Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 34
kannski Manchester United. Það var hins vegar enginn og ég var hálfgerður strandaglópur. En svo bjargaðist þetta nú og í heildina séð var þetta mjög skemmtilegur og fróðlegur tími”. Það er Breiðabliksmaðurinn Arnar Grétarsson, einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins, aðeins 17 ára sem er að segja frá komu sinni til eins frægasta knattspyrnuliðs heims, Manchester United. Þessi heimsókn varð að veruleika í kjölfar heimsóknar Bobby Charltons hingað til lands seint í vetur. „Ég var þarna í sex daga, kom á mánudegi og var til sunnudags. Ég fór strax á þriðjudagsmorgun á æfingu með aðalliðinu en síðan var æft aftur síðdegis, þá með varaliðinu. Þannig gekk þetta út vikuna fram að helginni. Þá var farið á leik á Old Trafford”. „Og hvernig tóku nú stórstjörnurnar sem við þekkjum úr sjónvarpinu á móti þér; Mark Hughes, Norman Whiteside, Bryan Robson og Viv Anderson?” „Það var tekið mjög vel á móti mér af öllum. Ég ræddi lengi við framkvæmdastjórann, Alex Ferguson,, á mínum fyrsta degi í Manchester. Mér fannst strax eins og ég væri einn úr hópnum. Það er afskaplega afslappað og þægilegt andrúmsloft í liðinu, hvort sem um er að ræða stórkallana eða ungu strákana. Þetta eru allt mjög skemmtilegir menn með skopskynið í lagi. Það var kannski helst Mark Hughes sem blandaði lítið geði við menn. En mér sýndist að það hafi alveg eins getað verið feimni frekar en einhver hroki. Hann virtist dálítið lokaður. Hann hló með að góðum bröndurum en hafði sig annars mjög lítið í frammi. Ég hafði mest samskipti við varnarmanninn Steve Bruce. Við lentum svo til alltaf saman í liði á æfingum og hann er mjög opinn og rosalega hress Og mjög hvetjandi líka. Það var reyndar einkennandi á þessum æfingum hjá aðalliðinu. Ef einhver gerði góðan hlut fékk hann að heyra það rækilega. Svo var auðvitað gert grimmt grín ef einhver klikkaði, t.d. sólaði í gegnum klofið. Það var góður hópandi og léttleiki”. „Og hvað sögðu þeir nú við þig þegar þú fórst heim?” „Þeir sögðust vera tilbúnir að taka við mér aftur á öðrum tíma keppnistímabilsins, á æfingatímabilinu. En ef þú átt við samning þá verður hann ekki fyrr en ég er orðinn A-landsliðsmaður”, svarar Arnar með tvíræðu brosi. SKINFAXI Einn.efn!legastMþróttama&ur sem komiö hefur fram á islandi í viötali Skinfaxi fyrir 20 árum 27 milljónir til UMFÍ Fjárlög yfirstandandi árs voru samþykkt nokkrum dögum fyrir jól eins og flesta rekur eflaust minni til. í þessum fjárlögum er gert ráð fyrir 27 milljóna króna framlagi ríkissjóðs til UMFÍ sem er 50% hækkun frá framlagi síðasta árs en það má teljast allgóð málalyktan á tímum aðhalds og niðurskurðar. Ef reiknað er með 38% verðbólgu á árinu 1978 hefur raunhækkun framlagsins orðið 12%. Líklegt er þó að raunhækkunin sé nokkuð lægri. í þessari hækkun felst enn frekari viðurkenning ráðamanna á gildi þess starfs sem fram fer á vegum ungmenn- afélagshreyfingarinnar í landinu. Væri óskandi að það viðhorf sé ríkjandi um land allt hjá sveitarstjórnum þannig að ungmennafélög um land allt megi vænta álíka úrbóta er þau leita til þeirra eftir fjárstyrk. Hið aukna framlag ríkisins mun án efa auðvelda UMFÍ að bæta þjónustu sína við félagsmenn hreyfingarinnar og vonandi jafnframt að bæta að einhverju leyti upp þær vanrækslusyndir liðinna ára sem sprottið hafa af langvarandi fjárskorti en ekki þarf þó að búast við því að einhverju Grettistaki verði lyft með þessum tólf prósentum, því fer fjarri. Hvað sem því líður ber að þakka hvern þann viðurkenningarvott sem félagsskapnum er sýndur, því meðan hann er fyrir hendi er óþarfi að örvænta. GK Skinfaxi fyrir 10 árum Arnar hjá Manchester United „Þetta byrjaði kannski ekki vel. Það gleymdist nefnilega að sækja mig á flugvöllinn í Manchester. Ég bjóst við að sjá mann haldandi á spjaldi með nafni eða Skinfaxi 80. árgangur 1989 4. tbl, kr. 300

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.