Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 24
Stýrði liði sínu alla leið að titlinum Stýrði Tindastól til sigurs í Skinfaxa fyrir tíu árum var viðtal við Val Ingimundarson sem þá var í leit að meiri ögrun. Þá var hann nýráðinn þjálfari Tindastóls en nú áratug síðar stýrði hann liði sínu til sigur í Eggjabikarnurm. Tindarnir frá Sauðárkróki hafa komið nokkuð á óvart að undanförnu. Þeir hafa verið að spila feikilega vel og unnu meðal annars Eggjabikarinn með glæsibrag eftir að hafa unnið Njarðvík í undanúrslitum og Keflavík í úrslitaleiknum. Þá eru þeir að berjast á toppi deildarinnar en þeim var spáð fimmta sæti í deildinni fyrir mót. Valur Ingimundarsson var spilandi þjálfari liðsins í upphafi móts en lagði skóna á hilluna og einbeitir sér nú alfarið að þjálfuninni. Eftir að Valur hætti að leika hafa lærisveinar hans ekki tapað leik og Skinfaxa fékk Val til að ræða um þessar breytingar, deildina og gengi Tindastóls að undanförnu. Ertu sáttur við spilamennskuna það sem af er vetri hjá ykkur? „Já, ég er sáttur. Ég var með nýtt lið í höndunum fyrir tímabil og það tók tíma að stillla saman strengina en það hefur komið fyrr en ég átti von á. Við byrjuðum því ekki neitt sérstaklega vel og þurftum m.a. að skipta um erlendan leikmann en eftir að við fengum nýjan útlending hefur verið mikil stígandi í leik liðsins. Það sem ég er sérstaklega ánægður með er að yngri strákarnir í liðinu eru að koma mjög sterkir inn.” Ykkur var spáð fimmta sæti í deildinni en eruð nú í einu af toppsætunum auk þess sem þið unnuð Eggjabikarinn. Hverjar voru væntingar þínar um gengi liðsins fyrir mót? „Ég átti ekkert frekar von á að við mundum blanda okkur í toppbaráttuna. Ég set í raun aldrei nein markmið varðandi gengi liðsins þannig að við renndum blint í sjóinn og ætluðum bara að gera okkar besta. Við áttum í raun ekki von á að vinna Eggjabikarinn en unnum hann samt mjög verðskuldað. Hérna hugsum við um einn dag í einu og sjáum síðan bara hvert það leiðir okkur.” Ungir strákar frá Sauðárkróki hafa verið að koma sterkir inn í liðið í vetur og nú hefur Svavar Birgisson unnið sér sæti í landsliðinu. Eigið þið fleiri verðandi landsliðsmenn á Sauðárkróki? „Já, það tel ég. Leikmenn eins og ísak Einarsson, Helgi Margeirsson og Friðrik Grímsson eru allt ungir 79. árgangur 1988 5. tbl. kr. 250 rindastóll'frn Sauóárkrokr. Nytt Landsmót UMFI 1990 . ^ , Getraunir í nýjum bi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.