Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 28
Siggi Hall meistarakokkur 'Ég mæli því með þvi að hreindýrið komi i stað rjúpunnar fýrir þessi jól. Einnig er hægt að fá heiðar- eða villigæs. Þetta er vissulega ekki það sama og rjúpan, en það er lyngbragð af gæsinni ef um góða heiðargæs er að ræða sem er skotin á réttum stöðum' - Siggi Hall Ertu skráður í íþróttafélag núna? ,,Nei, en ég er fyrst og fremst Fjölnismaður í dag. Ég reyni að fylgjast með þeim og starfa og vil vinna að velgengni félagsins." Þú ert þó ekki hættur öllum íþróttum. Má ekki lcalla kokkalistina íþrótt? ,,Ég veit ekki hvort það er íþrótt og þó því vissulega er mikil keppni í þessum geira. Ég er í stöðugri keppni við sjálfan mig og gesti þegar mikið er að gera. Þá þarf að vinna hratt og vel og því má oft segja að maður sé í kappi við tímann." Hvernig fékkstu áhuga á eldamennsku? ,,Það eru mörg ár síðan. Ég óx einhvern veginn inn í þetta. Ég fór ungur að árum að vinna í Danmörku á veitingahúsi við að vaska upp. Mér leist vel á þessa vinnu, enda innivinna og þótt þetta væri uppvask þá fannst mér það ekkert leiðinlegt auk þess gat ég fengið nóg að borða. Þegar á leið fór ég að aðstoða kokkana við matinn og þá ákvað ég að leggja þetta fyrir mig. Dreif mig því heim til íslands og fór að læra á Hótel Sögu." Hefur þú alltaf verið mikill matmaður? „Nei, ég held að ég hafi verið sérvitur þegar ég var ungur og nokkuð erfiður þegar kom að mat." Þú hefur s.s. ekki byrjað í þessu með að hræra í pottunum hjá mömmu þinni fyrir jól og hátíðir? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég kom ekki nálægt þessu fyrr en boltinn fór að rúlla í Danmörku." Hvað kitlar bragðlauka Sigga Hall í dag? „Það er vandaður matur sem er gerður úr góðu hráefni þar sem hugvit og hæfileiki í samsetningu á mat ræður ríkjum frekar en flóknar, langsóttar og einnkennilegar aðferðir við að búa til einhvern einfaldan rétt. Ég hef verið mjög hrifinn af ítalskri matargerð undanfarið og þá hef ég aðallega aðhyllst þeirra heimspeki í matargerð. Þar ræður einfaldleikinn ríkjum og hann er alltaf bestur þegar uppi er staðið." Hvernig fer það með menn að standa í eldhúsinu allan daginn við að elda ljúfenga rétti? „Er ekki hættan á að vera stöðugt að bragða á réttunum? „jú, vissulega. Ég er reyndar mikið í hinum daglega amstri við reksturinn og er því ekki eins mikið í eldhúsinu. Ég fylgist þó með hverju einasta atriði sem þar fer fram og ætlast til að það sé gert á þeim nótum sem ég bið um. Ég geri því mikið af því að smakka réttina sem sést kannski best á mér. Maður fitnar bara með árunum," segir hann og horfir á magann. „Ég skammast mín ekkert fyrir að vera kominn með smá bumbu enda alltaf verið svo mjór í gegnum tíðina." Það styttist í jólin. Ertu mikið jólabarn? , ,Ef þú myndir spyrja einhvern annan en mig þá myndi hann segja að ég væri það ekki. Mér finnst jólin sá tími þar sem allir eru svo uppteknir af jólnum að það hefur ekki tíma fyrir hvort annað fyrr en á aðfangadag. Mér finnst sjálf jólin mjög skemmtileg. Þau eru og eiga að vera hefðbundin. Þetta er tími fjölskyldunnar og þannig eiga jólin að vera. En desember er mjög sérstakur mánuðir, þar sem mikið er um mat og neyslu á öllum sviðum. Það furðulega við þetta er að fólk fer í allt annan búning yfir jólin, það skiptir um gír og hagar sér öðruvisi heldur en aðra mánuði ársins. Það er bara eins og það sé skipt um plánetu," segir hann og setur upp jólabrosið. Það þurfa margir að bregða út af vananum þessi jól þar sem erfitt er að fá rjúpu. Hvað ráðleggur kokkurinn Siggi Hall þessu fólki að gera og hvað líkist rjúpunni mest? „Það er ekkert sem beint líkist rjúpunni á bragðið en hreindýrakjötið kemst næst því. Ég mæli því með þvi að hreindýrið komi í stað rjúpunnar fyrir þessi jól. Einnig er hægt að fá heiðar- eða villigæs. Þetta er vissulega ekki það sama og rjúpan, en það er lyngbragð af gæsinni ef um góða heiðargæs er að ræða sem er skotin á réttum stöðum." En hvað er Siggi sjálfur með í matinn á aðfangakvöld? „Ég er með rjúpu og hreindýr, Það er gömul hefð og ég gæti ekki breytt út af þeim vana." Ertu búinn að tryggja þér rjúpu? „Já, ég er búinn að því. Ég skýt hana þó ekki sjálfur en á vini og ættingja sem skjóta fyrir mig nokkrar rjúpur, því ég þarf ekki margar," segir hann að lokum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.