Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 10
Jóhann G. Jóhannsson 'Ég geri mér þær vonir að á tima stuðli átakið að hugarfarsbreytingu landsmanna til reykinga með þeim hætti til dæmis að krökkunum þyki „kúl" að reykja ekki. Að allt upplýst fólk sjái í hendi sér að reykingar eiga að heyra liðinni tið’ - Jóhann komst ég að því að skynsamlegra væri að reyna að virkja bæjar- og sveitarfélögin fyrst og að þau myndu svo virkja fyrirtæki og stofnanir í byggðarlaginu þar á meðal banka og sparisjóði til samstarfs um verkefnið. Þetta gekk eftir í Reykjanesbæ en Sparisjóðurinn í Keflavík er aðal bak- hjarl átaksins þar. Mér fannst skynsamlegt að þróa i samvinnu við Reykjanesbæ einskonar módel að samstarfi við bæjar- og sveitarfélög sem síðar yrði kynnt við- komandi. Það má því segja að Reykjanes- bær hafi notið ákveðins forskots hvað átak- ið varðar, kannski ekki óeðlilegt þar sem ég er að sunnan, en það skHar sér svo til annarra bæjar- og sveitarfélaga í markviss- ari útfærslu og aðgengilegri hugmynd. Reykjavíkurborg hefur nú gengið frá aðild og bind ég miklar vonir við að í samstarfi við TJMFÍ geti átakið í höfuðborginni orðið árangursríkt auk þess að þátttaka Reykja- víkurborgar ætti að vera öðrum byggðar- lögum hvatning til þátttöku. Þá er ég sérstaklega ánægður með að Vestmanna- eyjabær ákvað aðild fyrir stuttu því ég veit að þar verður gengið í málið af krafti eins og Eyjamönnum er einum lagið. Sem dæmi um framlag til átaksins má geta þess að Reykjanesbær leggur til eina milljón sem að stórum hluta er framlag fyrirtækja og stofnana í byggðarlaginu. Á móti fær svo Reykjanesbær m.a. 1200 eintök af geislaplötunni HÆTTUM AÐ REYKJA! sem grunnskólarnir fá að gjöf til fjáröflunar en eintakið verður selt á kr. 1000. Bæjar- og sveitarfélög geta valið um aðildarsam- komulag frá krónum 50.000, 100.000 og 250.000 eða meir (má greiða á nýju ári) og fá þá rúmlega jafnvirði þess til baka í formi geislaplötunnar o.fl. Þau bæjar- og sveitar- félög sem ekki gerast aðilar að átakinu fyrir áramót geta gert það eftir áramót." Eftir áramót er stefnt á að brydda upp á ýmsum skemmtilegum verkefnum í tengslum við átakið. Hver eru þau helstu? ,,Þá verður haldið áfram að virkja bæjar- og sveitarfélög, ásamt fyrirtækjum og stofnunum til þátttöku og samstarfs, ákveðið starf í skólum og viðar hefst á vegum UMFÍ. Unnið verður að því að gera Reyklausan dag sem haldinn verður í maí að spennandi og skemmtilegum degi. Ýmsar hugmyndir eru uppi á borðinu sem þarf að skoða nánar svo sem hugmyndir varðandi samkeppni milli skóla um besta flutning á einhverju laganna á geislaplöt- unni HÆTTUM AÐ REYKJA!, best gerða antireykingaauglýsingin, jafnvel samkeppni um nýtt reykingalag o.s.frv. Dregið verður í getraunasamkeppni sem kynnt verður betur eftir áramótin og verða spennandi vinningar í boði. Þannig að af nógu er af að taka." Hvaða væntingar gerir þú til verkefn- isins? ,,Ég geri mér þær vonir að á tíma stuðli átakið að hugarfarsbreytingu lands- manna til reykinga með þeim hætti til dæmis að krökkunum þyki ,,kúl" að reykja ekká. Að allt upplýst fólk sjái í hendi sér að reykingar eiga að heyra liðinni tíð - ekki síst í ljósi staðreynda varðandi skaðsemi þeirra. Verði þetta þróunin ættu upphæðir sem þjóðin eyðir í sígarettukaup að fara stiglækkandi." En hvað með tónlistar- og myndlistar- manninn Jóhann G. Jóhannsson. Er hann að semja einhver lög eða mála þessa stundina? „Nánast ekki neitt á þessu ári. Ég fór í sumarbústað í vikutíma síðastliðið vor og þá duttu nokkur lög og textar niður. Og ég hef lítið sem ekkert málað á árinu. Frá því í vor hef ég algjörlega einbeitt mér að þvi að koma hvatningarátakinu á ílot," Engin ný plata á leiðinni? ,,Ég er búinn að ganga nokkuð lengi með hugmynd að geislaplötu í kollmum þar sem mig dreymir um að ýmsir listamenn flytji áður óútgefin lög og texta(á móðurmálinu) eftir mig. En ég veit ekki hvað verður. Við Jón Ólafsson, tónlistarmaður, höfum aðeins verið að gæla við þessa hugmynd. Við gáfum út geisla- plötuna Asking for love 1997 með lögum og textum sem Jón valdi úr demósafni mínu. Hann sá um vinnslu tónlistarinnar og fékk ýmsa frábæra flytjendur til þátttöku. Ég var mjög ánægður með útkomuna og samstarfið við Jón og væri meir en til í annað ævintýri. Mér finnst nefirilega fátt skemmtilegra en a vinna að tónlist í hljóðveri," segir þessi mikli tónlistar- og hugsjónamaður að lokum,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.