Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 7
áskrift. Hefur þaö ekki skilað sér vel? „Askriftin sem var kynnt til leiks í október í fyrra er mjög sniðug vara. Við sjáum fyrir okkur í framtíðinni að hún verði okkur mjög mikilvæg og að við munum ná góðum árangri í sölu hennar. Við höfum samt ekki lagt mikla áherslu á áskriftarsöluna að undanförnu og það er kannski helst vegna þess að við erum enn að átta okkur á hvernig hún kemur til með að koma út. Við trúum því hins vegar að þetta sé ein af okkar framtíðarvörum og henti mörgum, til dæmis þeim sem spila með fastar tölur og vilja alls ekki að það gleymist að lotta. Það getur komið sér afar illa að gleyma að vera með ef maður man tölurnar sínar.” - Er hægt að tala um markhóp hjá ykkur eöa er það fólk á öllum aldri sem spilar með? „Lottó er vara sem höfðar til mjög breiðs hóps og við höfum stillt þessu þannig upp að kjarnahópurinn okkar liggi á bilinu 35 til 55 ára. Þeir sem eru á bilinu 25 til 35 eru meira að stökkva inn öðru hvoru. Ég held að þetta endurspegli það samfélag sem við búum í að svona upp úr þrítugu er fólk oft búið að skuldbinda sig og er að fara út í stærri og meiri fjárfestingar. Það leiðir til þess að fólk tekur sénsinn og reynir að vinna þann stóra í Lottóinu og grynnka á skuldunum.” - Hvaða upphæðir er fólk almennt að kaupa fyrir? „í Lottóinu er langalgengast að tekinn sé einn tíu raða seðill en meðaltalið á hvern einstakling eru 8 raðir og svo taka um 10- 12 prósent Jókerinn líka. í Víkingalottóinu er ódýrara að vera með en það er það sama þar að langalgengast er að fólk kaupi tíu raða seðil.” - En hverjir eru möguleikarnir á að hreppa þann stóra? „Möguleikarnir eru 1/500.000 í Lottóinu en mun minni möguleikar eru að vinna í Víkingalottóinu en þar kemur á móti að potturinn er margfalt stærri. Við finnum það alveg að þeir sem spila í Víkingalottóinu vita að það eru mjög litlar líkur á að vinna en fólk tekur samt sénsinn. Það er alltaf einhver sem vinnur og það eru sömu líkur hjá öllum þeim sem eru með hverju sinni.” - Nú er Lottó þrettán ára og þið hafið frá Það er alltaf einhver sem vinnur og það eru sömu líkur hjá öllum þeim sem eru með hverju sinni upphafi verið með útdráttinn í Ríkissjónvarpinu en nýlega var sú ákvörðun tekin að færa Lottóið yfir á Stöð 2. Af hverju var þessi ákvörðun tekin? „Það má segja að þessi vinna hafi farið af stað í sumar þegar það varð Ijóst að RÚV ætlaði að flytja sinn fréttatíma til klukkan sjö. Við það myndaðist dálítið rót á markaðnum sem við urðum að taka tillit til. Landinn er þannig að hann horfir á fréttatímann á báðum stöðvunum og við vorum komnir í þá stöðu að útdrátturinn hjá okkur var á sama tíma og fréttir á Stöð 2. Þetta varð til þess að áhorf á þáttinn okkar minnkaði úr 47% í minna en 15% og það voru hlutir sem við urðum að bregðast við. Við ákváðum því að hefja viðræður við báða aðila og þá komu inn í þetta verðviðræður og þegar allt kom til alls var mun hagstæðara fyrir okkur að vera á Stöð 2.” - Lottó verður þá auðvitað í opinni dagskrá og væntanlega að loknum fréttum? „Við verðum inni í fréttatímanum og að sjálfsögðu í opinni dagskrá.” - Að lokum, er eitthvað nýtt á döfinni? „Á nýju ári ætlum við að breyta leiknum aðeins og bæta inn nýjum vinningsflokki sem mun hafa í för með sér að það verður jafnauðvelt að vinna og í Lottó 5/32. Fyrsti vinningur verður áfram jafnhár en þessi nýi vinningsflokkur mun verða til þess að fólk mun vinna oftar. Svo er verið að skoða ýmislegt í sambandi við Internetið sem verður bara að koma í Ijós á næstu mánuðum.” 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.