Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 8
Jóhann G. Jóhannsson tónlistar- og myndlistarmaður
Hættum að reykja!
Á dögunum var hleypt af stokkunum sérstöku hvatningarátaki gegn reykingum. Átakið er samstarfsverkefni Jóhanns G.
Jóhannssonar tónlistar- og myndlistarmanns og UMFÍ. En á sama tíma og kannanir sýna að foreldrar hafi ekki efni á að
senda börnin sín til tannlæknis og almenningur kvartar yfir lágum launum, þá kaupum við sígarettur í miklu magni og
árið 2001 voru seldar sígarettur fyrir 5,5 milljarða króna. Skinfaxi heyrði hljóðið í Jóhanni og spurði hann út í verkefnið.
Það lá beinast við að spyrja Jóhann hvert markmiðið væri með átakinu?
Texti: Valdimai Tryggvi Kristófersson
Myndir: Sigurjón Ragnar
,,Að stuðla að því að ungt fólk byrji ekki að reykja og hvetja þá
sem reykja til að hætta því og gera eitthvað skynsamlegra við þá
fjármuni sem þannig sparast. Að vera fólki hvatning til
reglubundins sparnaðar með því að leggja fyrir mánaðarlega þá
upphæð í banka sem sparast við að reykja ekki. Vinna að ákveðnu
sameiginlegu markmiði fjölskyldunnar, t.d. að fara í gott sumarfrí
o.s.frv. Átakið er jafnframt hugsað sem forvarnarstarf gegn neyslu
eiturlyfja en sannað þykir að að ungu fólki sem byrjar að reykja sé
margfalt hættara við að verða eiturlyfjum að bráð síðar en ef það
léti tóbakið vera."
Beinist átakið aðallega að yngra eða eldra fólkinu eða
öllum þeim sem reykja og reykja ekki? „Öllum sem reykja
og reykja ekki er rétta svarið. Sú hvatning sem ætlunin er að koma
af stað með átakinu verður vonandi til þess að sem flestir þeirra
sem reykja hugleiði að hætta því og gera þess í stað eitthvað
uppbyggilegra fyrir sig og sína. Og að þeir sem ekki reykja verði
enn ákveðnari í því að byrja ekki á þeirri vitleysu."
Þú ert frumkvöðullinn af verkefninu. Hvernig stóð á því að
þú fórst af stað með þetta? „Þetta málefni hefur verið mér lengi
hugleikið. Á sínum tíma samdi ég lagið Tóm tjara sem varð mjög
vinsælt með Ruth Reginalds árið 1977. Tíu árum síðar gekk ég á
milli bankastofnana með hugmynd að Reyklausum reikningi þar
sem sett skyldi samasem merki milli sparnaðar og reykleysis.
Sigurður Hafstein hjá Sambandi islenskra sparisjóða kveikti á
hugmyndinni og í framhaldi stóð til að hrinda henni í framkvæmd
hjá sparijóðunum en þvi miður varð ekki af því. Aftur og aftur
hefur svo þessi hugmynd sótt á mig og loks ákvað ég að láta aftur
til skara skríða. Ég kynnti hugmyndina fyrir Þorgrími Þráinssyni
framkvæmdastjóra Tóbaksvarnanefndar í fyrra og hann tók mér
mjög vel og hefur hvatt mig til dáða síðan. Síðastliðið vor fékk ég
styrk frá Tóbaksvarnanefnd, þrjúhundruðþúsund krónur, til að
hefja undirbúningsvinnu vegna átaksins. Boltinn fór svo að rúlla
fyrir alvöru eftir að ég ræddi málin við Árna Sigfússon, bæjarstjóra
Reykjanesbæjar. Það vildi þannig til að ég varð í öðru sæti í
lagasamkeppni um Ljósalagið sem haldin var í byrjun september
sl. í Reykjanesbæ. í framhaldi hitti ég Árna til að taka á móti
verðlaununum. Ég sagði honum frá átakinu sem ég var að
undirbúa og hann var strax með á nótunum sem leiddi til þess að
Reykjanesbær hefur nú í samstarfi við mig komið af stað
sjálfstæðu átaki; Hvatningarátaki Reykjanesbæjar-HÆTTUM AÐ