Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 37
Kristján Yngvarsson er stjórnarmaður hjá UMFÍ. hlaupa- og atrennubraut. Fjár- veitingavaldið hefur sýnt þessari uppbyggingu mikinn skilning og veitt fé til verkefnisins, er slíkur stuðningur ómetanlegur fyrir landsbyggðina og allt íþrótta- og æskulýðsstarf. Eins og sjá má á þessu er helsti hvati til upþ- byggingar íþróttavalla að halda landsmót UMFÍ og Ijóst er að eftir árið 2001 stendur Norðurland mjög illa með velli, samanborið við aðra landshluta og hljóta staðir eins og Akureyri, Sauðárkrókur og Flúsavík að hugsa sér til hreyfings í vallargerð. Reyndar er það með ólíkindum að bær eins og Akureyri sem kallar sig höfuðstað Norðurlands og mikinn íþróttabæ, sem hann reyndar er, skuli ekki hafa sett það í forgang að koma upp fullkomnum frjáIsíþróttave11i. Nú þegar styttist í að 100 ár eru liðin frá stofnun fyrsta ungmannafélagsins, sem var Ungmannafélag Akureyrar, er það hrein áskorun á Akureyrarbæ að koma upp slíkum velli fyrir það afmæli og minnast þannig veglega íþróttahetju eins og Jóhannesar Jósefssonar, fyrsta formanns og stofnanda Ungmannafélags Akureyrar. ísland allt Kristján Yngvason Viðhorf "Fariö var að leggja burtdið slitlag á malarvegina en ekki hefur verið gerð nema ein tilraun með varanlegar hlaupa- og at- rennubrautir á iþróttavelli. Hún tókst ekki nógu vel. Þarna hafa Jslendingar setið eftir á þróunarbrautinni." Myndin erfrá frjálsíþróttakeppni á Valbjarnarvöllum í Laugardal. íþróttir og heilsugæsla Á ráðstefnu þeirri sem haldin var síðasta haust í Reyk javík t tilefni af 80 ára afmæli UMFÍ kom skýrt í Ijós að tengsl eru milli íþrótta og heilsufars. Það var einnig sýnt fram á það á ráðstefnunni að ein besta leiðin til að spara í heilsugæslu hér á landi er að örva almenning til þátttöku í íþróttum. En eitt hið fyrsta sem þarf að gera til að svo verði er að bæta aðstöðuna til iðkunar íþrótta og þar geta hlaupabrautir sem eru upphitaðar með jarðvarma og lagðar ger- viefni leikið stórt hlutverk, einkum út um land þar sem aðstæður til að skokka eru víða mjög erfiðar þegar vetur konungur ræður ríkjum. Það er hins vegar ljóst að upphitaöar brautir lokast aldrei marga daga í einu. Af þessu má leiða að því sterkar lfkur, svo ekki sé meira sagt, að fjármagn það sem sett yrði í umræddar brautir, skili sér fljótt aftur í betra heilsufari landsmanna og þar með ódýrara heilbrigðiskerfi. Á fyrmefndri ráðstefnu UMFI bauð heilbrigðisráðherra ungmennafélags- hreyfmgunni til samstarfs um átak í fyrirbyggjandi heilsugæslu. Nú er því tækifærið til að gera mikið átak f heilbrigðismálum sem hefði víðtæk áhrif um langa framtíð. Það er auðvitað ekki hægt að líkja því saman hversu mikið auðveldara væri að fá fólk til að fara út að skokka ef aðstaða sem sem hér hefur verið rædd væri fyrir hcndi. Afreksmenn í íþróttum og búseta þeirra Nú þegar þetta er skrifað standa yfir Ólympíuleikar í Seoul í S-Kóreu og okkur er öllum Ijóst hvaða þýðingu það hefur fyrir smáþjóð eins og ísland að eiga afreksfólk í íþróttum. En til þess að eig- nast slíkt fólk dugar ekki annað lengur en að búa því hinar bestu aðstæður hér heima. Ekki cr hægt að ætlast til þess að allir hafi það mikið þjóðarstolt að þeir standist það að búa langdvölum erlendis við æfmgar og keppni. Við ætlumst síðan til þess að þetta fólk keppi fyrir okkar hönd á alþjóðlegum mótum og standi f fremstu röð á meðan við gerum svo til ekkert til að bæta aðstöðu þess hér á landi þannig að það geti búið í heimahögum og æft um leið við sambærilegar aðstæður og keppendur annarra þjóða. M er það einnig ómetanlegt fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í íþróttum að geta fengið tilsögn frá hinum færustu íþróttamönnum okkar beint og milliliðalaust. Fátt væri meira örvandi fyrir íþróttir hér á landi en það að vítt um landið væri aðstaða fyrir okkar besta keppnisfólk til að búa og æfa sínar keppnisgreinar. Tími bjartsýninnar Ein af ástæðum þess að svona tillaga kemur upp á borð hjá UMFÍ í dag er sú að félagið er virkt afl í þessu landi og hefur komið tnörgum góðum málum álciðis. Nú þegar hið svonefnda “Lands- byggðarvæl" er að tröllríða öllu er mál að rödd bjartsýninnar heyrist skýrt og skori- nort og verði til þess að það takist að örva sveitastjómir um land allt (höfuð- borgarsvæðið einnig) svo og fjárvcitingar\'aldið til þess að gera nú raunhæft átak í uppbyggingu íþróttavalla í landinu. Þá er takmarkinu náð. Kristján Yngvason. Skinfaxi 25 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.