Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 32
/ Björn B. Jónsson formaður UMFI skrifar Ekki ein hrukka þrátt fyrir tæplega hundrað ára aldur Nítugasta og fimmta starfsár UMFÍ er að líða. Landshreyfing ungs fólks á öllum aldri sem lætur sér ekkert óviðkomandi er að nálgast eitt hundrað ár, án þess svo mikið sem ein hrukka sjáist. Geri aðrir betur. Myndir: Sigurjón Ragnar Það ár sem er að líða hjá ungmennafélagshreyf- ingunni hefur verið að mörgu leyti starfsamt. Mörg verkefni stór sem smá hafa verið framkvæmd og verið hreyfingunni til sóma. Af einstökum verkefnum sem UMFÍ stóð fyrir á árinu var Unglingalandsmótið í Stykkishólmi um verslunarmannahelgina stærst þeirra. Þessi samblanda af útihátíð og íþróttamóti tókst með ágætum, Enn einu sinni sannar ungmennafélags- hreyfingin að það er hægt að gera nær það ómögulega. Að segja sukki og svínarii þessarar alræmdu helgar stríð á hendur virðist ekki á færi hvers sem er. Það er því mikil ögrun sem Ungmennafélag íslands stendur frammi fyrir um þessar mundir, það að taka ákvörðun um að hafa Unglingalandsmót á hverju ári og framhalda þeirri sókndjörfu vinnu sem farin er af stað gegn áfengi og öðrum vímuefnum um þessa helgi. Annað verke&ii hreyfingarinnar var mjög viðamikið. Það var verkefnið „Göngum um ísland" sem Þjónustumiðstöð UMFÍ á Egilsstöðum stóð fyrir. í fyrsta sinn var landsverkefni á vegum hreyfingarinnar stýrt frá landsbyggðinni, að Landsmótunum undanskildum. Sú reynsla sem við fengum með þessu verkefni er dýrmæt, en það kom í ljós að mikill munur er á að standa fyrir verke&ii sem þessu úti á landi eða í Reykjavík. Tuttuguþúsund göngubækur voru ge&iar út sem göngufólk eignaðist sem tók þátt í göngunni. í tengslum við þetta verkefni var annað göngu- verkefni sem var tengt fjallstindum, sem tókst með miklum ágætum með þátttöku u.þ.b. 4000 íslendinga. Fjórða verkefnið sem ég vil nefna er „íþróttir og tómstundir fyrir þig'' sem var unnið í samstarfi við Mosfeilsbæ, Ráðstefna og sýning ásamt ýmsum öðrum uppákomum í byrjun maí vakti mikla athygli og var öllum til mikils sóma sem að komu. Um mitt þetta ár stóð NSU ásamt UMFÍ fyrir leiðtoganámskeiði fyrir unga verðandi leiðtoga af öllum Norðurlöndum (utan Græniands). Undir- ritaður trúir því staðfastlega að framtíð hreyfingar eins og Ungmennafélagshreyfingarinnar byggist á kennslu í stjórnun. í framhaldi af námskeiðinu í sumar hefur nú á haustmánuðum verið formanna- skóli og síðan skóli fyrir leiðtoga á vegum Leið- togaskóla UMFÍ. Mikil aðsókn var að hvorutveggja og sýnir sig vel að þörf er á þessari fræðslu. Fyrir utan framgreint hafa stærstu verkefnin verið skipulagsmálin þar sem varaformaður Ungmenna- félags íslands hefur leitt þá vinnu ásamt mörgu öðru hæfu fólki víðs vegar að úr hreyfingunni. Nú liggur fyrir áfangaskýrsla sem var lögð fram á Sambandsráðsfundi UMFÍ á Klaustri í október sl.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.