Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 33
Björn B. Jónsson Þar var lagt til að haldið verði áfram viðræðum við ÍSÍ um aukið samstarf og samvinnu á sem flestum sviðum. Að leiðarljósi skal þó haft að áfram verði til tvenn heildarsamtök, annars vegar öflug Ungmennafélagssamtök sem vinni á breiðum grunni með héraðssamböndum og íþróttabandalögum og hins vegar ÍSÍ. SJdpulagsne&idin ásamt stjórn hafa haft til skoðunar aðildarumsóknir ÍBR og ÍBH að Ungmennafélagi íslands. Niðurstaða þeirrar umQöllunar er að laganefnd hreyfingarinnar verður falin heildar- endurskoðun á lögum UMFÍ. Að loknum ofangreindum breytingum mun stjórn UMFÍ mæla með við sambandsþing að umsóknir íþróttabandalaga um inngöngu í UMFÍ verði samþykktar svo fremi sem þær uppfylli öll skilyrði um inngöngu. Lottóskipting hefur einnig verið til skoðunar og mun skápulagsnefndin leggja fyrir stjórn UMFÍ nú í byrjun desember nýjar tillögur um þá skiptingu. Mjög ánægjulegt hefur verið að fylgjast með þeirri nýbreytni stjórnar að starfa með þrjú svið. Þau eru íþróttasvið, menningarsvið og umhverfissvið. Nokkur reynsla er að komast á þessa nýbreytni í okkar starfi og lofar hún góðu. Mikið af nýjum hugmyndum hafa komið fram sem spennandi verður að fylgjast með í náinni framtíð. í sumar var Páll Guðmundsson ráðinn kynningarfúlltrúi hjá samtökunum. í vor var valin staðsetning fýrir 24. Landsmóts UMFÍ sem verður haldið 2004. Mikill áhugi héraðssambanda var á að fá þetta Landsmót til sín en Skagfirðingar munu halda næsta Landsmót. í haust var ákveðið að auglýsa eftir mótshöldurum fyrir Landsmótin 2007 og 2009. Erlend samskipti hafa aukist síðustu misseri innan UMFÍ. Margir ungmennafélagar hafa teldð þátt í ýmsum uppákomum sem tengjast þessu starfi bæði hér á landi sem erlendis. Anna R. Möller var kjörin formaður NSU á síðasta þingi þess. Það er oJdmr mikill akkur að hafa formann þessara öflugu norrænu samtaka frá Islandi, sérstaklega á meðan þau ganga í gegnum miklar stjórnbreytingar sem eiga sér stað um þessar mundir. Eftir milda stækkun samtakanna hefur farið fram endurskoðun laga NSU sem m.a. gerir ráð fyrir að öllum aðildarsamtökunum er frjálst að tilnefna einn mann í stjórn. Nýr formaður hefur boðað að ungt fólk eigi að taka meiri þátt í innra starfi samtakanna í framtíðinni. Því ber að fagna og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. NoJdcur vinna hefur verið í gangi til að koma á auknu samstarfi á milli ungmennafélaga í Færeyjum, Grænlandi og íslandi. Sú vinna hefur sldlað nokkru og hafa ungmenni hist einu sinni til að bera saman bækur sínar. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort þetta samstarf verði að veruleika i framtíðinni m.a. vegna mikils kostnaðar. Samstarf við ISCA hefúr einnig aukist til muna sem sást best á Unglingalandsmótinu í sumar þar sem listamenn frá TékJdandi sýndu listir sýnar. Heimurinn er að opnast og það er skylda okkar sem stýrum landssamtökum eins og Ungmennafélagi íslands að fylgjast vel með og taka þátt eins og við teljum að við ráðum við á hverjum tíma. Til að koma til móts við óskir Ungmennafélaga á landsbyggðinni um aukna þjónustu var tekin sú ákvörðun að styrkja nokkrar skrifstofur Héraðssambanda og koma á laggirnar þjónustumiðstöðvum UMFÍ. Er þessi tilraun til eins árs og verður endurskoðuð að þeim tíma liðnum. Ekki er víst að eins verði staðið að þessum málum á næsta ári, en mikill vilji er innan stjórnar að þessi nýbreytni megi takast sem best. Það skiptir mildu máli að við höldum óbreyttum framlögum úr ríJdssjóði til að takast megi að tryggja framlag til þeirra Héraðssambanda sem standa straum af þessum þjónustumiðstöðvum og skapa þeim með því relcstargrundvöll. íslandi allt, Björn B. Jónsson formaður 'Þessi samblanda af útihátíð og íþrótta- móti tókst með ágætum. Enn einu sinni sannar ungmennafélagshreyfingin að það er hægt að gera nær það ómögu- lega. Að segja sukki og svínaríi þess- arar alræmdu helgar stríð á hendur virðist ekki á færi hvers sem er' - Björn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.