Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 27
Siggi Hall meistarakokkur Hreindýr í stað rjúpu á aðfangadagskvöld Jólin nálgast óðfluga og jólaundirbúningur er að ná hámarki um þessar mundir. Það eru margir sem eiga sér ákveðnar hefðir yfir jólahátíðina t.d. matinn sem borinn er á borð á aðfangadag. Hamborgarhryggurinn, kalkúnn og rjúpan er í uppáhaldi hjá mörgum og líklega á það eftir að hryggja marga að fá ekki rjúpuna sína þessi jólin en mikill skortur er á rjúpu a.m.lc. þeirri „íslensku“. Skinfaxi leitaði því til eðalkokksins og ungmennafélagans Sigga Hall og athugaði hvort það væri eitthvað sem kæmi í staðinn fyrr rjúpuna. Auk þess notaði Skinfaxi tækifærði til að forvitnast nánar um þennan viðkunnanlega og skemmtileg karalcter sem notar mikið af frítíma sínum í að fylgjast með og starfa fyrir Ungmennafélagið Fjölni í Garfarvogi. Við mæltum okkur mót á veitinghúsinu hans Óðinsvé þar sem Siggi bauð upp á kaffi áður en viðtalið hófst. Texti: Valdimar Tryggvi Kristófersson Mynd: Sigurjón Ragnar Siggi Hall er löngum orðinn landsfrægur maður. Hann hefur sjálfsagt matreitt ljúffengan rétti ofan í flesta landsmenn í gegnum árin enda starfað við þessa iðn í fjölda ára. Þá hefur hann verið tíður gestur í sjónvarpi landsmanna og hefur gert yfir 300 ferða- og matreiðsluþætti. En Hvenær byrjaði Siggi Hall að elda? ,,Það eru svo mörg ár síðan að ég er búinn að gleyma því," segir glottandi og virðist ekki vilja gefa það upp. „Ætli það sé ekki komin 30 ár,“ lætur hann þó að lokum út úr sér. En auk þess að vera búinn að elda ofan landsmenn í á fjórða áratug þá hefur hann verið tíður gestur á sjónvarpsskjánum. Hann hefur unnið og framleitt matreiðslu- og ferðaþætti undanfarin 10 ár og eru þættirnir orðnir í kringum 300 sem telst vera íslandsmet að hans sögn. Siggi er um þessar mundir að ljúka frágangi á nýrri þáttaröð sem kalla má ferðaþætti með áherslu á matargerð? „Þetta eru ferðaþættir þar sem matur og matargerð er kynnt í hinum ólíku löndum. Þar opna ég bakdyr veitingastaða og fæ að líta inn í eldhúsið og ofan í pottana. Ég ræði við fjölda kokka og fólk sem kemur við matargerð. Við komum m.a. við á Ítalíu, Frakk- landi, Ameríku, Rínarlöndum, Þýskalandi, Hollandi, Svíþjóð og víðar,"segir hann en þættirnir hefja göngu sína í febrúar eða mars. Þetta hlýtur að vera skemmtileg vinna að fá tækifæri til að ferðast um heiminn og brag- ða á ólíkum tegundum matar? , .Jú, þetta er mjög skemmtilegt en þetta er líka mikil vinna og manni veitir ekkert af næringunni sem maður fær," segir hann hlæjandi og strýkur um magann. Þú kemur nálægt Ungmennafélaginu Fjölni vegna barna þinna? , Já, dóttir mín Krista var í Fjölni þegar hún var í yngri flokkunum og sonur minn, Óli Hall er í fótboltanum og er í 6. flokki. Ég vinn þannig vinnutíma að ég get tekið þó nokkurn þátt í starfinu. Ég hef fylgst mikið með æfingum hjá stráknum og hef mjög gaman af. Það er gaman að fylgjast með pollum í fótboltaleik á þessum aldri." Varstu sjálfur ungmennafélagi á þínum yngri árum? „Nei, það er nú víst ekki hægt að kalla KR ungmennafélag en ég stundaði t.d. knattspyrnu á mínum yngri árum. Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á skíðum." Varstu mikill knattsyrnumaður? „Nei, ekki get ég sagt það og raun hætti ég mjög snemma að æfa knattspyrnu. Ég var samt mikil íþróttafrík, var alltaf hlaupandi, hjólandi, synti mikið og ég renndi mér mikið á skíðum þótt það sjáist ekki á mér í dag að ég hafi veirð mikið í íþróttum," segir hann hlæjandi og strýkur sér um vömb sem hefur eitthvað blásið út með árunum. „Ég hef sparað mig mikið í þessum efnum undanfarin ár og lítið hreyft mig. Ég fer þó á skíði reglulega og hef mjög gaman af því."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.