Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1999, Blaðsíða 14
skipulags og mikillar vinnu. Það þurfti að tryggja þátttöku á öllum svæðum og við urðum að vera undir það búnir að einhvers staðar kæmi ekkert félag til að taka við og við yrðum að hjóla sjálfir. En það var svo merkilegt að þótt við færum út á öll annes og heimsóttum öll félög þá var alls staðar þátttaka. Það var hvergi sem þessi keðja ungmennafélaga slitnaði." - Og tilgangurinn með verkefninu var eins og slagorðið gaf til kynna að versla og efla íslenskt? „Já, og það má alveg fullyrða það að ungmennafélagshreyfingin var á þessum tíma brautryðjandi í því að koma almenningi í skilning um mikilvægi þess að kaupa íslenskt og efla íslenskt. Aðrir aðilar eins og Samtök iðnaðarins hafa svo fylgt í kjölfarið með verkefni eins og Veljum 1/1 íslensk en það var nákvæmlega sama hugsunin þar að baki.“ - En hversu mikilvægt er það fyrir þjóðarbúið að íslendingar kaupi íslenskt? „Það vill nú svo til að þegar ég settist hérna í ráðherrastól setti ég á laggirnar nefnd undir stjórn Stefáns Guðmundssonar sem kannaði þá möguleika sem við eigum á þessu sviði. Niðurstaðan var sú að ef við myndum alltaf velja íslenska vöru í stað þeirrar erlendu, á sama verði og með sömu gæðum, þá gætum við sparað svona um 50 milljarða króna í útflutningi og um leið skapað fleiri þúsund störf hér heima. - Nú er ungmennafélagshreyfingin stór og öflug en af hverju telur þú að fólk kjósi að starfa í hreyfingunni? „Ég hef reyndar stundum sagt að það sé „inn” að vera þetta eða hitt en það hefur kannski ekki verið „inn” að vera ungmenna- félagi að undanförnu. En ef þú skoðar starfsemi ungmennafélaganna þá rúmast innan stefnuskrár hennar öll þau verkefni sem þú vilt vinna að. Rótaríklúbbar, Kiwanisklúbbar, Lionsklúbbar, allt það starf sem til dæmis þessir klúbbar eru að gera getur vel rúmast innan ungmennafélags- v hreyfingarinnar. UMFÍ er því mun meiri félagsmálahreyfing heldur en íþrótta- hreyfing og ungmennafélagshreyfingin er hreyfing sem hefur mjög sterkar rætur og sterkan grunn. En mikilvægi hreyfingar- innar er að í henni fara íþróttir og félagsstarf saman og það skiptir höfuðmáli. En af hverju skipa menn sér í félög? Af hverju skipa menn sér í klúbba? Jú, það er bara þessi athafnaþrá sem býr í mörgum einstaklingum, ánægjan af því að umgangast fólk og partur af því að taka þátt í félagsstarfi er sá að mannveran hefur gaman af því að kynnast fólki. Fólkið er svo að sjálfsögðu misjafnlega skemmtilegt sem þú kynnist en það er bara eins og gengur og gerist. En það er fyrst og fremst það sem gefur manni aukinn vind.“ - Hvernig finnst þér hreyfingunni hafa tekist að blanda saman hinum ýmsu málefnum eins og til dæmis umhverfis- málum, íþróttum og skógrækt? „Ég held að það megi nú segja og ég ^ dreg ekkert dul á það að um 1970 þegar Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdal taka við hreyfingunni tel ég að það hefjist aftur hennar vaxtarskeið. Mér finnst það vaxtarskeið hafi staðið alveg óslitið síðan og ég tel að hreyfingin sé í alveg gríðarlegri sókn. Henni hefur tekist nákvæmlega það sem hún á að gera að blanda öllum þessum ólíku málefnum saman. Ungmennafélagshreyfingin hefur alltaf fundið sér ný og ný verkefni, verkefni sem eru þjóðfélagslega mjög mikilvæg en tekst engu að síður, sem er mjög mikilvægt, að sigla framhjá pólitískum átökum í verkefnum sínum. Um leið og flokkspólitík blandast inn í málefni hreyfingarinnar hrynur hún.“ - Eins og var kannski í upphafi fyrst eftir stofnun hreyfingarinnar? „Einmitt, og það er mitt álit að það hafi dregið úr henni kraftinn á sínum tírna." - Eru einhver stefnumál innan hreyfingarinnar sem þú ert áhugasamari v um en önnur? „Mér finnst þrjú verkefni hafa staðið upp úr á undanförnum árum þrátt fyrir að önnur starfsemi hafi líka verið í miklum blóma. í fyrsta lagi verkefnið Eflum íslenskt sem skipti fólkið í landinu gríðarlega miklu máli og þjóðarbúið í heild sinni. í öðru lagi eru það umhverfismálin sem hreyfingin hefur unnið mjög ötullega að án þess að blanda ifignst vaxtar iðið hafa 9ic|alveg itið síðan urður Geirdal Hafsteinn valdsson tóki hreyfingunnij éa tel að húnl

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.