Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 25
Tryggvi Þorsteinsson ATV Traust þjónusta og gæði fara saman UMFÍ gerir með sér samstarfssamning við fico Tæknival Á haustdögum gerðu AcoTæknival og Ungmennafélag íslands með sér samning sem gerir hinum fjölmörgu aðiladarfélögum UMFÍ lcleyft að kaupa tölvur og tölvubúnað á afar hagstæðum lcjörum. Skinfaxi forvitnaðist um málið og ræddi við Tryggva Þorsteinsson, sölustjóra fyrirtækjasviðs hjá Aco Tæknivali, um þetta góða samstarf. Texti: Skapti Örn Jónsson Mynd: Sigurjón Ragnar Ef þú segir mér svona til að byrja með í hverju samningur ATV og UMFÍ felst? „UMFÍ kom að máli við okkur með þá hugmynd að bæta og auðvelda starf hreyfingarinnar með því að tölvuvæða aðildarfélögin, eða öllu heldur að aðstoða þau við það. Við lögðumst í sameiningu undir feld og reyndum að gera okkur grein fyrir þörfum hinna ýmsu félaga. Niðurstaðan varð þessi, samningur með góðum vörum á hagstæðu verði og með afborg- unarkjör sem henta flestum, hvort sem er litlum eða stórum félögum. Eins og fram kemur í samningi okkar þá bjóðum við upp á vaxtalaust lán auk þess sem við sendum búnaðinn frítt hvert á land sem er. Við val á búnaði var sérstaklega haft í huga nútíma samskipti þar sem ferðatölvan vegur þungt ásamt því að stafrænar myndavélar koma sér vel þegar mynda þarf unga keppendur og birta t.d. á vef." Af hverju samningur við ungmenna- hreyfinguna? „Fyrir okkur er þetta auðvitað viðskipti eins og venjulega nema hvað þarna hangir aðeins meira á spýtunni, þ.e. unga kynslóðin. Það að gera heilbrigð og góð viðskipti þar sem allir hagnast er líklega í anda hreyfingar- innar. Reyndar er það nú svo að við erum að veðja svolítið því tilboðið miðast við að margir munu nýta sér það. Auðvitað er það okkar metnaður að sinna ykkur vel, bæði hvað varðar verð, gæði búnaðar og ekki síst þjónustu." Er AcoTæknival með einhverskonar stefnu í gangi hvað varðar stuðning við æskulýðsstarfsemi í landinu? ,,Það er engin sérstök stefna önnur en sú að taka á hverju máli fýrir sig." Nú eruð þið að styrkja ungmenna- hreyfinguna í landinu til tölvulcaupa, er ekki heilbrigðara fyrir börn og unglinga að taka þátt í hverskonar æskulýðs- og íþróttastarfi í stað þess að hanga fyrir framan tölvuna? „Þetta er á vissan hátt rétt, þ.e, að það er mikið heilbrigði fólgið í starfi UMFÍ. Ég á ekki von á að þessi búnaður verði til afhota fyrir börnin, en hann verður vonandi til þess að reksturinn verði betri og nútíma- legri. Þannig vonum við að hægt verði að auka og bæta starf hreyfingarinnar. “ Tókst þú þátt í starfi ungmenna- hreyfingarinnar eða öðru æskulýðs- starfi á árum áður? „Já - en ekki til mikillar frægðar. Þegar ég var í sveit þá keppti ég í frjálsum fyrir USAH. Síðan spilaði ég með Breiðablik körfubolta til tæplega þrítugs. Núna er ég félagi í golfklúbbnum Kyli í Mosfellsbæ og ekki má gleyma því að dóttir mín spilar fótbolta með UMFA." Ef þú segir mér aðeins frá Aco- Tæknivali, er þetta öflugt fyrirtæki á sviði tölvumála í landinu? „ATV er fyrirtæki sem kemur út úr samnma Aco og Tæknivals. Um borð hjá okkur er mjög kröftugt fólk sem leggur metnað sinn í að gera hlutina vel. Auðvitað skiptast á skyn og skúrir í viðskiptalífinu eins og gengur en okkur hefur alltaf tekist að koma niður á fæturna enn sterkari en áður. Við erum eitt stærsta og elsta fyritækið í tölvubransanum í dag." Er mikilvægt að ungmennahreyf- ingin í landinu nýti sér upplýsinga- tæknina í sínu starfi? „Að sjálfsögðu er það mikilvægt. Ég tel að þetta sé eitthvað sem ekki verður umflúið. Ef við ætlum yfir höfuð að reka slíka hreyfingu þá verðum við að taka tæknina í okkar hendur. Þetta er kannski frekar spurning um hvernig við nýtum tæknina." Heldur þú að tölvur eigi eftir að koma í stað íþrótta og æskulýðs- starfs í framtíðinni? „Nei - það ætla ég að vona ekki, það er auðvitað alveg fáránleg tilhugsun. En ég er viss um að tölvur muni auðvelda okkur að reka félögin og rekstur þeirra."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.