Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 13
■■ S „..-.fc.v Fjárfestingarbanki atvinnulífsins er seldur er hann 20 milljarða króna virði og skilar ríkissjóði og þjóðinni þá um pemngum sem menn bjuggust alls ekki við Síðan þróaðist það þannig að ég varð bæði keppandi og þátttakandi á næstu árum og til dæmis framkvæmdastjóri ungmenna- sambandsins á svæðinu um tíma. Ég keppti fyrst á Landsmóti á Sauðárkróki sem haldið var árið 1971.“ - Þú hefur verið mikill keppnismaður á þessum árum? „Já og nei. Ég æfði nú aldrei neitt sérstaklega til að keppa á þessum stóru móturn eins og Landsmótum en samt eins og þurfti til að standa mig þokkalega á héraðsmótunum. Ég hafði líka svo mikin áhuga á öðru starfi eins og félagsstarfinu og mér fannst það fara ákaflega vel saman að vinna að þessum málum innan UMFL“ - En svo sest þú í stjórn UMFÍ? „Já, ég var framkvæmdastjóri ÚSVS árið 1975 og um það leyti var ég kosinn í varastjórn UMFÍ og sat þar í nokkurn tíma.“ Hvað eru eftirminnilegustu verkefnin sem þú manst eftir frá stjórnarsetu þinni hjá UMFÍ? „Árið 1982 sat ég í varastjórninni og var einnig í framkvæmdastjórninni. Þá kom upp sú hugmynd að fara af stað með verkefnið Eflum íslenskt sem var hjólreiðatúr í kringum landið. Ég tók það verkefni að mér og skipulagði. Þetta verkefni var alveg gríðarlega skemmtilegt og heppnaðist alveg sérstaklega vel. Við hjóluðum að sjálfsögðu ekki alla leiðina sjálfir en verkefnið þarfnaðist mikils

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.