Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 10
SKINFAXI IIAI NAKMIIOI. JÚI.Í I I. ANt). Bjðmstjerue Björnson. l N JmA <>( laut't mil I -SliíniAsa»» (>vl “>n t>m<'mMfcn ýmmrn in/nimini, «t vikii luimini mJÖx gvntfHT oi» Muinr hcimi'nmmn lian* 1runi •tmAii. Of cr rifi m:n*l um v«t »ð JrciLJa hjðriWXl heírvt fyrír, cr hnmitn i »A l) M Kt hlítir. Skitdril han» 1 hunrinu míll of (íbundnu htrii cr haullraið, cnil* hafft U slúld óunur hall þ*u ihril i mig. tnl fyrstu hcnuV u o|; Iram S Juiiska akriA.nrm hftnn. - J arliuilnninu- *r Mart artia eg fjvi aðcins »/> *«vj» licr Ktuikt ***• um |»ð. iTtgnáoifhcyrAI lt|> >i us>hi l fyrstj Árið 1807 bfilrtu Jicir Wcx- dícti Mt biskup (var |xi rftðhrrra). il]ðru>on og tuargn Irunalu fihXVkOruitjjar NiMhmanna bvtu sír tjnr þvi aö halrimti yrftl haMAI<xm ótote vökmJauKr binu l«Mni, 20. jtUi, itonanij'yur larttltlssnmir hins hclfa. Vildu tUf> þentu |A - H/Miim. (ijtiftnimn- málin sem hafa valdiö nokkrum von- brigðum. Gunnlaugur skrifar. - „Undanfarin ár hafa flest félögin reynst sæmilega skilvís, þó eru nokkur félög, sem brugðist hafa skyldu sinni í þessu efni. - Og til eru þau félög sem ekkert hafa greitt í 2-3 ár, og er sá trassaskapur óþolandi af öllum, ekki síst ungmennafélögum. - Tvær aðferðir hafa verið notaðar við innköllun á kr. 1.50 skattinum. Sumar félagsstjórnir hafa innkallað hann sérstaklega. Aðrar hafa tekið hann með föstum félagsgjöldum og borgað UMFÍ úr félagssjóði." UMFÍ þing 1927 leggur blessun sína yfir það fyrirkomulag sem í gildi hefur verið. tillögur Umf. Velvakanda Rvk á þessu þingi þess efnis að Skinfaxi yrði sendur ókeypis í hvert hús á landinu þóttu ekki raunhæfar. Til ísafjarðar Haustið 1928 lætur Björn Gunnlaugsson af ritstjórn en við tekur Björn Guðmundsson kennari og síðar skólastjóri að Núpi. Prentun blaðsins flyst til ísafjarðar. Ásamt Birni hefur Guðmundur Jónsson frá Mosdal þáverandi ritari UMFÍ hönd í bagga með útgáfunni. Syrtir í álinn Enda þótt skattur til UMFÍ hafi verið lækkaður árið 1933 syrtir stöðugt í álin varðandi greiðsluskil félaga. Á yfirliti yfir tekjur og gjöld fyrir árin 1933-36 má sjá að ríkisstyrkur hefur verið 16.000 en skattur greiddur af félögum tæp 3.000. Kostnaður við Skinfaxa fyrir sama tímabil var u.þ.b. 14.500 kr. eða megnið af tekjum sambandsins. Gjöld umfram tekjur rúmlega 1.500 kr. er skuld við Aðalstein Sigmundsson starfsmann UMFÍ og ritstjóra Skinfaxa. Þingið 1933 hafði ákveðið honum 1.200 kr. árslaun en hann hafði sjálfur lækkað þau í 800. Skuldina kveðst hann aldrei ætla að innheimta. í yfirliti yfir skattskil félaga fyrir tímabilið 1933-36 kemur í Ijós að 31 félag af 58 hafa ekkert greitt þetta tímabil en 7 eru skuldlaus hin skulda eitthvað. Miðið við þessar aðstæður allar skal engan undra þótt biturleika og kaldhæðni gæti í skrifum Aðalsteins þegar hann er að gera þessum málum og öðrum skil í Skinfaxa árið 1936. „Sambandsstjóri sem jafnframt hefði verið starfsmaður sambandsins og borið að mestu hita þess og þunga, er auðvitað hjartanlega þakklátur fyrir þá aðstöðu, sem framanrituð reiknisskil sýna, að ungmennafélög hafa sett hann í, og fyrir þá sérstöku gleði sem, hann hefur haft af skilvísi og skyldurækni félaganna. En vert er að athuga það vel, að sambandið mundi ekkert skulda, og það hefði ekki þurft að starfa að nokkru leyti á kostnað eins fátæks einstaklings, ef sambandsfélögin hefðu gert skyldu sína við það og greitt því skilvíslega lögboðin skatt." Skinfaxi í hættu á 40 ára afmæli sínu? Á UMFÍ þingi 1949 flutti Halldór Kristjánsson tillögu sem laut að því að heimila sambandstjórn tímabundið samstarf við „fulltrúa annarra menningar- samtaka um aðild að ritstjórn og útgáfu Skinfaxa." Hvaða samtök Halldór hefur haft í huga er ekki vitað en tillagan er felld með 21 atkv. gegn 4. Síðustu árin Frá árinu 1969 hafa ekki orðið neinar breytingar á fjölda blaða á ári þar hefur án efa mestu ráðið að fjárhagur blaðsins hefur flest öll árin verið slæmur. Tilraunir til aukinnar útbreiðslu hafa ekki borið neinn árangur þær hafa þó heldur þokað áskrifendafjöldanum upp á við en hann nálgast nú (1982) 2000 áskrifendur. Um áramótin 1976-77 lætur Eysteinn Þorvaldsson af ritstjórn Skinfaxa. í febrúar 1977 er Gunnar Kristjánsson ráðinn ritstjóri við blaðið starfar hann við blaðið í hlutastarfi fram til áramóta 1978-79. í ritstjórnartíð Gunnars var innheimtu- fyrirkomulagi breytt. Umboðsmannakerfi ungmennafélaga var aflétt en upptekin innheimta með gíróseðlum. Útlit blaðsins var breytt og ýmsar leiðir til aukinnar útbreiðslu reyndar. M.a. lagði Gunnar fram tillögu á þingi UMFÍ árið 1979 um það að Skinfaxi yrði gerður að félagsblaði. Var málinu vísað til athugunar í stjórn UMFÍ. Eftir athugun á kostnaðarliðum við framkvæmd tillögunnar taldi stjórn ekki fjár- hagsgrundvöll fyrir framkvæmd hennar. Um efni Skinfaxa Frá upphafi hefur efni Skinfaxa mótast af hugsjóna og áhugamálum hreyfingarinnar. Lang flestir ritstjórar hafa verið í beinum tengslum við starfsemi UMFÍ með því að sitja samtímis í stjórn eða starfa á annan hátt fyrir samtökin. Margt það sem varðar sögu hreyfingarinnar frá upphafi hefur því verð skráð í Skinfaxa en hvergi annars staðar. í reynd má segja að Skinfaxi geymi í heild sinni „sögu UMFÍ“ að verulegum hluta. Einstakir ritstjórar hafa sett mark sitt á efni og málflutning mismikinn eftir ástæðum hvers og eins. Allir hafa þeir borið hag þessa málgagns hreyfingarinnar fyrir brjósti og viljað veg þess sem mestan og bestan og stuðlað að því að Skinfaxi hefur komið samfellt út frá upphafi. Ekki er talin ástæða til þess að fjölyrða frekar um efni blaðsins í þessari samantekt. Hvað það varðar nægir að benda á fjölmargar tilvitnanir í Skinfaxa í flestum öðrum köflum þessarar bókar. Þá má benda á að árið 1969, 1.-2. h., birtist í Skinfaxa greinargott yfirlitt um sögu Skinfaxa þar sem efni blaðsins til þess tíma eru gerð ýtarleg skil. Samantekt sú var gerð af þáverandi ritstjóra Skinfaxa Eysteini Þorvaldssyni. t>íRurpr)ón ef)f. Verksmiðja og ferðamannaverslun Vík í Mýrdal. | Sími: 487-1250 íofpr fatnaður * f)fýfegt víbmót, tHRurprjon eí)f, Verslun, Hafnarstræti 3 _____ Reykjavík. fSfl Sími: 551-1250 WOOL----- 10 j

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.