Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 19
Fréttir úr starfi UMSB Mikið um að vera Annasömu og skemmtilegu ári er nú að Ijúka hjá UMSB. Auk hefðbundinna héraðsmóta bæði í frjálsum íþróttum og sundi voru þrjú meistaramót haldin á vegum UMSB í sumar. í júni var Aldursflokkameistaramót íslands haldið í sundi. Þar komu um 300 keppendur frá 19 félögum víðsvegar að af landinu. Keppendur komu á fimmtudegi og var keppt yfir helgina. Meistaramót íslands í öldungarflokki í frjálsum íþróttum var haldið í byrjun júlí. Keppendur voru ekki margir en engu að siður var þetta mjög skemmtilegt mót, þar sem leikgleðin réð ríkjum og allt stress var skilið eftir heima. Að lokum var Meistaramót íslands 12 - 14 ára haldið í Borgarnes í ágústbyrjun. Þangað komu um 350 keppendur einnig víðsvegar að af landinu. Keppendur fóru þreyttir en ánægðir heim að lokinni vel heppnaðri keppni á sunnudag. Öll mótin Þóttu takast mjög vel, enda aðstaða fyrir keppendur og fylgdarlið orðin mjög góð hér í Borgarnesi. Til að svona fjölmenn mót takist vel skiptir miklu máli að hafa áhugasamt fólk sem er tilbúið að leggja á sig mikla vinnu sem óhjákvæmilega skapast við undirbúning stórmóta. Því er nokkuð Ijóst að hjá UMSB er mikið af duglegu fólki sem isggur á sig ómælda vinnu. Árángur frjálsíþróttamanna var í heildina góður í ár. Sérstaklega stóð 15-20 ára hópurinn sig vel og sópaði að sér verðlaunum á Meistaramóti íslands en þar unnust sex íslandsmeistaratitlar og alls ellefu verðlaun. Fimm Borgarfjarðarmet yoru sett í sumar. Þau sem unnu Islandsmeistaratitla voru Kristín Þórhallsdóttir í 100 m, 200 m og langstökki. Rósa B Sveinsdóttir í hástökki, Hallbera Eiríksdóttir í kringlukasti og Gauti Jóhannesson í 3000 m. Vandinn er sá að °f fáir strákar eru að æfa skipulega í Þessum aldursflokki. Meistaramót íslands í 12-14 ára var haldið í Borgarnesi og tókst framkvæmd mjög vel. UMSB vann til sex yerðlauna á því móti og tveir 'slandsmeistaratitlar unnust. Kristján Guðmundsson var íslandsmeistari í spjótkasti og Sigurkarl Gústafsson í 100 m hlaupi. Kristín Þórhallsdóttir átti mjög gott keppnistímabil. Hún varð margfaldur islandsmeistari og nær ósigrandi í tangstökki í flokki fullorðinna í sumar, þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára gömul. Hún var valin til keppni á Norðurlandamóti unglinga 19 ára og yngri í Finnlandi. Stóð hún sig mjög vel þar. Þar keppti hún í langstökki, 100 m og boðhlaupi. Eftir sumarið bættust þau Huldís Sveinsdóttir og Sigurkarl Gústafsson í hóp þeirra Borgfirðinga sem eru í unglingalandsliðsverkefninu FRÍ 2000. Áætlað er að héraðsþjálfari ferðist um héraðið í vetur og verði með æfingar í samstarfi við ungmennafélögin og skólana. Var þetta gert í fyrra og heppnaðist mjög vel. Helstu verkefni vetrarins eru að ferið verður á öll íslandsmeistaramót að venju auk þess sem íþróttahátíð UMSB er eitt stærsta verkefni vetrarins. Áætlað er að fara með 13 ára og eldri í æfingarferð á Laugarvatn í febrúar. Meistaraflokkur frjálsíþróttafólks stefnir á að fara í æfingarbúðir til Þortúgal um páskana. Margir bráðefnilegir frjálsíþróttamenn eru í Borgarfirði en til að ná árangri þarf metnað og endalausan dugnað, eitt er víst að mikil tækifæri eru fyrir þá sem leggja mikið á sig. UMSB hefur tekið að sér að framkvæma Norðurlandamót Unglinga í frjálsum íþróttum árið 2000 í samvinnu við Borgarbyggð og FRÍ. Keppendur koma frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og íslandi. Undirbúningur fyrir mótið er nú að fara á fullt skrið. Tveir keppendur frá hverju landi keppa í hverri grein. Reiknað er með allt að 300 manns í heildina, þ.e. keppendur auk fylgdarliðs. Sérstök undirbúningsnefnd er skipuð til að undirbúa og skipuleggja mótið. Því eins og eins og áður sagði þarf að mörgu að hyggja þegar stórmót eru haldin. Það þarf að útvega keppendur, gistirými, fæði og rútuferðir svo eitthvað sé nefnt. Ungmennasamband Borgarfjarðar hefur gefið út fréttabréf 4 - 5 sinnum á ári. Þetta er kjörin vettvangur fyrir aðildarfélögin að koma með upplýsingar um starfið. Auk þess sem skrifstofan getur komið á framfæri upplýsingum um starfsemina. Gerð heimasíðu sambandsins er í mótun og verður vonandi ekki langt í að hún komist í notkun. En eins og fólk veit er það bylting í upplýsingamiðlun að hafa heimasíðu. Eins og sjá má er ekki virkt starf í einni grein heldur er mikill hugur í fólki á hinum ýmsu sviðum íþróttamannlífsins og vonandi verður svo áfram. Bestu kveðjur úr Borgarfirði Hafir þú áhuga á að koma fréttum frá þínu félagi/sambandi á framfæri þá sendu það áhugaverðasta til okkar á Skinfaxa. Netfangið okkar er: umfi@umfi.is.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.