Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 2
ritstjórinn
Látum
Ijósið loga
Jólin nálgast og spennan og tilhlökkurdn magnast á meðal yngstu
kynslóðinnar jafnt og þeirrar elstu. Því inn við beinið þá skiptir ald-
urinn litlu máli því öll höfum við gaman af og njótum jólanna en
kannski á ólíkan hátt. Yngsta kynslóðin bíður með eftirvæntingu eftir
jólasveinunum og pökkunum sem opnaðir eru á aðfangadagskvöld á
meðan eldri kynslóðin hlakkar meira til að fá tækifæri til að slaka á í
faðmi fjölskyldunnar, hitta ættingja og vini í jólaboðum svo ekki sé
minnst á þær dýrindis kræsingar sem á boðstólnum eru yfir hátíð-
arnar.
Skinfaxi
RITSTJÓRI
Valdimar Tryggvi Kristófersson
LJÓSMyNDIR
Sigurjón Ragnar o.fl.
UMBROT OG HÖNNUN
Valdimar Tryggvi Kristófersson
ÁByRGÐARMAÐU R
Björn B. Jónsson
FRAM KVÆM DASTJÓRI
Sæmundur Runólfsson
AUGLýSINGAR Markaðsmenn
PRENTUN Svansprent
DREIFING Blaðadreifing ehf
PÖKKUN Ás Vinnustofa
Jólaljósin gleðja okkur öll og lýsa upp hið myrka skammdegi sem
einkennir þennan fyrsta og síðasta mánuð ársins, enda eru jólin hátíð
ljóssins og var það almennur siður snemma á 19. öld að gefa börnum
og jafnvel fullorðnum kerti á jólunum sem lýstu heimilið upp með
fallegu ljósi.
Þetta voru tólgarkerti sem ýmist voru búin til í strokk eða steypt í
kertamótum. Kertasteypan var oftast með þeim hætti að sjóðandi
heitu vatni var hellt í strokk og bráðin tólg látin fljóta ofan á. Kveikir
voru snúnir úr ull og fífu og þeim dýft í bráðna tólgina. Tólgin var
síðan látin storkna á kveiknum og var þá kertið tilbúið. Það kom
stundum fyrir að þrír kveikir voru látnir renna saman í eitt um miðju
kertsins og gátu þá verið þrjú ljós á einu kerti. Þessi kerti voru nefnd
kóngakerti eftir vitringunum þrem frá Austurlöndum sem færðu
Jesúsbarninu gull, reykelsi og myrru.
Kerti þóttu mjög dýr áður fyrr og voru nánast eingöngu notuð í
kirkjum. Þau voru yfirleitt ekki notuð á heimilum nema við hátíðleg
tækifæri. Venjulegs var notast við grútarkol eða lýsislampa, sem gáfu
frá sér mun daufari birtu. Þegar allt heimilisfólkið kveikti á kertum
sínum á jólunum, urðu mikil umskipti og skiljanlegt hversu hátíðleg
það þótti að vera í baðstofunni. í dag er öldin önnur og þróunin hefur
verið ör. Seint á 19 öld var farið að nota steinolíulampa sem leystu
kertin af hólmi sem bestu ijósgjafarnir og seinna tóku gaslamparnir
við og svo rafljósið. Ljósið logar því enn og mun vonandi gera það
áfram um ókominn tíma því ljósadýrðin og þá sérstaklega um jólin
er mikill gleðigjafi sem við eigum öll að njóta.
Jólablað Skinfaxa
I jólablaðinu er komið víða við eins og endranær. UMSB og UMSK
áttu stórafmæli á árinu. Aldurinn hefur haft mikil áhrif á þau því
þau hafa eflst og dafnað með hverju árinu sem líður. Jóhann G.
Jóhannsson tónlistar- og myndlistarmaður er mikill hugsjónamaður
og hefur hann, í samstarfi við UMFÍ, hrundið af stað átakinu
„HÆTTUM AÐ REYKJA." Björn B. Jónsson formaður UMFÍ fer yfir
árið og rætt er við ungmennafélagana Katrínu Jónsdóttur og Árna
Gaut Arason en þau urðu bæði Noregsmeistar í knattspyrnu, stóðu
sig frábærlega vel þrátt fyrir að vera í fullu námi með boltanum.
Rjúpan er af skornum skammti í ár mörgum til mikils ama en
Skinfaxi ætlar að bjarga málunum og fékk því ungmennafélagann og
meistarkokkinn Sigga Hall til að benda lesendum á hvaða jólasteik
geti komið í staðinn fyrir rjúpuna og hvernig má elda hana. Víðar er
komið við og vona ég að þú lesandi góður hafir gaman af.
Eg óska ungmennafélögum og öðrum landsmönnum gleðilegra
jóla og farsældar á nýju ári.
Með hátíðarkveðju
Valdimar Tryggvi Kristófersson
PRÓFARK ALESTU R
Aðalbjörg Karlsdóttir
RITSTJÓRN
Anna R. Möller
Vilmar Pétursson
Sigurlaug Ragnarsdóttir
Birgir Gunnlaugsson
Ester Jónsdóttir
STJÓRN UMFÍ
Björn B. Jónsson
Helga Guðjónsdóttir
Kristin Gísladóttir
Anna R. Möller
Sigurbjörn Gunnarsson
Ásdís H. Bjarnadóttir
Hildur Aðalsteinsdóttir
Sigurður Viggósson
Kjartan P. Einarsson
Svanur M. Gestsson
Birgir Gunnlaugsson
SKRIFSTOFA SKINFAXA
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ
FELLSMÚLA 26, 108 REyKJAVÍK
SÍMI: 568-2929, FAX: 568-2935
NETFANG: umfi@umfi.is
HEIMASÍÐA: www.umfi.is
Ársáskrift af Skinfaxa kostar 1.796.- krónur
Skinfaxi kemur út 4-5 sinnum á ári.