Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.12.2002, Blaðsíða 13
/ Kristín Agústsdóttir í urohverfisstefnunni sem var samþykkt 1999 segir m.a.: UMFÍ skal leitast við að fræða fólk um leiðir til sjálfbærar þróunar. Hvað er átt við með því? „Hugtakið sjálfbær þróun hefur tröllriðið vestrænum samfélögum undanfarin ár,“ sagði Kristín og hélt áfram. „Hugmyndafræðin á bak við sjálfbær þróun er í sjálfu sér sáraeinföld: við eigum ekki að éta útsæðið okkar. Þ.e. við eigum að gangan vel um auðlindir, bæði þær sem eru nýtanlegar í dag, og þær sem hafa hugsanlega notagildi á morgun, og hafa það að leiðarljósi að skerða ekki möguleika komandi kynslóða vegna ofnýtingu auðlinda. Samkvæmt umhverfisstefnu UMFÍ eigum við semsagt að fræða fólk um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi sitt," sagði Kristín. Umhverfisnefnd UMFÍ er afskaplega afkastamikil nefnd með Ásdísi Helgu Bjarnadóttur frá Hvanneyri sem for- mann. Ásamt Ásdísi Helgu og Krístínu er Jóna Þorvarð- ardóttir einnig í nefndinni. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að koma verkefninu Fjölskyldan á fjallið á kopp. „í tengslum við ár íjallsins og átaksverkefnið Fjölskyldan ofar öllu hjá UMFÍ var ákveðið að hvetja fjölskyldur til að fara á fjöll. Það verkefni gekk bara nokkuð vel og útlit er fyrir að við höldum áfram með það verkefni næsta sumar," sagði Kristín þegar hún var spurð að því hvað hafi verið gert hjá nefndinni. ,,Þá hefur nefndin unnið umhverfisreglur fyrir þjónustustöðvar UMFÍ þar sem tekið er á ákveðnum umhverfisþáttum, s.s. umhverfisvænni innkaupum, endurnýtingu, orkusparnaði, kynningu umhverfisverkefna UMFÍ o.fl. Gert er ráð fyrir að þær reglur verði sífellt í endurskoðun í takt við reynslu sem skapast," sagði Kiistín og hélt áfram, enda mikið búið að gerast hjá nefndinni. „Einnig hefur nefndin verið að skoða möguleika á að safna saman upplýsingum um menningarminjar sem á einn eða annan hátt eru tengdar starfssemi UMFÍ, s.s. skógarreitum og öðrum mannvistar- leifum sem eru sýnilegar í umhverfinu. Það verkefni er ennþá á hugmyndastigi. Ýmislegt annað er í farvatninu, t.d. ætlum við að reyna að gera eitthvað skemmtilegt á degi umhverfisins sem er í apríl," sagði hún. Finnst þér almenningur meðvitaður um að ganga vel um landið sitt? „Það er mjög misjafnt og því miður finnst mér skyndi- bita- og umbúðakynslóðin ekki standa sig neitt sérstaklega vel," sagði Kristín. Finnst þér að mætti auka við fræðslu um umhverfismál í landinu? „Það er ekki nokkur spurning. Öll fræðsla er af hinu góða, ef hún er sett fram á réttan hátt," sagði hún. Hver er framtíðarsýn UMFÍ í umhverfismálum? „Það hlýtur að vera sjálfbært samfélag," sagði Kristín þegar hún var spurð að því hver væri framtíðarsýn UMFÍ. „En það er nú kannski sýn inn í næstu öld. Fram að því stígum við bara eitt og eitt skref í átt að þessu stóra markmiði." Nú er þemaár Smeinuðu þjóðanna á næta ári. Hefur nefndin eitthvað athugað möguleika á umhverfisverkefni í tengslum við þemaárið? „Það var eitthvað rætt á síðasta fundi nefndarinnar, en engar sérstaklega góðar hugmyndir fæddust þá. Við óskum hér með eftir öllum góðum hugmyndum hvað þetta varðar," sagði Kristín að lokum. 'Hugmyndafræðin á bak við sjálfbæra þróun er í sjálfu sér sáraeinföld: við eigum ekki að éta útsæðið okkar. Þ.e, við eigum að gangan vel um auðlindir, bæði þær sem eru nýtanlegar í dag, og þær sem hafa hugsanlega notagildi á morgun, og hafa það að leiðarljósi að skerða ekki möguleika komandi kyn- slóða vegna ofnýtingu auðlinda' - Kristín.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.