Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 18
Afmælisbörnm UMSB og UMSK
/
Asdís Helga Bjarnadóttir formaður UMSB
Engan bilbug að fínna á
.
sambandinu eftir 90 ár
Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) varð 90 ára á árinu. Sambandið var stofnað 26.
apríl 1912 og hefur félagasmönnum fjölgað jafnt og þétt með árunum. Félagsmenn eru
tæplega 2300 í dag í 16 félögum innan sambandsins en 11 þeirra eru virk um þessar
mundir. Skinfaxi sló á þráðinn til Ásdísar Helgu Bjarnadóttur formanns UMSB og komst að
því hvernig afmælisárið hafi verið og hvernig starfið gangi.
Texti: Valdimar Tryggvi Kristófersson Myndir: Sigurjón Ragnar
„UMSB hélt formlega upp á 90 ára afmælið með hátíðardagskrá í
Logalandi í Reykholtsdal í tengslum við afmælisdaginn 26. apríl. Þarna
var um að ræða kaffisamsæti með menningarlegu ívafi, frá m.a.
þjóðdansahópnum Sporinu, leikdeildum skóla og aðildafélaga,
tónlistaratriði frá ungmennafélögum, ásamt ræðum og
heiðursviðurkenningum. Fjölmargir mættu og gaman var að sjá hversu
margir eldri félagar og formenn létu sjá sig. Teknar voru saman
upplýsingar um starfsemi sambandsins síðustu 10 árin og gefið út í
affnælisriti UMSB.
Skipuð var einnig ungliðanefnd til undirbúnings hátíðar fyrir yngri
kynslóðina í tengslum við afmælið. Sú hátíð fór fram 23. nóvember í
íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Nefndin lagði til að halda kynningu á
hinum ýmsu greinum og félagasamtökum. íþróttadeildir sambandsins
og Umf. Skallagríms sáu um kynningu á einstökum greinum eins og t.d,
frjálsum íþróttum, sundi, körfubolta, fótbolta, golfi, badmintoni o.fl.
samhliða því að fá kynningu á starfsemi skátana og Rauða krossins.
Auk þess var Handknattleikssambandi íslands sérstaklega boðið til
leiks, Hátíðin var afar vel heppnuð og gaman að sjá hversu áhugasamir
krakkarnir voru bæði í undirbúningi og þátttöku þeirra í deginum,"
segir Ásdís.