Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 15
sér inn í neinar pólitískar deilur. Ungmennafélagshreyfingin hefur sýnt það mjög vel í umhverfsverkefnum sínum hvernig nýta má fólkið til að ná árangri í hreinsunum til dæmis á ströndum landsins. I þriðja lagi vil ég nefna ungmennaskiptin þar sem mér finnst hreyfingin vera alveg á réttu róli. Alþjóðavæðingin er sífellt að færast yfir okkur, ekki bara á atvinnusviðinu heldur almennt. Ef við ætlum að standast samkeppni og samanburð við aðrar þjóðir verðum við að taka þátt í þessari alþjóðavæðingu og það að vekja athygli á Islandi erlendis eða að fá útlendinga til að koma til landsins er mjög mikilvægur þáttur í þessari alþjóðavæðingu. Hver hefði trúað því fyrir svona þrjátíu árum síðan að ungmennafélagshreyfingin yrði í farabroddi í þeim efnum eins og raun ber vitni í dag. Og það er þarna sem það sést kannski best hversu vel ungmennafélagshreyfing- unni hefur tekist að aðlagast breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu." - En hvert finnst þér vera hið uppeldislega gildi hreyfingarinnar? „Fyrst og fremst er ungmenna- félagshreyfingin mannræktarhreyfing. Ræktun lýðs og lands er kjörorð UMFÍ og þrátt fyrir mikilvægi þess sterka og góða gildis þá verða þau einnig almennt að vera til staðar í uppeldi einstaklingsins. Það er að segja, foreldrar verða að ala börnin sín þannig upp, skólarnir verða að skila sínu, félagsstarfið sem einstaklingurinn er í verður að leggja sitt af mörkum. Þó að uppeldislegt gildi hreyfingarinnar sé mikilvægt þá er bara svo margt annað sem kemur til með að móta hvern og einn einstakling og erfitt að stjórna því öllu.“ - Nú eru Lands- mótin stærsti einstaki viðburðurinn í starfi UMFÍ, hefur þú fylgst vel með þeim í gegn- um tíðina? „Eins og ég kom inn á áðan þá hef ég keppt á Landsmóti og ég hef líka fylgst vel með fram- kvæmd þeirra í gegnum árin. Ég hef ekki misst af einu einasta Landsmóti síðan í tæp þrjátíu ár. Ég held að það sé mjög mikilvægt að viðhalda þeim en ég geri mér kannski ekki alveg nógu góða grein fyrir því hvaða áhrif þau hafa á starfið. Hér áður fyrr var Landsmótið hálfgert uppgjör á því starfi sem verið var að vinna að hjá félögunum og ef áhuginn hjá félögunum er eitthvað í líkingu við það sem var hér á árum áður finnst mér mjög mikilvægt að leggja töluvert á sig til að viðhalda þeim.“ Það er mitt álit að það hafi dregið kraftinn úr hreyfingunni á sínum tíma RÁÐHERRATIÐ FINNS - Finnur situr nú sitt annað kjörtímabil sem iðnaðar- og viðskipta- ráðherra en var þetta það ráðuneyti sem hann sóttist eftir? „Það er auðvitað ekki svo auðvelt að segja sem svo að maður velji sér sitt ráðuneyti. Fyrst þurfa flokkarnir að setjast niður og mynda ríkisstjórn um einhvern ákveðin stjórnarsáttmála. Síðan er ráðu- neytunum skipt á milli flokkanna og þá kemur að því að velja ráðherra og það er ég var að vinna með að ég gæti tekist á við þetta. Þegar það lá síðan fyrir hvaða ráðu- neyti Framsóknarflokkurinn væri með hafði ég mikinn áhuga á iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu. Mér fannst vera margt mjög spennandi sem gæti gerst þar, margt sem ég sá að var í anda þeirra kosningastefnu sem við gengum með til kosninga. Formaður flokksins kemur með tillögu um ráðherra sem síðan er kosið um. Ég lét því Halldór fljótlega vita hvaða ráðuneyti ég sóttist eftir og ég var afskaplega feginn því að hann skyldi sýna mér það traust sem hann gerði. - Er ekki óalgent að maður sem kemur fyrst inn í ríkisstjórn taki við svo stóru ráðuneyti? „Jú, það er nokkuð óvananlegt en mér hefur þótt þetta afskaplega skemmtilegur tími þótt hann hafi auðvitað verið erfiður á köflum. Þetta var mitt fyrsta val en ég hefði auðvitað tekið annað ráðuneyti ef ég hefði verið beðinn um það en ég er afar þakklátur með það traust sem mér var sýnt.“ - Nú getur það verið vanþakklátt starf að vera ráðherra. Hvernig hefur þér tekist að venjast því að vera í fjölmiðlum nánast upp á hvern einasta dag? „Þetta er auðvitað eitthvað sem menn venjast en auðvitað getur þetta verið Verkefnið Eflum islenskst sem var hjólreiðatúr í kringum _ landið var alveg gríðarlega skemmtilegt ogjreppnaðisl alveg sérstakléga vel gert innan þingflokksins. Eg var með mjög góð kosningaúrslit árið 1995 en þá hlaut Framsóknarflokkurinn aðra bestu kosningu sem hann hafði náð í Fteykjavík . Ég hafði líka töluverða reynslu semaðstoðarmaður sjávarútvegs- og heilbrigðisráðherra og taldi mig hafa talsvert traust hjá þeim sem ákaflega lýjandi. Ég er nú þannig gerður að ég vil svolítið stjórna mér sjálfur en manni finnst stundum eins og þjóðin vilji eiga og stjórna manni og það finnst mér þreytandi. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunnar að menn eigi ekki að vera lengi í pólitík og að þeir sem koma hingað inn eiga ekki að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.