Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.2001, Síða 21

Skinfaxi - 01.04.2001, Síða 21
Hjólað frá Reykjavík til Egilsstaða Forkeppni "Eldraunarinnar" var haldin í Grafarvogi laugardaginn 16. júní. Hjóluð var 25 km leið utanvegar jafnt sem á vegi. Keppnin var hörku spennandi þar sem keppt var um hvaða tvö lið kæmust f tokakeppnina sem haldin verður 7. júlí. Fyrst í mark var lið Hjólreiðaklúbbs Reykjavíkur en í því lið voru: Hákon Sigurðsson, Róbert Pétursson, Steinar Þorgeirsson og Guðmundur Guðmundsson. í öðru sæti var svo lið Hjólreiðaklúbbs miðaldra skrifstofumanna Landsmótspunktar en í því liði eru: Frosti Sigurjónsson, Helgi Geirharðsson, Gísli Ólafsson og Tómas Jónsson. Þessi tvö lið taka þátt í sjálfri Eldrauninni (sjá mynd fyrir ofan), sem fólgin er í því að liðin keppa um hvort verður á undan að koma Landsmótseldinum austur til Egilsstaða. Annað liðið hjólar norðurleiðina hitt suðurleiðina. Þetta verður sannkölluð eldraun því reiknað er með að það taki liðin ekki nem rétt sólarhring að hjóla þessa leið. Nýrri tækni (TETRA) verður beitt til þess að hægt verði að fylgjast með liðunum á landakorti á netinu (mbl.is) frá upphafi til enda keppninnar. Lagt verður af stað úr Nanoq í Kringlunni laugardaginn 7. júlí og hjólað stanslaust til Egilsstaða og komið þangað um miðjan dag á sunnudegi 8. júlí. Hægt verður að giska á tíma sigurliðsins og fær getspakur þátttakandi, sem næst kemst tíma sigurliðsins, reiðhjól að launum. Keppt víösvegar á Austurlandi Badminton Seyðisfjörður Blak Neskaupsstaður Borðtennis Hallormsstaður Bridds Egilsstaðir Eimleikar Egilsstaðir Erjálsar íþróttir Egilsstaðir Glíma Reyðarfjörður Golf Fellabær Handknattleikur Fáskrúðsfjörður Hestaíþróttir Stekkhólmi iþróttir fatlaöra Egilsstaðir og Seyðisfjörður Knattspyrna Eiðar(Seyðisfj.) Skák Egilsstaðir Skotfimi Þrándarstaðir Starfsíþróttir Egilsstaðir Sund Egilsstaðir Sýningagreinar: Egilsstaðarmaraþ. Egilsstaðir Hjólreiðar Egilsstaðir Íþróttir aldraðra Egilsstaðir Kraftajötnak. Egilsstaðir Siglingar Lögurinn Torfærukeppni Mýnesskriður Landsmótsnefnd 23. Landsmóts UMFÍ. Eormaöur Sveinn Jónsson, varaformaöur Björn Ármann O|afsson, ritari Jóhanna Guömundsdóttir, gjaldkeri Jónas Þór Jóhannsson, fulltrúi UMFÍ Sigurður Aðalsteinsson, fulltrúi Egilsstaöabæjar Ágústa Björnsdóttir, bæjarstjóri Egilsstaöa Björn Hafþór Guðmundsson en ásamt þeim sitja í nefndinni Þórhallur Lyjólfsson, Gunnar Geirsson og Sigurbjörg Kristjánsdóttir. 21

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.