Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 9
Jóhann G. Jóhannsson REYKJA! En það er einmitt það sem ég myndi helst vilja sjá gerast í sem flestum bæjar- og sveitarfélögum." Og þú fékkst Ungmennafélag íslands til að taka þátt í þessu með þér. Þeir hafa tekið þér opnum örmum og viljað leggja þessu góða málefni lið? , Já - svo sannarlega. Það var reyndar nánast tilviljun að leið mín lá til UMFÍ. í sumar sem leið vann ég að ráð- ningum Gis Jóhannsson & Big City í kringum Verslunarmannahelgina og uppgötvaði þá unglingamót UMFÍ. í tengslum við það hitti ég nafna minn Jóhann Hauk Björnsson sem sá um mótið og átti ég fund með honum í bækistöð UMFÍ í Fellsmúla og áttaði mig þá á því að þarna er heldur betur þróttmikil starfsemi í gangi en 66.000 félagar eru í UMFÍ. Síðar hafði ég svo samband til að kynna átakið og ræddi við Pál Guðmunds- son, kynningarfulltrúa, og hann kveikti strax á mále&iinu og upp úr því varð átakið að samstarfsverkefhi. Að koma af stað svona átaki er heilmikið mál - ég hef kynnst því af eigin raun áður því á sínum hafði ég frumkvæði að því að koma af stað hvatningarátakinu „YRKJUM ÍSLAND." Vandinn er gjarnan sá við svona átök sem hleypt er af stokkum með miklum lúðrablæstri að þau standa yfir í ákveðinn tíma og svo ekki söguna meir. í þessu tilfelli gegnir öðru; hvatningarátakið HÆTTUM AÐ REYKJA! er komið td að vera, það hefst en því líkur ekki. Forsvarsmenn UMFÍ og ég erum sammála um það. Þau tengsl sem UMFÍ hefur við bæjar- og sveitar- félög, iþrótta- og aðildarfélög UMFÍ skapa möguleika á farvegi fyrir marga góða og spennandi hluti til að vinna að í framtíðinni í tenglsum við þetta forvarnarstarf sem átakið er." Þú hefur sjálfur séð það með eigin augum að það má spara mikla peninga með því að hætta að reykja, sem fjölskyldan getur notað í allt öðrum og skemmti- legri tilgangi? „Já vissulega. Konan mín, Halldóra Jónsdóttir, hætti að reykja fyrir einu og hálfu ári síðan. Við ákváðum að leggja fyrir á mánuði fjárhæð sem næmi því að við reyktum bæði pakka á dag. Henni var svo frjálst að gera hvað sem hún vildi við þessa peninga. Þar sem hún hefur sérstakt yndi af því að ferðast þá ákvað hún að stofna ferðasjóð og í september sl. bauð hún mér í frábæra ferð til Barcelona og ég held að hún hafi ekki alveg tæmt sjóðinn." Þú samdir nokkur antireykinga- lög á sínum tíma sem nutu mikilla vinsælda t.d. Tóm tjara og Svæla, svæla, reykjasvæla. Þú ætlar að nýta þessi lög í átakinu og gefa út geisladisk? „Tónlist er besta áróðurstæki sem hægt er að hugsa sér og í svona átaki nánast ómissandi ef ná á til fólks á öllum aldri. Þessi lög sem þú nefndir sönnuðu sig öll á sínum tíma, urðu geysi vinsæl. Tómas Tómasson í PROMO sagði mér fyrir stuttu að þegar þessi lög urðu vinsæl þá hafi hann verið gutti í grunnskóla og hann minntist þess að margir bekkir í skólanum hans voru reyklausir í lengri tíma á eftir. Við upphaf átaks- ins kemur semsagt út geislaplata með þessum lögum; Tóm tjara, Furðuverk og Svæla, svæla, reykjar- svæla. Pétur Hjaltested sér alfarið um vinnslu tónlistarinnar og hefur fengið frábæra tónlistarmenn í lið með sér. í laginu Tóm tjara eru flytjendur Birgitta Haukdal í írafári, Jón (Jóndi) í Svörtum fötum, Hreimur í Landi og sonum og hin frábæra unga söngkona, Jóhanna Guðrún. Síðan á að vera rappkafli í laginu en það liggur ekki fyrir hver annast þann flutning. Á geislaplötunni verða lögin líka „instrumental" og án söngs þannig að hægt er að nota undirspilið og syngja með eins og í karioke." Eins og þú nefndir áðan þá hefur þú verið að vinna að fá bæjarfé- lög og bankastofnanir í lið með þér þannig að þau taki þátt í þessu átaki. Hvernig hefur það gengið og hvað kostar það við- komandi stofnanir? „Upphaflega ætlaði ég að reyna að fá bankastofn- anirnar og sparisjóði til að vera í framvarðarsveitinni þar sem mér fannst að það hlyti að vera eftir tals- verðu að slægjast fyrir viðkomandi þvi við íslendingar eyddum á síðasta ári 5,5 milljörðum í sígarettur. En svo 'í tengslum við það hitti ég nafna minn Jóhann Hauk Björnsson sem sá um mótið og átti ég fund með honum í bækistöð UMFÍ í Fellsmúla og áttaði mig þá á þvi að þarna er heldur betur þróttmikil starfsemi í gangi en 66.000 félagar eru í UMFÍ' - Jóhann

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.