Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 4
Jólagleði og skötuveisla
Jólafréttir frá Ungmenna-
félagi Stokkseyrar.
Skötuveislan
Okkar árlega skötuveisla verður á Þorláksmessu í
íþróttahúsinu á Stokkseyri boðið verður upp á vestfirska
og sunnlenska skötu , hamsa hnoðmör, saltfisk, rófur,
rúgbrauð, og kartöflur. Öllum má ljóst vera að hér verður
mikið um dýrðir og um að gera fyrir fjölskylduna og
vinnuhópa að koma og borða saman og eiga notalega
stund mitt í jólaösinni. Maturinn verður á hóflegu verði
eða 1500 krónur á manninn ,6-12 ára borga 1000 krónur
og frítt verður fyrir 6 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.
Borðapantanir eru hjá Gunnu Jónu í síma 683-3013 og
Imbu í síma 899-1594.
Jólasveinar
Jólasveinarnir verða á ferðinni á aðfangadag eins og
undanfarin ár og verður tekið á móti vitnisburði frá
foreldrum í íþróttahúsinu á Stokkseyri á Þorláksmessu á
klukkan 18:00 og 19:00.
Ungmennafélag Stokkseyrar óskar íþróttafólki og öðrum
landsmönnum gleðilegra jóla og ánæjulegs nýs árs og
þökkum samstarfið á liðnum árum.
Jólastarf sunddeildar Skallagríms
Sunddeild Skallagríms hefur í mörg ár verið hvað virkust í
desember. Ymislegt gert fyrir krakkana og fólkið í bænum til að
stytta stundirnar fram að jólum.
Eitt af því fyrst sem gert er til skemmtunar er jólaföndrið. Þá hittast
allir krakkarnir sem hafa verið að æfa og föndra eitthvað
skemmtilegt. Englar, snjókarlar, jólatré, jólasveinar eru bara nokkur
dæmi um það sem gert hefur verið á þessum föndurdögum.
Krakkarnir taka einnig með sér smákökur og drykk til að seðja
hungrið sem ávallt lætur á sér bera við föndurvinnu. Foreldrarnir
taka virkan þátt í föndrinu og hjálpa þeim sem á því þurfa að halda
svo allt gangi sem best fyrir sig. Afraksturinn af þessari samkomu
endar svo oft í jólapökkum til ömmu og afa eða annarra ættingja sem
finnst gaman að fá heimatilbúnar jólagjafir.
Sunddeildin hefur á síðastliðnum árum tekið að sér að sækja og
dreifa jólapósti í bænum. Þá er fyrst gengið í hvert einasta hús og
safnað kortum hjá íbúum bæjarins og svo er farið í það að flokka.
Tveim til þrem dögum fyrir jól hittast svo allir krakkarnir og klæða
sig upp sem jólasveina og halda í hópum út í bæinn til að færa
Borgnesingum jólakortin sín og gotterí í leiðinni. Þetta er eitt af því
sem krökkunum í bænum finnst mjög skemmtilegt, að fá þessa litlu
jólasveina í heimsókn. Oft er tekið lagið í heimsóknunum og gerir
það ferðina bara enn skemmtilegri.
Einnig hefur sunddeildin gengið í hús í desember og selt friðarljós í
fjáröflunarskyni. Þá er um leið minnt á jólapóstinn svo að fólk gleymi
okkur örugglega ekki.
I einhverjum af síðasta tímanum fyrir jólafrí er svo sérstök jólaæfing
þar sem krakkarnir synda með logandi kerti og gert ýmislegt annað
skemmtilegt. Það þykir nefnilega svo hátíðlegt þegar slökkt er í
sundlauginni og kertaljósin færast hægt og sígandi yfir laugina.
Þetta er nokkurn veginn megnið af því sem sunddeildin í Borgarnesi
leggur stund á í desember en auðvitað er aðalmarkmiðið að hafa
gaman að því að æfa og leggja sig fram.
Hallbera Eiríksdóttir
Umf. Baldur í Hraungerðishreppi brallar
ýmislegt um jól og áramót.
Litlu jólin eru haldin hátíðleg í Þingborgarskóla eins og vera ber, en það er hefð í þeim skóla að
setja upp vönduð leikrit fyrir það tilefni. Um kvöldið er foreldrum og aðstandendum boðið að
koma á sýningarnar og hafa ungmennafélagið og skólinn staðið saman að þeirri samkomu,
sem er vel sótt og skemmtileg.
Félagið hefur samstarf við kvenfélagið í sveitinni um jólasveinaheimsóknir á bæina á Þorlák-
smessu þar sem smáræði er gaukað að góðum krökkum og sungið af list á útidyratröppunum.
Á þrettándanum stendur ungmennafélagið svo fyrir brennu og skemmtun þar sem ýmis
skemmtilegheit eru höfð í frammi.
En þessi tími einkennist líka af undirbúningi stórra verkefna í byrjun ársins, aðalfundarins sem
haldinn er í janúar og síðast en ekki síst er það þorrablótsundirbúningur sem þegar er hafinn.
Það er eitt stærsta verkefni félagsins og er auðvitað búið að ákveða dag og ráða hljómsveit.
Síðan er það revían sem þarf að semja og setja upp fyrir blótið og eru ungmennafélagar nú að
brjóta heilann um hvað helst bar til tíðinda á árinu sem er að líða og leita að spaugilegu
hliðunum á mannlífinu í sveitinni og nágrenni.
Með kveðju, Halldóra Gunnarsdóttir
Skötuveisla
hjá Vöku
Umf. Vaka stendur fyrir skötu
veislu í Þjórsárveri á Þorláks-
messu, milli kl.l2:00 og 13:00.
Sem endranær verður margt á
boðstólum og ættu allir að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi.
Verði verður stillt í hóf: Full-
orðnir kr. 1000.-, 6-12 ára kr.
500.-Yngri börn fá frítt. Skötu-
veislan í Þjórsárveri er kær-
komin hvíld frá jólaamstrinu,
mætum sem flest og eigum
notalega samverustund fyrir
endasprettinn í jólaundirbún-
ingnum.