Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 12
Eg er m ungmen Nafnið þekkja allir, hann heitir Finnur Ingólfsson og er iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hann er 45 ára, giftur Kristínu Vigfúsdóttur og saman eiga þau þrjú börn. Áður en Finnur settist á þing starfaði hann mikið innan ungmennafélags- hreyfingarinnar og sat meðal annars um tíma í stjórn UMFÍ. Jóhann Ingi Árnason settist niður með Finni og fékk hann til að rifja upp gömlu góðu árin hjá UMFÍ - Hvernig byrjaði Finnur í pólitíkinni? „Það má segja að ég hafi fyrst tekið þátt í pólitík í háskólanum þar sem ég stofnaði ásamt fleirum félag umbótasinnaðra stúdenta við háskólann árið 1980. Það átti að vera ákveðið mótstöðuafl gegn þeim pólitísku öflum sem fyrir voru og var nokkurs konar miðjuafl. Við gerðum okkur vonir um að ná einum manni kjörnum í stúdentaráð en það endaði með því að við fengum hreint frábæra kosningu og urðum fjögur. í framhaldi af því var ég kosinn formaður stúdentaráðs og það má segja að það hafi verið mín fyrstu pólitísku afskipti. Árið 1982 verð ég síðan formaður sambands ungra Framsóknarmanna, 1983 bauðst mér starf sem aðstoðarmaður Hall- dórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, sem ég sinnti með náminu þar sem ég útskrifaðist ekki fyrr en árið 1984. Ég var aðstoðarmaður hans til ársins 1987 en þá varð ég aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingarmálaráðherra sem á þeim tíma var Guðmundur Bjarnason.“ - Þú ert svo í framhaldi af því kosinn á þing? Árið 1991 sest ég fyrst á þing og sit í stjórnarandstöðu til ársins 1995. Árið 1995 mynda svo Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkurinn ríkisstjórn þar sem ég verð iðnaðar- og við- skiptaráðherra. Það má segja að þetta sé í sem stystu máli minn pólitíski ferill fram á þennan dag.“ - Ef við snúum okkur þá að ungmennafélags- hreyfingunni. Hver eru þín fyrstu kynni af henni? „Ég var nú talsvert í íþróttum í gamla daga. Það var þannig að ég var í Skógarskóla og þar var kennari sem hét Haukur Sveinsson og er gamall KR-ingur. Hann var mikill íþróttamaður og meðal annars íslands- meistari í 800 og 1500 metra hlaupum á sínum tíma. Ég fór að æfa með honum og það má eiginlega segja að hann hafi dregið mig með sér í þetta. Ég æfði með honum einn vetur og æfði og keppti því fyrst um sinn fyrir KR. Mér líkaði nú ekkert allt of vel að vera í Reykjavík á þeim tíma og fannst ég ekki hafa nógu mikið að gera. En á þessum sama tima var ég þátttakandi í því að endurreisa ungmennafélögin í Skafta- fellssýslu. Þetta er að eiga sér stað um sumarið 1970 og strax þá um haustið er haldið fyrsta héraðsmótið. Þá þurfti ég að keppa fyrst sem gestur þar sem ég hafði keppt fyrir KR og mér fannst það nú heldur miður en ég var með og gekk ágætlega. 12

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.