsson ÚÍA, Svanur Gestsson
UMSK og Ásdís Helga Bjarnadóttir UMSB.
Eins og vera ber voru mörg mál til umræðu
á þingi Ungmennafélags íslands og ekki við
hæfi að fara yfir þau hér. Helstu málefni
þingsins voru hins vegar þessi:
41. sambandsþing UMFÍ haldið á
Tálknafirði 16.-17. október 1999 ...
Kristján og Björn stjórnarmenn UMFÍ.
... beinir því til stjórnar UMFÍ að skipuð
verði þriggja manna ritnefnd fyrir
heimasíðu UMFÍ. Hlutverk nefndarinnar
verði að hafa yfirumsjón og ábyrgð á efni
heimasíðu UMFÍ, og miðist við að nýta
fjölþætta möguleika heimasíðunnar sem
lifandi miðils innan hreyfingarinnar og
útávið í samfélaginu.
... felur stjórn að efna til samkeppni um
merki Landsmóta UMFÍ. Niðurstaða liggi
fyrir í síðasta lagi árið 2001.
Greinargerð við 19. tillögu: Efnt verður til
opinnar samkeppni um gerð
landsmótsmerkis. í dómnefnd sitji þrír
fagaðilar auk tveggja fulltrúa sem stjórn
UMFÍ tilnefndir.
... felur stjórn UMFÍ að hefja strax á næsta
ári viðræður við fulltrúa ríkisvaldsins um
aukið framlag til UMFÍ. Stefna skal sett á
60 milljónir króna frá og með árinu 2001.
40 milljónum af þeirri upphæð skal deilt á
héraðssamböndin, til barna og
unglingastarfs.
... mótmælir sölu og neyslu áfengis í
tengslum við íþróttaviðburði og minnir á
stefnuyfirlýsingu ungmennafélags-
hreyfingarinnar um forvarnir. Ennfremur vill
þingið hvetja aðildarfélaga sína til að hafa
uppi öflugar forvarnir gegn tóbaksnotkun.
samþykkir að hafna erindi
íþróttabandalags Reykjavíkur um aðild að
UMFÍ.