Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 22
Fyrrverandi formaöur UMFÍ
Hafsteinn Þorvaldsson
Hafsteinn Þorvaldsson tók við formennsku UMFÍ á erfiðum tímum en
honum tókst ásamt fleirum að rífa hreyfinguna upp úr lægð. Jóhann Ingi
tók stutt viðtal við Hafstein á dögunum.
Hafsteinn Þorvaldsson er 68 ára
gamall og giftur Ragnhildi Yngvars-
dóttur. Hafsteinn og Ragnhildur eiga
fimm börn, Þorvald, Ragnheiöi Ingu,
Þráinn, Aðalbjörgu og Véstein. Haf-
steinn varð formaður UMFÍ árið 1969 og
allt til ársins 1979. En hver voru hans
fyrstu kynni af ungmennafélagshreyf-
ingunni?
„Ég var 15 ára þegar ég gekk í
Ungmennafélag Biskupstungna en ég var
svo aðeins 19 ára þegar ég var orðinn
formaður Vöku í hreppnum hérna. Árið
1965 kom ég svo inn í stjórn UMFÍ eftir
Landsmótið á Laugarvatni, þar sat ég fyrst
sem ritari eða allt til ársins 1969 en þá var
ég kosinn formaður hreyfingarinnar."
- Finnst þér hreyfingin hafa breyst
mikið frá því þú fórst fyrst að starfa?
„Það hafa orðið alveg geysilega miklar
breytingar á þeim tíma. Það var mikil
hreyfing í kringum þetta frá því að við
Sigurður Geirdal tókum við. Þegar ég kom
í stjórnina var hreyfingin til dæmis bara í
einu litlu herbergi uppi í Hjarðarhaga með
tímariti sem hét Dýraverndarinn. Svo smá
jókst starfsemin og keypt var heil hæð í
Mjölnisholtinu sem var mikið skref fram á
við á þeim tíma.“
- Maður heyrir oft að þú og Sigurður
Geirdal hafið rifið hreyfinguna upp úr
mikilli lægð?
„Já, það lifnaði mikið yfir þessu á þeim
tíma. Við lögðum okkur mikið fram í erind-
rekstur og ferðalög og fluttum bestu frétt-
irnar frá öllum til hinna ef það má orða það
þannig. Það var til dæmis bara einn fram-
kvæmdastjóri hjá félögunum þegar við
tókum við en við gerðum heilmikið í því að
fá sveitarfélögin til að kosta starfsmann hjá
héraðssamböndunum. Það gekk alveg
mjög vel.“
- Nú er talað um það að íþróttirnar
séu alltaf af verða stærri hluti af
starfsemi UMFÍ - hvernig finnst þeir
hreyfingunni hafa tekist að blanda
saman ólíkum málefnum eins og til
dæmis umhverfismálum, leiklist og
félagsmálum?
„Það hafa auðvitað komið félög eins og
skógræktarfélagið sem kannski hafa tekið
einhvern hluta af okkur en svona yfir höfuð
finnst mér félögin hafa sinnt þessum
málum vel.“
- En hver eru eftirminnilegust mál-
efnin frá þinni stjórnarsetu?
„Ég held nú að húsnæðiskaupin og
ráðning fyrsta framkvæmdastjórans standi
upp úr hjá mér. Ég vil líka nefna það að
þegar ég tók við var Skinfaxi nánast dauður
og hafði ekki komið út í tvö ár. Eysteinn
bróðir minn tók við Skinfaxa og gaf út tvo
árganga svo að það slitnaði ekki alveg í
sundur og það var alveg geysilega mikill
styrkur fyrir hreyfinguna að rífa blaðið upp
úr þeirri deyfð sem það var í.“