Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Síða 31

Skinfaxi - 01.12.2002, Síða 31
Unnar Steinn Bjarndal formaöur Umf. Bifröst Evrópu. Eins veit ég um mjög vígalegan kraftlyftingakappa, körfuboltamann, blakstelpur og fótboltastráka sem öll eiga fuEt erindi í hvern sem er. Eigum við samt ekki að byrja á því að mæla okkur við okkur sjálf og sjá hvort að við séum betri í dag en í gær í því sem við erum að gera og bíða með að spá einhverjum landsliðssæti." Eru einhver gæluverkefni sem þið eruð að vinna að og verða hjáykkurá næstunni eða strax eftir áramót? „Ég held að það sé mjög sterkt hjá okkur ef við náum að setja okkur raunhæf skammtímamarkmið og háleit langtímamarkmið. Til dæmis langar mig til þess að byrja á þvi að koma íþróttaæfingum af stað hjá börnunum og auka við úrval íþróttaiðkunnar fyrir þá sem eldri eru. Svo er það að sjálfsögðu markmið útaf fyrir sig að halda lífi því að það er eitt að sto&ia félag en annað að halda lífi í því. Langtímamarkmið félagsins snúast svo örugglega um íþróttamannvirki af einhverju tagi. Er ekki grimdvöllur fyrir byggingu íþróttamannvirkja í öðrum smábæum í sömu stærðargráðu og Bifröst? Þætti mér skemmtilegt að sjá eitthvað gerast í þessum málum á Bifröst á næstu árum. Við stjórnvölinn í Viðskiptaháskólanum situr nú fólk sem er ekki hrætt við að hugsa stórt og hver veit hvað gerist? En eins og ég sagði þá eru það skammtímamarkmiðin sem skipta öllu máli eins og er og nú þarf stjórn félagsins að festa félagið rækilega í sessi í daglegu lífi á Bifröst." Hvernig er aðstaöan á Bifröst fyrir félagið? „Félagið hefur enga aðstöðu fyrir starfsemi sína á Bifröst. Við höfum enga félagsaðstöðu enn sem komið er en það er heldur ekki eitthvað sem við leggjum áherslu á, Fundir stjórnar munum við fá að halda í nýju og glæsilegu fundarherbergi í nýrri skólabyggingu Viðskiptaháskólans. íþróttastarf mun fara fram í íþróttahúsi að Varmalandi, í Borgarnesi og að sjálf- sögðu í náttúrunni á Bifröst. Ég held að ef við fáum nægan aðgang að íþróttahúsi og sundlaug sé það alveg nóg fyrir okkur til að byrja með.! Hvernig hefur samfélagið á Bifröst tekið þessu nýja félagi á staðnum? „Við höfum fundið fyrir miklum og jákvæðum áhuga íbúa á Bifröst. Sést sá áhugi best í því að stofnfélagar eru gríðarlega margir, og í raun miklu fleiri en við þorðum að vonast eftir og mæting á stofnfund var stórkostleg. Svona hlutir gerast ekki nema að fólk standi saman, Starfsemi félagsins fer ekki af stað fyrr en á nýju ári. Við drifum í því að stofna félagið af því að í nóvember tók svo við prófatörn og þá hefur enginn tíma fyrir svona lagað. Við gerðum þetta í byrjun nóvember af því að það tekur sinn tíma fyrir TJMSB að samþykkja okkur inní sambandið og UMFÍ að samþykkja lögin okkar. Mér fannst sniðugt að nýta þenna „dauða" tíma, vegna prófa, í þessi atriði þannig að við getum byrjað fersk eftir áramót. Því hefur nú ekki komið nein reynsla á það hvernig íbúar á Bifröst taka auknu íþróttastarfi á svæðinu, kemur það mér á óvart ef því verður ekki tekið með opnum örmum. Umf. Bifröst er stofnað utan um lítið samfélag á Bifröst. Hvernig sérðu félagið vaxa og dafna? „Félagið verður vonandi fljótlega stór partur af lífi íbúa á Bifröst. Það skiptir kannski ekki máli hversu fjölmennt það verður en ég vona að það haldist samt í hendur við fjölgun á svæðinu í framtíðinni. Viðskiptaháskólinn hefur áætlað að auka enn við námsframboðið og mun íbúum á Bifröst fjölga enn á næstu árum. Því veit ég að ef rétt er haldið á spöðunum ætti félagið að dafna vel. Félaginu verður ekki til að byrja með skipt í neinar greinar. Ég held að allir vilja vinna saman að markmiðum okkar þó að einhverjir vilji einbeita sér að bolta en aðrir fjallgöngum. Geri þátttaka okkar í einhverjum mótum kröfu um að til séu sjálfstæðar deildir innan félagsins reynum við að sjálfsögðu að mæta öllum kröfum." Og að lokum - var Unnar Steinn í öðru ungmennafélagi áður en hann stofnaði og gerðist formaður Umf Bifröst? ,,Ég gekk í Ungmennafélag Biskupstungna við fæðingu og er því HSK maður í húð og hár en ég kem úr mikilli ungmennafélagsfjölskyldu. Svo þegar ég flutti á Selfoss gekk ég að sjálfsögðu til liðs við Ungmennafélag Selfoss en ég hef dæmt mikið fyrir það félag í knattspyrnu." Ungtnetmafélagið Bifröst Stofnad 2002 Til dæmis.langar mig til þess að byrja á því að köma íþróttaæfingum af stað hjá börnunum og auka við úrval íþróttaiðkunar fyrir þá sem eldri eru. Svo er það að sjálfsögðu markmið útaf fyrir sig að halda lífi því að það er eitt að stofna félag en annað að halda lífi í því. Langtímamarkmið félagsins snúast svo örugglega um íþróttamannvirki af einhverju tagi' - Unnar Steinn Frá stofnfundi Umf. Bifröst

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.