Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.04.2001, Page 22

Skinfaxi - 01.04.2001, Page 22
í þá gömlu góðu... • gamlar landsmótsmyndir Lárus Rist stjórnaöi þessum glæsilega fimleikaflokki á Akureyri 1909 Fimleikasýning? Nei, alls ekki, Valur Ingimundarson setur boltann í körfuna á heimavelli en árið 1984 fór Landsmótið fram í Keflavík og Njarðvík. Þær Sæunn Steinarsdóttir, Matthildur Þórhallsdóttir, Erla Björnsdóttir, Lilja Magnúsdóttir og Sólveig Antonsdóttir voru í sigursveit UMSE í því óvenjulega hlaupi 5x80 m boðhlaupi á Þingvöllum 1957 Það mátti sjá einbeitinguna skæina úr andliti Laufeyjar Skúladóttur HSÞ á 16. Landsmóti UMFÍ á Selfossi 1978 I þá gömlu góðu... Fyrsta Landsmótið sem haldið var á vegum Ungmennafélags Islands fór fram á Akureyri 17. júní 1909. Nú 93 árum seinna fer fram 23. Landsmót Ungmennafélaganna og verður það haldið 12.-15. júlí á Egilsstöðum og nágrenni. Það ríkir ávallt mikil eftirvænting fyrir þessi mót enda fjölmennustu íþróttamót sem eru haldin á íslandi. Landsmótin hafa verið haldin út um allt land á þessum árum og mikil stemmning myndast í kringum þau. Það er því gaman að skoða nokkrar myndir sem hafa verið teknar á Landsmótum í gegnum árin þar sem metnaður og gleði skín úr hverju andliti. Magndís Alexandersdóttir HSH bakaði ekta og bragðgóðar pönsur í pönnu- kökubakstrinum á Akranesi 1975. 22

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.